Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 18
18 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 5. JÚLÍ. Engar blóðfórnir í mínu nafni – takk! Mæli með mjög athyglisverðri málverkasýningu Stefáns-Þórs í Borgarbókasafninu. Þar er að finna alvöru umhugsunarefni, eilíf og hafin yfir hégóma hvunndags- ins. Þessi málverkasýning fjallar um eldforn tákn sem Stefán-Þór hefur rannsakað og málað af mik- illi listfengi og þolinmæði. Þarna er til að mynda sólkrossinn sem Eimskipafélag Íslands tók upp í merki sínu og svo nasistaflokkur- inn í Hitlers-Þýskalandi sem aldrei skyldi verið hafa. Fór á mótmælafund við dóms- málaráðuneytið í Skuggasundi. Þar verður daglega staðin mót- mælastaða uns íslensk stjórnvöld hafa séð að sér og hætt við að ata hendur sínar og þar með íslensku þjóðarinnar í blóði Keníamanns- ins Pauls Ramses. Mér skilst að svonefnd Útlendingastofnun hafi ruglast í ríminu og talið sig finna einhverjar reglur frá Dublin sem gætu fríað Íslendinga undan því að hegða sér eins og mennskum mönnum ber skylda til að gera. Samstaða var um það á fundin- um að afþakka blóðfórnir Útlend- ingastofnunar og biðja þess í stað um að flóttafólki verði sýnd gest- risni, réttlæti og mannkærleikur. SUNNUDAGUR, 6. JÚLÍ. Afsakið: Blábjáni – ekki fábjáni Meðan ég man ætla ég að biðjast afsökunar á því að hafa notað orðið „fábjáni“ í dagbókinni minni í síð- ustu viku. Það var vanhugsað. Einn af mínum eftirlætisblogg- urum sem heitir Árni hefur nefni- lega bent réttilega á að sú mann- tegund sem ég átti við flokkast undir svonefnda „blábjána“ en ekki venjulega „fábjána“. Þetta leiðrétt- ist því hér með. MÁNUDAGUR, 7. JÚLÍ. Að senda til Ítalíu eftir réttlæti Við litla Sól fórum saman á hádeg- isfundinn í Skuggasundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Fund- urinn var stuttur og snarpur og við skemmtum okkur við að teikna með krít á gangstéttina meðan við hlustuðum á ræðu- höldin. Vona að það verði ekki lagt út á verri veg. Áður en við fórum heim gátum við heilsað upp á Rosemary, konu Pauls, sem var þarna með barn þeirra í vagni, innfæddan Íslend- ing sem líka á að reka úr landi bráðlega. Litla Sól fékk að kíkja á drenginn í vagninum. Ingibjörg Sólrún, sem er utan- ríkisráðherra, segist hafa sagt sendimanni Íslands á Ítalíu að reyna að sjá til þess að Paul Ram- ses fái réttláta málsmeðferð. Reyndar skil ég ekki hvernig sendimaður íslensku ríkisstjórn- arinnar á að nálgast ítölsku ríkis- stjórnina og biðja hana um rétt- læti til handa manni sem Íslendingar nenntu ekki að sinna og sendu til Ítalíu í staðinn fyrir að láta hann fá réttláta máls- meðferð. En það er kannski ekki mitt mál, hvert íslenska ríkisstjórnin snýr sér ef hún er orðin uppis- kroppa með réttlæti eins og pen- inga og hugmyndir, svo lengi sem árangurinn er einhver. En að rík- isstjórn Íslands sendi til Ítalíu eftir réttlæti – er það ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatn? Það getur verið erfitt að skrifa í Fréttablaðið því að þar eru margir góðir pennar á kreiki. Það situr í mér glæsileg setning eftir Guðmund Andra frá því í dag. Hún er svona: „Embættismenn og ráðherra geta vísað út og suður í paragröff og þóst bundnir af – til Dyflinnar, Rómar eða Brussel – en það fær því samt ekkert breytt að mann- vonskan kemur ekki að utan. Hún kemur að innan.“ Svona skrifa bara beittustu pennarnir. MIÐVIKUDAGUR, 9. JÚLÍ. Þúsaldarveiran og fjöl- miðlarnir Jörðin er aftur orðin flöt, það eigum við fréttum að þakka. Ég var slappur í gær en fór þó á samstöðufundinn vegna Ramsesar. Hvernig dettur mönnum í hug að skilja móðurina eina eftir með barnið þeirra? Ég er viss um að ef leyniþjónustan lætur BB hafa góðar ljósmyndir af þessu fallega barni í vagninum verður pabbinn kominn heim til Íslands í næstu viku. Í gigtarköstum get ég lítið gert annað en legið fyrir og lesið. Mér þótti það leiðinlegt að geta ekki staulast yfir Arnarhólinn í dag á samstöðufund með Paul Ramses fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Þess í stað var ég að lesa bók eftir margverðlaunaðan breskan blaðamann sem heitir Nick Davies: FLAT EARTH NEWS, sem þýðir eitthvað í þessa veru: FRÉTTIR FRÁ JÖRÐ SEM ER FLÖT EINS OG PÖNNUKAKA. Verðlauna- fréttamaður FLETTIR OFAN AF ÓSANNINDUM, ÚTÚRSNÚNING- UM OG ÁRÓÐRI í FJÖLMIÐLUM HEIMSINS. Nick Davies byrjar á því að rifja upp hinar æsilegu fréttir um „þús- aldarveiruna“ voðalegu sem von var á að legði öll tölvukerfi heims í rúst á miðnætti þegar árið 2000 gekk í garð. Um þessa hroðalegu tölvuveiru hafði verið fjallað í öllum fjölmiðlum heimsins, en eng- inn blaðamaður hafði gert sér það ómak – eða haft tíma til þess – að afhjúpa að þessi frétt var aðeins tilhæfulaus uppspuni. Davies segir frá því hvernig sífellt minni tími gefst til þess að „vinna“ fréttir, því að höfuðtak- mark flestra fjölmiðla er nú að skila ágóða með sem minnstum til- kostnaði. Flestar fréttir berast fjölmiðlum frá opinberum aðilum, stórum stofnunum, og aðilum sem hafa augýsingastofur eða spunameist- ara á sínum snærum. Aðrar fréttir koma mestan part frá tveimur stærstu fréttaveitum í heimi, AP (Associated Press) og Reuters. Um þessar fréttastofur gegnir sama máli og einstakar ritstjórnir. Þær taka við fréttatilkynningum og hafa aðeins í örfáum tilvikum tíma og mannskap til að kanna sann- leiksgildi þeirra og áreiðanleika. Miðað við fjölda frétta sem frá þeim kemur virðast starfsmenn AP og Reuters þurfa að skrifa að minnsta kosti um fimm fréttir á dag, hver þeirra. Þá sér hver maður í hendi sér að tími til rannsókna, tími til að kanna bakgrunn og sann- leiksgildi er af skornum skammti. Það er undantekning að fjölmiðl- ar eigi lifandi og persónuleg sam- skipti við umhverfi sitt. Venjulegir fréttamenn eyða starfsdegi sínum á ritstjórninni, við símann og tölv- una. Ljósvakamiðlar senda frétta- menn til að taka upp viðtöl við stjórnmálamenn ef þeir eru þá ekki kallaðir í stúdíó. Fréttir nú á tímum eru mældar í magni. Að segja sem flestar fréttir virðist vera keppikefli flestra fjöl- miðla. Veraldarmynd okkar verður allt- af fáránlegri og fjarlægari raun- veruleikanum, þess vegna kallar Nick Davies bók sína FRÉTTIR FRÁ FLATRI JÖRÐ. FIMMTUDAGUR, 10. JÚLÍ. 17-orða-dellan Einn soldið hrokafullur og nær alvitur ritstjóri sem ég hitti ekki alls fyrir löngu hélt því fram að með tilkomu símans væri það liðin tíð að blaðamenn þyrftu að eyða tíma fyrir utan vinnubúðirnar á ritstjórninni. Hann er því miður ekki einn um þá skoðun. Það er hægt að skrifa endalaus- ar fréttir gegnum síma – en fjöl- miðill sem aðeins hefur þráðlaust samband við samfélag sitt getur aldrei orðið lesendum sínum mik- ils virði. Í íslenskri blaðamennsku er líka á kreiki hættuleg villukenning sem boðar að setningar megi ekki vera nema 17 til 19 orð. Þetta er regla sem bandarískum blaðamönnum hefur verið gefin til að leita uppi lægsta samnefnara fyrir blaðales- endur sem hafa orðaforða upp á 500 orð. 17-orða-blaðamenn fást einkum við að skrifa setningar eins og „Britney Spears var ekki í neinum nærbuxum í gærkvöldi“. Eða „Sar- kozy Frakklandsforseti móðgast ef hann er sagður lítill“. Alvörublaðamenn hugsa fremur um merkingu orða og innihald setninga en orðafjölda. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þúsaldarveira í fjölmiðlum! Í dagbók Þráins Bertelssonar leyfir höfundur sér að afþakka blóðsúthellingar í sínu nafni. Einnig er upplýst að jörðin er aftur orðin flöt eins og pönnukaka og minnst á blábjána og fábjána og 17-orða-dellukenninguna. Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.