Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun
Harpa Pétursdóttir er lands-
mönnum að góðu kunn fyrir
pistlana Reykjavíkurnæt-
ur sem birtust á sínum tíma
í Fréttablaðinu og vöktu
bæði athygli og umtal. Þar
fjallaði hún á opinskáan
hátt um ástir og örlög ein-
hleypra í miðbæ Reykjavík-
ur. Eftir að pistlarnir runnu
sitt skeið er óhætt að segja
að Harpa hafi snúið blað-
inu við. Hún yfirgaf hring-
iðu skemmtanalífsins í mið-
bænum, kappkostaði við að
ljúka BA-prófi í lögfræði
við HR og stofnaði fjöl-
skyldu.
Þegar Harpa er spurð
um þessa allsherjar breyt-
ingu stendur ekki á svörum.
„Maður verður þreyttur og
nennir ekki að vera á ein-
hverju útstáelsi öll kvöld.
Mér fannst miklu mikilvæg-
ara að eignast fjölskyldu,
koma mér fyrir og einbeita
mér meira að náminu.“ Þar
vísar Harpa í lögfræðina,
sem hún lauk nýverið BA-
prófi í.
Hæfileikar Hörpu liggja
þó víðar því af heimilinu
að dæma, sem er í Laug-
arneshverfinu, hefur hún
næmt auga fyrir hönnun.
„Við höfum búið hérna í ár
og líkar rosalega vel. Mér
hafði alltaf litist vel á þetta
hverfi. Það er rótgróið og
rólegt, rétt við Laugardal-
inn sem er eiginlega eina
græna perlan í Reykjavík.“
Íbúðin var í góðu ásig-
komulagi þegar fjölskyld-
an festi kaup á henni og
þurfti því ekki á viðgerðum
að halda. „Húsið er gamalt
en íbúðin var gerð upp fyrir
ekki svo löngu síðan. Við
vildum kaupa fína og snyrti-
lega íbúð. Ég var ófrísk
þegar við keyptum íbúðina
svo ég ætlaði ekki að standa
í miklum breytingum.“
Harpa inréttaði íbúð-
ina sjálf enda mjög áhuga-
söm um hönnun. „Ég er með
dellu fyrir hönnun þannig
að það var mikill fengur
fyrir mig að fá að skipu-
leggja íbúðina,“ segir hún
og er ánægð með útkomuna,
stílhreint og hlýlegt heimili
alveg eins og hún vildi hafa
það.
Og ekki er annað að heyra
en Harpa sé sátt og bjartsýn
á framtíðina. „Ég er mjög
ánægð í dag; er að upplifa
drauminn. Ætla að verja sem
mestum tíma með fjölskyld-
unni, halda áfram að nostra
við íbúðina, sem er hvergi
nærri tilbúin, og hefja mast-
ersnám í lögfræði í haust,“
segir hún hamingjusöm og
full tilhlökkunar. - stp
Tók fjölskyldulíf
fram yfir partístand
● Harpa Pétursdóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili í
Laugarneshverfinu.
Harpa ásamt Friðriki Pétri, syni sínum. Tréð í glugganum fékk hún á
www.birkiland.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Falleg vagga úr Epal ætluð frum-
burðinum Friðriki Pétri.
Í stofunni hangir fallegt málverk
eftir Stefán Jónsson frá Möðru-
dal, Stórval. Skálina fékk Harpa í
gjöf frá vinkonunum.
Tvennar svalir eru á heimilinu, en þær eru einkar rúmgóðar.
Fjöl skyldan nær morgunsólinni á öðrum svölunum en kvöldsólinni á
hinum.
Notalegt er umhorfs á heimil-
i nu.
Fallegt teppi sem yngsti
fjölskyldumeðlimurinn, Friðrik
Pétur, getur leikið sér á.
Harpa fékk
þennan fal-
lega sófa í
versluninni
Heima.
Stofan er björt,
stílhrein og
hlýleg alveg
eins og hús-
freyjan vill hafa
hana.
Harpa segir að eldhúsið sé uppáhalds-
staðurinn sinn í íbúðinni. Á veggnum er
mynd eftir búlgarskan götulistamann.
12. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR8