Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 12
12 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Bjarni Már Gylfason
Niðursveifla í íslensku efnahagslífi er hafin af fullum þunga og líkur til að vöxt-
ur á þessu ári og því næsta verði lítill, jafnvel
enginn. Atvinnuleysi mun aukast og kaup-
máttur mun dragast saman vegna mikillar
verðbólgu. Sama niðursveifla virðist hrjá
flest ríki í hinum vestræna heimi og raunar
telja margir að upphafið að niðursveiflunni á
Íslandi eigi m.a. rætur að rekja til alþjóðlegr-
ar lausafjárkreppu sem nú ríður yfir.
Í gegnum tíðina hafa veigamestu rök þeirra sem
helst vilja halda í íslensku krónuna verið á þá leið að
hagsveiflur á Íslandi séu ekki í takti við það sem geng-
ur og gerist í löndunum í kringum okkur. Þegar svo
háttar er sambúð ríkja í myntbandalagi erfið því sama
vaxtastig hentar ekki öllum löndunum. Hætt er við
atvinnuleysi þegar illa gengur í efnahagsbúskapnum
en mikilli verðbólgu þegar betur árar.
Í sögulegu samhengi hefur hagsveifla á Íslandi
verið úr takti við hina evrópsku. Ástæðan er aðallega
sú að rætur hagsveiflna á Íslandi mátti einkum rekja
til sjávarútvegs, annaðhvort vegna aflabrests eða
verðlags á sjávarafurðum. Hagkerfið hefur gerbreyst
á rúmum áratug og enginn fótur er lengur fyrir
þessum rökum. Áður fyrr byggðist útflutn-
ingur fyrst og fremst á sjávarútvegi en nú
hvílir útflutningur einnig á stóriðju, marg-
víslegri þjónustu á sviði samgangna, fjár-
mála og hátækni. Eftir því sem fjölbreyttari
útflutningur knýr hagkerfið áfram þeim mun
háðara verður það hagkerfum viðskiptalanda
okkar. Fyrir vikið eru líkur á verulegum frá-
vikum í efnahagsbúskap okkar og annarra
Evrópulanda minni. Aukin samhverfni veld-
ur því að vaxandi líkur eru til þess að hjarta
íslenska efnahagslífsins slái í takt við hið
evrópska. Á það má einnig benda að upptaka
evru og innganga í Evrópusambandið muni eitt og sér
verða til þess að íslenska hagsveiflan líkist æ meir
þeirri evrópsku. Sameiginlegur gjaldmiðill ætti að
auka flæði vöru og þjónustu og auðvelda erlendar
fjárfestingar milli svæða.
Þær þrengingar sem nú er við að etja í efnahagslíf-
inu eru skýrasta dæmið um hvernig efnahagslíf okkar
hefur breyst. Aðstæður hér mótast að miklu leyti af
því hvernig vindar blása í heimsbúskapnum. Sú stað-
reynd er um leið mikilvæg forsenda þess að heppileg-
asta fyrirkomulag gengismála á Íslandi er að ganga í
myntbandalag Evrópu og taka upp evru í stað krónu.
Niðursveiflan sem nú gengur yfir skýrir því kostina.
Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
BJARNI MÁR
GYLFASON
Niðursveiflan skýrir kostina
Ný Svörtuloft
Tíu metra langur útsýnisgluggi var
afhjúpaður í Gestastofu við Lækjargötu
á fimmtudag, en í gegnum hann verð-
ur hægt að fylgjast með tónlistarhús-
inu rísa við Austurbakka. Margt góðra
gesta var við athöfnina, til dæmis
Björgólfur Guðmundsson, Björn
Bjarnason og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, sem hélt stutta
tölu. Gestastofa er á efstu hæð
í sama húsi og strætisvagna-
stöðin við Lækjartorg, sem
nýlega var málað svart,
en steinsnar frá stendur
Seðlabanki Íslands.
Sagðist Þorgerður Katrín
meðal annars vona að
hugsunin yrði frjórri í
þessum Svörtuloftum en í
þeim hinum megin við Kalkofnsveginn
og uppskar mikil hlátrasköll.
Einfalt mál
Reykvíkingar fengu inn um bréfalúguna
í gær bækling frá borgaryfirvöldum
þar sem leitað er eftir ábendingum frá
íbúum um smærri nýframkvæmdir og
almennar betrumbætur á borg-
inni. Með fylgir lýsing á hvernig
hugmynd verður að veruleika
í fimm einföldum skrefum:
1. Hugmynd að framkvæmd
kviknar.
2. Hugmyndinni er
komið á framfæri, til
dæmis á ábend-
ingarvef 1,2 og
Reykjavík á heima-
síðu Reykjavíkur-
borgar; við stýrihóp í hverfi á málþingi,
barnaþingi eða í öðru samstarfi við
stofnanir og félagasamtök í hverfi; á
samráðsfundum borgarstjóra í hverfum
borgarinnar að vori; með símhringingu
í símaver Reykjavíkurborgar.
3. Hugmyndin er rædd á samráðsfundi
íbúa og borgarstjóra.
4. Hugmyndin ratar inn á óskalista
hverfis ásamt níu öðrum hugmynd-
um um nýframkvæmdir í hverfinu.
Sérfræðingar innan borgarkerfisins
kanna hvort og hvernig mögulegt
er að framkvæma hug-
myndina.
5. Hugmyndin er fram-
kvæmd.
Einfaldara getur það ekki
verið.
bergsteinn@frettabladid.is
Ó
bilgjarnir aðilar stíga fram hver á fætur öðrum og vilja
meina að Samfylkingin í ríkisstjórn sé fylgjandi stóriðju
og nýtingu orkunnar í vatnsföllunum og iðrum jarðar, en
taki ekki mið af Samfylkingunni í stjórnarandstöðunni
sem vildi hvorugt og setti saman um þá stefnu sína kver
nokkurt sem síðar hefur orðið víðfrægt og ber heitið Fagra Ísland.
Auðvitað sjá allir hversu fráleitur þessi málflutningur er. Þess
vegna er bæði ósanngjarnt og óréttmætt af Ungum jafnaðarmönn-
um að átelja ráðherra Samfylkingarinnar fyrir að stuðla að tveim-
ur nýjum álverum á Íslandi og ganga þar með gegn stefnu flokks-
ins í umhverfismálum. Aukinheldur er ekki við hæfi að vísa í þann
kafla úr Fagra Íslandi, þar sem orðrétt segir að slá skuli „ákvörð-
unum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir
liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands
og verndun þeirra hefur verið tryggð“. Þetta hljóta allir að sjá.
Forsíðufrétt Fréttablaðsins í fyrradag um að minnihluti þing-
flokks Samfylkingarinnar styðji Fagra Ísland hlýtur að vera sama
marki brennd. Auðvitað eiga fjölmiðlar ekkert með það að standa
fyrir liðskönnun af slíku tagi. Hvað þá að flytja fréttir af þingflokks-
fundum stjórnarflokka, sem boðaðir eru vegna óánægju ráðherra
með orð og gjörðir samráðherra sinna. Enginn skilur þetta betur en
formaður þingflokksins, sem telur alveg fráleitt að ákvarðanir um
álver í Helguvík og á Bakka séu verk þessarar ríkisstjórnar, heldur
byggist þær á afstöðu fyrri ríkisstjórnar.
En formaður þingflokksins hittir fleiri nagla á höfuðið í frétt
sem birt er á vefsíðu Samfylkingarinnar, sem viðbrögð við þeim
meinlega misskilningi sem virðist orðinn útbreiddur að Samfylk-
ingin styðji ekki eigin stefnu. Hann bendir á að hvergi sé minnst á
að stöðva byggingu álvera í stefnu ríkisstjórnarinnar. Í samsteypu-
stjórnum liggi líka fyrir að stefnur hvors flokks séu ekki teknar
ómengaðar inn í stjórnarsáttmála, heldur reyni menn að finna sam-
eiginlega niðurstöðu. „Eftir þeim sáttmála er unnið“, bætir þing-
flokksformaðurinn svo við.
Þetta er auðvitað kjarni málsins og alveg laukrétt hjá þingflokks-
formanninum, sem óumdeilt er einhver mestur þungavigtarmanna
í flokknum. Það getur vel verið að samin hafi verið stefna og hún
skýrð Fagra Ísland. Menn geta svo rýnt í hana og skilgreint að vild.
En við komuna í ríkisstjórn varð til ný stefna og sáttmáli nýrrar
stjórnar. Og þar er hvergi minnst á Fagra Ísland. Eða stóriðjustopp.
Hvað þá bann við frekari virkjunum.
Þess vegna er mikilvægt að fjölmiðlar og aðrir misvitrir álits-
gjafar átti sig sem fyrst á þessum grundvallarstaðreyndum og veiti
ráðherrum Samfylkingarinnar nauðsynlegan vinnufrið til að halda
áfram sínum störfum, en séu ekki að kvabba í þeim í tíma og ótíma
um einhver stefnumál sem sett voru saman í fornöld og skipta engu
máli núna. Slíkt er auðvitað ómálefnalegt og ekki til þess að skapa
hér nauðsynlega festu í stjórnmálunum. Sömuleiðis er mikilvægt
að nöldurseggir á borð við umhverfisverndarfólk og Unga jafnað-
armenn hætti öllum frekari undirróðri í flokksstarfinu.
Misskilningnum hefur nú verið eytt. Fagra Ísland er enn í fullu
gildi og Samfylkingin stendur einhuga að því. Samfylkingin í ríkis-
stjórn hefur þó öðrum hnöppum að hneppa en glugga í rykug blöð úr
kosningabaráttunni og er auðvitað bundin sínum stjórnarsáttmála.
Og við það situr.
Vitaskuld er fullur einhugur innan Samfylkingar-
innar um umhverfisvernd og orkunýtingu.
Fagra Ísland
BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á
norðlensk fjöll og hlustaði á
kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni
viku. „Þeir komu bara, handtóku
hann og fluttu hann burt. Nú veit
ég ekkert hvenær eða hvort við
sjáum hann aftur,“ sagði grátklökk
kona á ensku með fjarlægum
hreim. Í bakgrunni hjalaði nýfætt
barn. Hér þurfti að leggja bæði
eyrun við til að trúa því að fréttin
væri íslensk. Því þetta viðtal var
ekki tekið í sprengjurústum í
Bagdad eða sveitaþorpi í Simbab-
ve heldur í miðri höfuðborg
Íslands sumarið 2008. Hér var
komin ein af niðurlægingarstund-
um íslenskrar samtímasögu sem
tyllti sér þegar hátt á Vondustunda-
listann, á milli allra krónufallanna
og þess þegar Davíð dásamaði
Íraksstríðið í afmælisboði hjá
Bush.
Lengi höfðum við skammast
okkar fyrir dáðleysi ráðamanna í
hælismálum þar sem einföld
pólitík gildir í flóknum málum:
Allir sem hægt er að senda burt
eru sendir burt en hinir geymdir á
hóteli í Keflavík. Jafnvel í fjögur
ár ef þarf. Og „Útlendingastofnun“
látin sjá um framkvæmd. (Ég er
ekki að biðja um að nafni stofnun-
arinnar verði breytt í eitthvert PC-
pirrandi skjallyrði eins og
„Gestastofa“, en hið forneskjulega
heiti segir þó margt um viðhorf
okkar í þessum málum.)
Auðvitað þýðir ekki að bjóða
upp á barnaskap í málefnum
hælisleitenda og ólöglegra
nýlanda. Einhverjar reglur verður
að halda svo Reykjanesskaginn
fyllist ekki af flóttamannahótelum
en það er í þessu sem öðru; litla
ríka þjóðartíkin í norðri er fremur
þiggjandi en gefandi. Sjálf vill hún
ferðast um víðan hnött en heima
bíður húsið læst. Vindbarin þjóð
er nísk á skjólið.
Um leið og okkar aumasti
lyfjasmyglari stígur stóru tá í
erlent fangelsi er okkur að mæta.
En sígauni sem selur gullhring úr
plasti á húströppum á Selfossi er
óðar snúinn niður og sendur úr
landi. „Talsvert magn peninga
fannst í fórum fólksins,“ var
kveðjan sem fréttastofa Sjónvarps
sendi hópnum sem tókst að plata
gullkort úr plasti úr veskjum
Sunnlendinga sumarið 2007.
Kenýamaðurinn Paul Ramses
virðist merkilegur um margt.
Ungum sárnar honum ástandið í
heimalandi sínu og ákveður að
leggja sitt af mörkum: Vinnur
uppbyggingarstarf, stofnar skóla,
fræðir stúlkur um heimilisofbeldi
… Frænka hans býr á Íslandi og
þangað fer hann til ársdvalar. Hér
kynnist hann fólki sem sinnir
hjálparstarfi á vegum SÞ og
ákveður að leggja því lið; gerist
ómetanlegur tengill skrifstofu-
starfsins á Íslandi og vettvangs-
verka í Kenýa. Þá hellir hann sér
út í stjórnmál, fer í framboð fyrir
stjórnarandstöðuna, allt til að
betra ástandið. Stjórnin svindlar í
kosningum og í kjölfarið eru
andstæðingar hennar hundeltir
um allar sveitir. Framboðsfélagar
Ramsesar finnast ýmist hvergi
eða látnir. Íslendingar sem enn
stunda hjálparstarf í Kenýa
staðfesta að útsendarar ofbeldis-
stjórnar hafi komið í búðir þeirra í
leit að Íslandsvininum Paul. Stuttu
síðar tekst honum að flýja. Til
Íslands. Ólétt eiginkona hans
fylgir með. Nokkrum mánuðum
síðar fæðir hún barn þeirra á
Íslandi. Hvorugt þeirra er löglegt
í landinu, og ekki barnið heldur.
Það kom víst pappírslaust í
heiminn.
Hvað gera sveitabændur þá?
Þeir taka reglu fram yfir rök og
kýrin sú er skýr: Þeir sem hingað
flýja eru sendir til baka. Því er
Paul handtekinn og settur niður í
næstu vél. Burt. Maðurinn sem
hafði dvalið hér á landi heilan
vetur og tekið þátt í íslensku
hjálparstarfi fann hér enga hjálp
þegar á reyndi. Ísland er ekki
vinur allra Íslandsvina. Erum við
gott fólk?
Nú má vera að ofansögð
„ævisaga“ sé hreinn uppspuni eða
stórlega ýkt af fjölmiðlum og
bloggurum. Þó eru meiri líkur en
minni á því að hún sé sönn. Er það
ekki nóg? Áhættan sem fylgir því
að taka hana trúanlega er svo
miklu minni en mannslífin sem
hugsanlega eru í hættu.
Brottvísun Útlendingastofnunar
á þeim óæskilega útlendingi Paul
Ramses hefur nú verið kærð til
dómsmálaráðherra. Björn
Bjarnason hefur fengið málið í
fangið. Hann á kost á því að
sameina sundraða fjölskyldu og
hugsanlega bjarga lífi flóttamanns
sem nú er horfinn inn í það
völundarhús sem ítalskt réttar-
kerfi er. (Fyrr mun blökkumaður
klæðast ítölsku landsliðspeysunni
en við öðlumst trú á ítalskt
réttarfar.) Ríkisstjórnin öll á kost
á því að bjarga andlitinu. Sínu
jafnt sem okkar. Hún á að setja
málið í forgang. Af öllum þeim
vandamálum sem liggja á hennar
borði eru víst ekki mörg sem
varða líf og dauða. Við skorum á
ykkur að bjarga Páli Ramses. Og
heiðri Íslands.
Páll í fangi Björns
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG | Paul Ramses