Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 46
22 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR Þ jóðsagan segir að Gunnlaugur Guð- brandsson Briem (1773-1834), mynd- höggvari og ættfað- ir Briem-ættarinnar, hafi eitt sinn tekið þátt í keppni um fallegustu höggmyndaverk- in. Úrslit urðu þau að Bertel Thorvaldssen, skólabróðir hans úr Listaháskólanum í Kaup- mannahöfn, hreppti fyrsta sætið en Gunnlaugur annað. Við það gat hann ekki unað og ákvað því að hætta í höggmyndlistinni þrátt fyrir að hafa stúderað hana í sex ár í Danmörku. Lagði hann hamri og meitli og hóf lögfræði- nám. Nú tvö hundruð árum síðar er engu líkara en ættfaðirinn hafi ekki aðeins tekið ákvörðun fyrir sína hönd heldur gjörvallr- ar ættarinnar því niðjar hans í sex ættliði eru lögfræðingar með einni undantekningu þó. Þórhildur Briem Líndal, sem fæddist 1896, hafði ekki tök á því að læra lögfræði en hún gift- ist þó lögfræðingi og átti með honum tvo lögfræðinga. Gunnlaugur var langalanga- langafi Þórhildar Líndal, lög- fræðings en hún er svo gift Eiríki Tómassyni lagaprófessor. Hann hefur einnig fengið sinn skammt af lögfræði í ættinni því faðir hans, Tómas Árnason, er lögfræðingur. Saman eiga þau synina Pál, Tómas og Jóhannes sem allir eru lögfræðingar. Lögfræði og Liverpool Blaðamaður tók hús á þeim hjón- um þegar synirnir þrír voru þar í kaffi og byrjaði á að spyrja að því hvort eitthvað annað væri rætt á heimilinu en lögfræði. „Já, heldur betur,“ segir Eiríkur. „Ég held að það sé jafnvel meira rætt um fótbolta en lögfræði. Og það er ekki laust við það að form- legheit lögfræðinganna hér fari fyrir lítið þegar horft er á Liver- pool-leikina.“ Drengirnir ókyrrast af spenn- ingi þegar Liverpool er nefnt en Þórhildi er ekki jafn skemmt. „Ég tek nú ekki mikinn þátt í þessu,“ segir hún. „En þó lét ég mig hafa það og fór með þeim á Anfield og það var verulega skemmtilegt enda er það mikil upplifun að vera við slíka viðburði. En að vera að horfa á þetta í sjónvarpinu; ég get nú fundið mér margt skemmtilegra að gera en það.“ Blaðamaður hefur orð á því að vel hafi tekist til hjá Eiríki; bæði eru drengirnir lögfræðingar eins og hann og síðan „púllar- ar“ í þokkabót. „Ég hef ekkert þrýst á þá, hvorki með fótboltann né lögfræðina,“ segir Eiríkur. Þórhildur bætir því við að kannski hafi þeim drengjum þótt umræð- urnar á heimilinu það líflegar að þeir hafi hugsað sem svo að þetta hlyti að vera líf- legt fag en engin skýr- ing finnst á hollust- unni við þá rauðklæddu. „Hins vegar er lögfræðin þannig að maður verð- ur að geta þagað yfir þeim upplýsingum sem maður býr yfir,“ segir Páll. „Lögfræðingar læra það fljótt að skilja þarna á milli og svo vilja nú flestir ræða um eitthvað annað en vinnu sína þegar komið er heim.“ En sú var tíðin að drengirnir sátu tíma hjá karli föður sínum, hvernig gekk þessi aðskilnaður þá? „Það var ekkert mál,“ segir Tómas, „og það þurfti enginn að óttast að við nytum einhverrar sérmeðferðar nema þá kannski á þá lund að hann lagði harðar að okkur en öðrum,“ segir hann og lítur á karlinn bros- andi. „Ég sleppti reyndar nokkrum kúrsum þar sem pabbi var að kenna þá og valdi aðra í staðinn,“ segir Tómas. Páll játar það sama á sig en próf- essorinn hefur fullan skilning á því. Engin pressa Jóhannes er yngstur og nýkominn í hóp lög- fræðinga en hann brautskráðist í sumar- byrjun og tekur til starfa á lögmannsstof- unni Mörkinni í haust. Var ekki freistandi fyrir hann að brjóta hefðina, láta þá tvo eldri um lögfræðina og skella sér bara í mannfræði eða eitt- hvað allt annað? „Það er nú þannig að þótt ég sé yngstur hef ég orð á mér að vera hvað fastheldnastur á hefð- irnar svo ég var kannski ekki sá líklegasti til þess. En ég fann aldrei fyrir neinni pressu hvað þetta varðar. Reyndar er ég sá eini af okkur bræðrum sem er ekki búinn að festa mitt ráð, það er frekar að ég finni fyrir pressu þar,“ segir hann og vekur mikla kátínu. „Svona, svona það eru komin fimm barnabörn svo það er nú aldeilis búið að létta á pressunni,“ segir Eiríkur kank- vís. En þótt fjölskyldan sé sam- rýmd og samtaka leggur Þór- hildur á það áherslu að enginn dregur dul á sínar meiningar né sannfæringu. „Við erum svo sem ekkert alltaf sammála og það ótt- ast enginn að láta það í ljós þegar svo ber undir,“ segir hún. Hæstiréttur á heimilinu En oft mótar starfið manninn, hefur fjölskyldan nokkuð farið varhluta af því? „Konan mín kvartar nú stundum yfir því að það þurfi alltaf að færa málefna- leg rök fyrir öllum sköpuðum hlutum,“ segir Páll. „Hún hefur nú haft orð á því við mig að stund- um sakni hún þess að geta sagt „af því bara“ og þá sé málið látið niður falla.“ „Jú, auðvitað hefur starfsum- hverfið áhrif,“ segir Eiríkur. „Það fer til dæmis ekki fram hjá nein- um að það er hæstiréttur á þessu heimili og hann á alltaf síðasta orðið,“ við svo kveðið lítur hann stríðnislega á konu sína og skellir uppúr. „En það góða við kerfið á þessu heimili er að oft er hægt að skjóta málum beint til hæstarétt- ar og fá þar skjóta afgreiðslu,“ segir Tómas og uppsker mikil hlátrasköll. Hefðu stutt þá í hverju sem er Þau Eiríkur og Þórhildur segjast ekki hafa pressað á börn sín en hvað hefðu þau sagt ef einhver drengjanna hefði sagst vilja fara í iðnnám eða þá listir eins og ætt- faðirinn Gunnlaugur Briem gerði í upphafi. „Við hefðum staðið við hlið þeirra í hverju svo sem þeir hefðu valið og sagt þeim að þeim væru allir vegir færir,“ segir Þórhildur. Og Eirík- ur bætir við: „en hefðu þeir vilj- að hætta skólagöngu eftir fram- haldsskóla þá hefðum við náttúrulega viljað fá að heyra rök fyrir því. Þá hefði manni nú fundist sem þeir væru að van- nýta sína hæfileika.“ Að sinna starfinu af auðmýkt En hvað er eftirminnilegast frá þeirra lögfræðiferli? „Það er nú ekkert réttlæti í því að spyrja okkur öll að þessu,“ segir Eirík- ur og lítur á þann yngsta sem enn hefur ekki látið til sín taka á lögfræðisviðinu. „En mér er minnisstætt eitt mál sem ég rak fyrir mann, Jón Kristinsson að nafni, en hann hafði komist í kast við lögin vegna umferðar- lagabrots. Ég man það að mér þótti þetta mál afar lítilfjörlegt, jafnvel svo að ég hálf skammað- ist mín fyrir að vera að taka það að mér. Það fór þó svo að við skutum málinu til mannréttinda- dómstólsins í Strassburg sem síðan varð til þess að stjórnkerf- inu hér var breytt.“ Þannig var mál með vexti að sýslumaður einn hafði bæði komið að máli Jóns sem valdhafi framkvæmda- valds og dómsvalds líkt og marg- ir kollegar hans á þeim tíma. Það stangast hins vegar á við lýð- ræðisregluna um þrískiptingu valds svo Íslendingar urðu að gjöra svo vel að hlýða dómurun- um í Strassburg og endurskipu- leggja valdssvið sýslumanns svo slík lýðræðisleg óhæfa endur- tæki sig ekki. En Tómas hefur dregið lærdóm af þessari reynslu föður síns. „Þetta minnir mann á það að umgangast starfið af auðmýkt,“ segir hann. „Þó málið virðist ekki vera merkilegt í augum lögfræð- ingsins þá er það alltaf mikilvægt í augum skjólstæðingsins og í þessu tilfelli reyndist þetta litla mál einnig mikilvægt fyrir alla þjóðina.“ Litið yfir farinn veg Þórhildur var fyrsti umboðsmaður barna hér á landi og eiginmaðurinn er á því að hún hafi breytt viðhorf- um landans til þess málaflokks. Þeir Páll og Tómas vinna nú báðir í bankageiranum en vissulega eiga þeir innistæðu í reynslubankanum þótt hún sé mun minni en foreldr- anna. Tómas vann fyrir umboðs- mann Alþingis og segir hann að þar hafi hann kynnst mörgum kynleg- um kvistum en þegar sagnaandinn er að koma upp í honum tekur lög- fræðingurinn allt í einu yfirhönd- ina og hann minnist þess að lög- fræðingur verður að gæta orða sinna um menn og málefni. Páll lenti síðan í því að reka mál í Svíþjóð og mætti vel undirbúinn til leiks með fulla tösku af pappír- um á ensku. „En svo var mér gert ljóst þegar hefjast átti handa að það talaði enginn ensku og ég hafði ekki talað sænsku frá því ég var eins árs svo það var við ramm- an reip að draga. Hins vegar kom svo túlkur til sögunnar og leysti vandann.“ Jóhannes hlýðir spenntur á og svo er það bara spurningin hvað lagt verður inn á reynslubanka hans frá og með næsta hausti þegar hann tekur til starfa. Það er hæstiréttur á heimilinu Hjónin Þórhildur Líndal og Eiríkur Tómasson eiga þrjá syni sem allir eru lögfræðingar rétt eins og foreldrarnir. Þeir halda því í heiðri 200 ára ættarhefð sem rekja má til Gunnlaugs Briem. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður tók hús á og þáði kaffi hjá fjöl- skyldunni sem hefur sitthvað fleira en lög að mæla. LÖGFRÆÐIFJÖLSKYLDAN Hér eru lögfræðingarnir þrír fyrir aftan foreldra sína, lögfræðingana Þórhildi Líndal og Eirík Tómasson. Þeir eru, talið frá vinstri, Jóhannes, Tómas og Páll. Þótt undarlegt megi virðast er rætt um ýmislegt annað en lög og reglur á þessu heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA það góða við kerfið á þessu heim- ili er að oft er hægt að skjóta mál- um beint til hæstaréttar og fá þar skjóta af- greiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.