Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 2
2 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR
DÝRAHALD Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðar-
dóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar
var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu
dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi
drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn
hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur.
Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að
greiða afborganir af hundinum.
Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um
sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé
um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum
taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir
séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og
slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum
matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum.
Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegund-
inni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer
sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og
sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher,
heill heilsu.
„Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í
stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá
hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá
því,“ segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund
sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga
aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist
enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn
hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í
gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufning-
una fljótlega.
Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar
Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýra-
lækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá
búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga
væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki
trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess
sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana
með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt.
„Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar
viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega
að leysa kaupandann undan greiðslunum,“ segir
Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og
hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna
málsins. karen@frettabladid.is
Meistara-
flokkssúpur
Masterklass
Nýjung
Girnileg nýjung – 2 í pakka.
Tilvalið í ferðalagið.
Friðrik, er þetta ekki þunnur
þrettándi?
„Er ekki tuttugasti og fyrsti í dag?“
„Þynnkuboltinn“ er hópur ungra manna
sem bætir líðan sína um helgar með því
að spila fótbolta. Friðrik Steinn Friðriks-
son er einn af stofnendum hópsins.
SPÁNN, AP Fjórar sprengjur
sprungu á norðanverðum Spáni í
gær. Enginn slasaðist en nokkrar
skemmdir urðu á eignum.
Menn sem sögðust vera frá
Aðskilnaðarhreyfingu Baska
(ETA) hringdu og sögðu frá
sprengjunum áður en þær
sprungu. Ein sprakk utan við
banka, ein á golfvelli og tvær við
strönd á vinsælu ferðamanna-
svæði í Cantabria-héraði.
ETA hefur áratugum saman
barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska
á Norður-Spáni og Vestur-
Frakklandi. Meira en átta
hundruð manns hafa látist í
árásum ETA. - gh
Aðskilnaðarhreyfing Baska:
Sprengt á Spáni
AFGANISTAN, AP Barack Obama, forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, vill færa her-
sveitir frá Írak til Afganistans.
Obama er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd og
Evrópu. Hann snæddi í gær hádegisverð með Hamid
Karsaí forseta Afganistans í Kabúl, höfuðborg Afgan-
istans. Lofaði Obama auknum stuðningi við Afganist-
an, verði hann kjörinn forseti, og að „halda áfram
stríðinu gegn hryðjuverkum af krafti“, að sögn tals-
manna afganska forsetaembættisins.
Árásir vígamanna á róstusömum svæðum í austan-
verðu Afganistan hafa aukist um fjörutíu prósent frá
því í fyrra. Ástandið í Írak hefur hins vegar farið
batnandi undanfarið.
Obama leggur til að Bandaríkin taki að draga
liðs afla sinn frá Írak í skrefum, en sendi að minnsta
kosti sjö þúsund hermenn í viðbót til Afganistans.
Obama heimsækir líklega Írak, Jórdan, Ísrael,
Palestínu, Þýskaland, Frakkland og Bretland á næstu
dögum. - gh
Barack Obama er nú í ferðalagi um Mið-Austurlönd og Evrópu:
Aukin áhersla á Afganistan
HAMID KARSAÍ OG BARACK OBAMA Margir stjórnmálaskýr-
endur telja ferðalag Obama ætlað að bæta ímynd hans í
utanríkismálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRUNI Miklar skemmdir urðu á
íbúðarhúsinu að Holti II í
Stokkseyrarhreppi eftir að eldur
kom upp í þvottahúsi laust eftir
hádegi í gær.
Enginn var í húsinu þegar
eldurinn kom upp en bóndinn á
bænum var við störf utandyra í
nágrenninu. Heimilismaður sem
átti erindi heim að bænum sá
reyk leggja frá húsinu og
tilkynnti um brunann.
Húsið fylltist fljótt af sóti og
reyk og mikill hiti var í húsinu
þegar lögregla og slökkvilið komu
að. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn en lengri tíma tók að
reykræsta og kæla húsið. - ht
Eldur kom upp í þvottahúsi:
Sveitabær mik-
ið skemmdur
ELDURINN SLÖKKTUR Slökkvistarf við
íbúðarhúsið Holt II í Stokkseyrarhreppi
gekk vel. MYND/EGILL BJARNASON
FÓLK „Ef menn væru alvöru sósí-
aldemókratar og Alþýðuflokkur-
inn væri við völd væru allir á
Range Rover,“ segir Árni Hjör-
leifsson, eða Árni krati eins og
hann er oft kallaður í heimabæ
sínum, Hafnarfirði. Hann er eig-
andi Range Rover með einka-
númerið KRATI. „Þetta er sjötti
Roverinn sem ég á, þetta er orðin
eins konar sýki. Svo eyðir þetta
ekki neinu,“ segir Árni.
Spurður um söguna á bak við
bílnúmerið segir hann þetta hafa
byrjað í álverinu í Straumsvík
þegar hann vann þar. „Í vinnunni
var ég alltaf kallaður síðasti krat-
inn. Þegar fréttist að einkabíl-
númer væru komin í Bretlandi
lofaði ég að fá mér einkabílnúm-
erið Krati þegar þau kæmu til
Íslands,“ segir Árni.
„Ég var löngu búinn að gleyma
þessu þangað til að gömlu vinnu-
félagarnir hringdu og minntu
mig á þetta. Ég gat auðvitað ekki
svikist undan,“ segir Árni.
Árni sagði sig úr Samfylking-
unni fyrir nokkru eftir að hafa
reynt að leita svara hjá bæjar-
fulltrúum Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði um skoðanir þeirra á
álversstækkun í Straumsvík.
Hann fékk engin svör.
Árni er sjálfur hlynntur stækk-
un álversins. „Ég sagðist bara
ætla að halda áfram að vera
krati,“ segir Árni.
- vsp
Árni Hjörleifsson er með bílnúmerið KRATI á Range Rovernum sínum:
Sjötti Range Rover kratans
ÁRNI OG KRATINN Árni er oft kallaður
Árni krati og ekki að ástæðulausu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
LÖGREGLUMÁL Farandsali sem
gekk í hús í byggðarlögum á
norðanverðum Vestfjörðum og
bauð varning til sölu var handtek-
inn á Ísafirði í síðustu viku.
Maðurinn er af erlendu
þjóðerni og hafði hvorki dvalar-
né atvinnuleyfi hér á landi. Hann
er einnig grunaður um að hafa
flutt varninginn ólöglega til
landsins. Maðurinn gisti fanga-
geymslur á Ísafirði meðan málið
var rannsakað og hald var lagt á
varning hans, meðal annars yfir
níu hundruð myndir. Ákæra
hefur verið gefin út á hendur
manninum og er hann nú frjáls
ferða sinna. - ht
Farandsali án tilskilinna leyfa:
Tekinn hönd-
um á Ísafirði
SLYS Ökumaður var fluttur með
sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir
bílveltu í Seyðisfirði snemma í
gærmorgun.
Meiðsl mannsins voru þó ekki
jafn alvarleg og í fyrstu var talið
en hann hlaut mar á lunga að sögn
Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjóns hjá lögreglunni á Egilsstöð-
um.
Ökumaðurinn var einn í
bifreiðinni og er talinn hafa misst
stjórn á henni í lausamöl. Hann er
grunaður um ölvun við akstur. - ht
Ökumaður slasaðist í bílveltu:
Missti stjórn á
bíl í Seyðisfirði
ÍRAN, AP Níu manns, átta konur og
einn karl, bíða þess að verða grýtt
til bana í Íran fyrir hjúskapar-
brot.
Mannréttindasinnar reyna nú að
fá dómunum hnekkt. Segja þeir
meirihluta sakborninganna frá
svæðum þar sem lestrarkunnátta
er lítil og sumir þeirra hafi ekki
skilið ákæruna.
Hjúskaparbrot er eina brotið
sem refsað er fyrir með grjót-
kasti í Íran, en menn eru einnig
dæmdir til dauða fyrir morð,
nauðgun, rán, guðleysi, guðlast,
fíkniefnasmygl, vændi, landráð
og njósnir. - gh
Níu bíða aftöku í Íran:
Grýtt fyrir
hjúskaparbrot
MÚSLIMAKONUR Strangtrúaðir íslamist-
ar ráða ríkjum í Íran.
Vill fá hvolp með
lifrarbólgu bættan
Kamela Rún Sigurðardóttir segir undarlegt að hún þurfi næsta árið að greiða
raðgreiðslur af hvolpi sem drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur.
Neytendasamtökin vilja fá að kanna réttindi hennar gagnvart seljanda.
DRAPST FIMM DÖGUM
EFTIR KOMU Kamela
segist frekar vilja ljúka
því að greiða afborganir
af tíkinni Fíónu heldur
en að ganga í gegnum
annað eins aftur.
KAMELA MEÐ HVOLPINN SEM EFTIR LIFIR Kamela keypti
tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature
Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm
dögum eftir að hún fékk hann í hendur.
SPURNING DAGSINS