Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 34
18 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þeir eru nokkrir tónlist- armennirnir sem sagð- ir eru hafa breytt sögu rokksins með tónlist sinni og framkomu. Þó svo að til séu nokkrar kanónur sem flestir eru sammála um að eigi skil- ið nafnbótina rokkgoðsögn eru þeir fleiri tónlistarmennirnir sem skiptar skoðanir ríkja um. Einn þeirra er Bruce Springsteen. Sannkallaðir rokknirðir eru vís- ast flestir sammála um að Spring- steen sé býsna merkilegur tónlistar- maður sem hafi haft mikil og ótvíræð áhrif á þróun rokktónlistar frá og með áttunda áratug síðustu aldar. Aðrir vilja aftur á móti meina að áhrif hans hafi ekki verið sér- lega mikil, utan þess að senda frá sér nokkra slagara og vera heilli kynslóð innblástur til þess að klippa ermarnar af gallajökkunum sínum og ganga með tóbaksklút um haus- inn. Sökum þess að hann hefur sent frá sér lög sem slegið hafa í gegn virðist ekki vera hægt að taka hann alvarlega sem listamann, en eins og alkunna er hamla vinsældir öðru fremur listrænum ásetningi tón- listarmanna. Ástandið hefur að sjálfsögðu ekki ávallt verið svo; á sjöunda áratug síðustu aldar voru mörg dæmi þess að vinsælir tón- listarmenn væru einnig afar fram- sæknir og metnaðarfullir lista- menn. En það er eins og að frá og með áttunda áratugnum hafi popp- tónlistarlandslagið tvístrast í tvær höfuðáttir: vinsældir eða virðingu. Vatnaskil áttu sér stað á ferli Springsteen þegar hann sendi frá sér ofurslagarann Born in the USA á níunda áratugnum; má þá segja að orðstír hans sem listamanns hafi nokkuð rénað við útgáfuna. Hugs- anlegt er að sú þróun hafi að nokkru leyti byggt á misskilningi; Spring- steen var á tímabili talinn vera mun hressari en hann í raun og veru er ef maður gefur sér tíma til þess að setjast niður og hlusta á textana hans. Springsteen kastaði sér þó síðar af nýju af fullum krafti ofan í myrkan pytt listrænnar alvöru og dró um leið úr vinsældum hans, sem gefur sterklega til kynna að eitt útiloki annað í vandmeðförnum rokkbransanum. STUÐ MILLI STRÍÐA Eitt útilokar annað VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR UM BANDARÍSKAN TÓNLISTARMANN Halló! Þessi er nú svolítið vígalegur! Já, takk... Er þetta ekkert vesen með allt þetta hár? Ég get rakað hann, en konan vill hafa hann svona! Minn er næstum því alveg hárlaus! Einmitt! Blendingur! Risa-Schnauzer! Ég seldi gömlu vekjaraklukkuna á uppboði á netinu! Er það? Hversu mikið fékkstu fyrir hana? 500 kall! Þetta er algjör gullnáma! Ég hef aldrei átt auðveld- ara með að græða! Gætirðu annars lánað mér 600 kall fyrir sendingarkostnaði? Hefur einhver séð vekjara- klukkuna mína? Ó, Sfinx, hversu langt inn í skóginn get ég farið? Hálfa leið. Eftir það ertu á leið út. Til hamingju með daginn, elskan! Takk fyrir! Æðislegt! Og hér er það besta! Oh! Þú mundir það þá! Hvað er þetta? Kvittunin. Pabbi þinn hefur aldrei verið góður í að kaupa föt á mig. Þetta er úr línu sem nefnist Hveiti- brauðsdögunum er lokið. krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.