Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 17
Ávaxtaskálar geta verið fallegt skraut á sumr- in og því er um að gera að finna fallega ávexti til að hafa í skálinni. Ávaxtaskálarnar lífga upp á hvert það herbergi sem þær eru settar í því þær eru svo sumarlegar. Námskeið í leðurtöskugerð fara fram í búðinni Leður og list í sumar. Námskeiðin kosta 15.000 og inni- falið er kennsla, leður, fóður og rennilás í vasa. Þegar búið er að læra að gera flotta tösku getur hver sem sótt hefur námskeiðið skemmt sér heima við að gera flottar leðurtöskur. Edik getur verið gott til þess að ná verðmiðum eða límmiðum af hlutum. Þá er gott að fara með pensli nokkrar umferðir með edikinu yfir miðann og láta það síast inn. Það fer eftir því hvað verið er að reyna að fjarlægja hvort miðarnir þarfnast einnar umferðar eða fleiri. HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðrún Alda Elísdóttir, starfsmannastjóri hjá HB Granda, heldur mikið upp á grískan íkon sem hún erfði eftir ömmu sína. „Þessi mynd er mér afskaplega kær og ef það myndi kvikna í þætti mér mjög sárt að tapa henni. Þetta er íkon sem amma mín átti og keypti á Grikklandi fyrir þrjátíu árum og er hann alveg ekta,“ segir Alda einlæg og bætir við: „Nú er amma mín dáin og þetta er það eina sem ég á eftir hana. Því þykir mér afar vænt um íkoninn þar sem amma mín var mér mjög kær.“ Móðir Öldu var á sínum tíma með ömmu hennar til Aþenu í Grikklandi þegar íkoninn var keyptur. „Hann var fyrst hjá mömmu en nú er hann kominn til mín. Í þessari ferð gengu þær á Akrópólishæð og fóru svo á markað þar sem amma fann íkoninn,“ útskýrir Alda og telur að í framtíðinni muni sonur hennar eignast íkoninn góða. Á íkoninum er mynd af Maríu mey með Jesúbarnið í fanginu og er myndin upphleypt með gleri yfir. „Ég veit nú ekki hvort amma keypti myndina gamla en hún er vel vönduð og unnin í stíl grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Hún lítur þó út fyrir að vera komin til ára sinna,“ segir Alda hugsi. Íkoninn hangir í stofunni en Alda heldur mikið upp á gamla hluti sem hafa gengið í ættir. „Ég legg áherslu á að varðveita þessa hluti og halda þeim til haga. Íkoninn á sinn heiðurssess í stofunni og það eru margir mjög hrifnir af honum. Hins vegar hef ég nú ekki komið öllum gömlu hlutunum upp ennþá en ég á heilmikið niðri í geymslu og má þar nefna koffort sem langafi minn smíðaði, rokk frá ömmu og afa, taurullu og gamalt krullujárn. Ég er eiginlega komin með byggðasafn þarna niðri,“ segir Alda og hlær. „Ég bíð bara eftir að eignast þannig húsnæði að þessir hlutir fái betur notið sín.“ hrefna@frettabladid.is Fortíðin í hávegum höfð Guðrún Alda er mjög hrifin af myndlist og málar og stundar leirkerasmíð í frístundum. Henni þykir íkoninn afar fallegur en tengist honum einnig tilfinningaböndum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.