Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Þráins
Bertelssonar
Í dag er mánudagurinn 21. júlí,
204. dagur ársins.
4.01 13.34 23.05
3.21 13.19 23.13
Í upphafi sólarlandaferða fór miklum sögum af heimóttar-
hætti Íslendinga. Þá hófust öll
ferðalög í keflvískum bárujárns-
skúr þar sem ferðafólk tók til við
að sturta í sig brenndum drykkj-
um klukkan sex á morgnana þótt
penar dömur og bindindismenn
létu sér nægja að kneyfa sterkan
bjór. Á þessum tíma stóð Íslend-
ingum mikill stuggur af lifnaðar-
háttum annarra þjóða, einkum
mataræði þeirra, og höfðu það
fyrir satt að útlendingar nærðust
mestan part á froskum. Mótleik-
urinn var sá að taka með sér nestis-
skrínu og halda kyrru fyrir á hótel-
herbergi sínu og stýfa súra
hrútspunga úr hnefa og skola
niður með rommi í kók í stað þess
að láta eitra fyrir sér á veitinga-
húsum.
ÚTLENDINGAR fengu snemma
það orð á sig að þeir væru ekki
með öllu frómir. Íslendingum sem
hleyptu heimdraganum í fyrsta
sinn var jafnan ráðlagt að gæta
sín á þjófum, einkum vasaþjófum.
Ástæðan fyrir því að Íslendingar
lögðu það yfirleitt á sig að ferðast
var sú uppgötvun að verðlag á
áfengi virtist tengjast breiddar-
gráðum, þannig að í sólarlöndum
var hægt að drekka sig í ómegin
fyrir sanngjarnt verð.
MEÐ tímanum hefur æ fleiri
Íslendingum tekist að yfirvinna
þann eðlislæga ótta sem íbúum
smáeyja stafar af útlendingum.
Ferðalög eru orðin almenn og
matar æði þjóðarinnar hefur verið
uppfært til samræmis við reynslu
og kunnáttu annarra þjóða síðan
frystikistan leysti saltketstunn-
una af hólmi. Heimóttarhátturinn
lifir þó enn í fordómafullri afstöðu
til Evrópusambandsins, sem sumir
telja í einlægni að hafi það eina
markmið að tortíma sjálfstæði
Íslendinga.
Í sólarlöndum hér áður fyrr þóttu
heimsóknir fordrukkinna Íslend-
inga næstum jafnfyrirkvíðanleg-
ar og herferðir Þjóðverja. Allt
hefur þetta þó breyst og mörland-
inn er talinn meðal reffilegri þjóða
á baðströndum heimsins. Jafnvel
íslenskir karlmenn vekja athygli
fyrir fágaða framkomu, að ekki sé
minnst á íslenskt kvenfólk sem
löngum hefur talist alheimsprýði
– enda eru íslenskar konur komn-
ar af írskum prinsessum meðan
við karlmennirnir rekjum ættir
okkar til norskra víkingadurga.
Íslensk siðfágun