Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 8
8 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR SKIPULAGSMÁL Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð sam- þykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúm- lega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sam- einaðri lóð Lækjargötu 12 og Von- arstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, For- eldrahús og bygging við Vonar- stræti 4b. Hefur starfsemi For- eldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deili- skipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athuga- semdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu. „Athugasemdirnar snerust aðal- lega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða,“ segir Helga B. Laxdal, yfir- lögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborg- ar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging,“ segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenn- inu þegar húsið var hannað. Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonar- stræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inn- garður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af til- lögunni,“ segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað.“ olav@frettabladid.is Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Borgarráð samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar og heimilað tvöföldun á byggingar- magni á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Áætlað að rúmlega 7.300 fermetra hótelbygging rísi á reitnum. SUÐUR EFTIR LÆKJARGÖTU Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn. HÓTELBYGGINGIN Horft í norður eftir Lækj- argötu blasir hótelbyggingin við. 1 Hver hefur verið ráðinn til að veita forsætisráðherra ráðgjöf í efnahagsmálum? 2 Hvar fóru Kátir dagar fram um helgina? 3 Hvaða íslenski tónlistar- maður selur te til eins flottasta veitingastaðar í heimi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VÍSINDI Læknar við Cleveland- sjúkrahúsið í Bandaríkjunum hafa þróað nýja aðferð við upp- skurð vegna nýrnagjafar. Aðferð- in styttir endurhæfingartíma eftir líffæragjöfina og skilur eftir minna ör. Skorið er gat í naflann og nýrað tekið út í gegn- um rör. Ellefu nýrnagjafar hafa geng- ist undir slíka aðgerð og virðist árangurinn góður. Endurhæfing- artími hefur að meðaltali verið sautján dagar samanborið við 51 dag eftir hefðbundna aðferð og sársauki er minni. Aðgerðin felst í því að skorið er gat í naflann. Rör er sett í gatið og koltvísýringi blásið inn í kvið- arholið svo kviðurinn þenjist út. Læknarnir geta þá komið inn tólum sem þeir nota til að skera nýrað frá og koma því út um rörið. Í Bandaríkjunum bíða nú átta- tíu þúsund manns eftir nýra en aðeins rúmlega þrettán þúsund gáfu nýra á síðasta ári og þar af var rúmlega helmingur látinn. Inderbir S. Gill er einn lækn- anna sem þróuðu hina nýju aðferð. „Mun þetta draga úr tregðu til nýrnagjafar? Ég held að svarið við því sé já,“ sagði hann. - gh Ný uppskurðaraðferð styttir endurhæfingartíma líffæragjafa: Líffæragjöf gegnum naflann INDERBIR S. GILL Gill er einn læknanna sem þróað hefur nýja aðferð við nýrna- töku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Hlífðarfatnaður bif- hjólafólks er tollflokkaður sem tískuvara og ber því hærri tolla í innflutningi en annar öryggis- fatnaður. Fimmtán prósenta tollur er nú greiddur af slíkum fatnaði að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í samgöngu- ráðuneytinu. „Við teljum slíkan fatnað fyrst og fremst öryggisbúnað en ef fella á tollana niður er það í verkahring fjármálaráðuneytis- ins,“ segir Ragnhildur. Bifhjólafólk er ósátt við breyt- ingar á umferðarlögum sem gera þeim skylt að klæðast viður- kenndum lágmarkshlífðarbún- aði við aksturinn eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Lagabreytingarnar voru gerð- ar á næstsíðasta þingi eftir frum- varp sem Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra var ein flutningsmanna að en hún var þá í stjórnarandstöðu. Fatnaðurinn á að vera merkt- ur sérstaklega fyrir notkun á bifhjólum en samgönguráðu- neytið vinnur nú að reglugerð um hvað teljist viðurkenndur útbúnaður. „Þetta hefur ekki verið hugsað til enda,“ segir Sylvía Guð- mundsdóttir, formaður Snigl- anna. „Við viljum frekar í sam- vinnu við klúbbana vinna að því að fólk sé í galla en að það sé bundið í landslög.“ - ht Hlífðarfatnaður bifhjólafólks ber hærri tolla en annar öryggisútbúnaður: Bifhjólaföt tollflokkuð sem tískuvara VEL BÚNIR Hlífðarfatnaður bifhjólafólks ber fimmtán prósenta toll eins og tískuvara meðan öryggisbúnaður er tollfrjáls. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KJARAMÁL Félag ungra lækna (FUL) hefur sent frá sér ályktun þar sem læknar eru hvattir til að fella rúmlega vikugamlan kjarasamning Læknafélags Íslands (LÍ) við fjármálaráðu- neytið. Samningurinn gerir ráð fyrir 4,14 prósenta launahækkun sem felur í raun í sér kjaraskerðingu í ljósi mikillar verðbólgu, að mati Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns FUL. Samkvæmt samningnum hækka grunnlaun nýútskrifaðra lækna úr 274 þúsund krónum í 286 þúsund. Atkvæðagreiðsla um kjara- samninginn er hafin meðal félaga í LÍ. Úrslit verða ljós um 30. júlí. - gh Félag ungra lækna: Hvetja lækna til að fella RAGNAR FREYR INGVARSSON Ragnar segir þann unglækni ekki fyrirfinnast sem sé ánægður með kjör sín. HORN VONARSTRÆTIS OG LÆKJAR- GÖTU Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. UMRÆTT SVÆÐI Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonar- strætis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEXÍKÓ Forystumenn mexíkóska knattspyrnuliðsins Universidad Nacional þóttust hafa himin höndum tekið þegar hinn 56 ára Englendingur Derek Williams sótti félagið heim nýlega. Þeir héldu hins vegar að þeir væru að taka á móti Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englendinga og núverandi þjálfara landsliðs Mexíkó. Williams þessi er sláandi líkur Eriksson. Hann þóttist ætla að kanna hæfileika leikmanna liðsins, og fékk konunglegar móttökur. Knattspyrnusambandi Mexíkó ku hafa verið lítt skemmt yfir uppátækinu. - kg Tvífari Sven-Göran Eriksson: Gabbaði heilt íþróttafélag HEILBRIGÐISMÁL „Eftirspurnin er meiri en framboðið af fólki í þessar stöður, en við höfum ekki sérstaklega miklar áhyggjur. Þetta er líklega í takt við þann fjölda sem starfar á þessum vinnustað,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæslan auglýsti mörg störf hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra laus til umsóknar í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær, sunnudag. Milli 600 og 700 manns starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Svanhvít segir stofnunina þurfa að keppa við aðrar heilbrigðisstofnanir um starfsfólk. Einnig sé eitthvað um að starfsfólk sé að hætta vegna aldurs eða taki sér námsleyfi. - kg Heilsugæslan auglýsir: Keppast um starfsfólk HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti mörg störf hjúkrunarfræðinga laus um helgina. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.