Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 21. júlí 2008 21 Michelle Williams úr Destiny‘s Child undirbýr útgáfu sólóplötu sinnar Unexpected. Hún fetar nú í fótspor stallsystra sinna Beyoncé Knowles og Kelly Rowland sem báðar hafa gefið út sólóplötur með góðum árangri. Michelle hefur áður gefið út gospelplötu sem náði toppsæti Billboard-gospellistans, en Unex- pected mun vera fyrsta poppsóló- plata hennar og er væntanleg í verslanir í lok september. Söngkonan hefur haft í nógu að snúast frá því að Destiny‘s Child var upp á sitt besta, en hún tók við titilhlutverki söngleiksins Aida af söngkonunni Toni Braxton árið 2003 á Broadway og síðan í fyrra hefur hún leikið í söngleik byggð- um á sögunni The Color Purple, víðs vegar um Bandaríkin. Heildsöludreifing og þjónusta: Tæknivörur, Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá Vodafone og Símanum, ÚTIVISTARSÍMINN sem þorir og þolir Flúðasiglingin var rosaleg, allt rennblotnaði en síminn virkaði. Þekki þessi ekki neitt, Fannst þau bara svo ekta þýsk eitthvað. Skemmtilegt sjónarhorn, Nonni skal aldrei komast með tærnar þar sem ég hef hælana. Þetta var frábær ferð og kjötið ljúffengt. Sætt. Blautasta Hróarskeldu- hátíðin hingað til, að utan sem innan. 30 mínútum áður en sá stóri tók. Nenni þessu varla aftur, en það var gaman meðan á því stóð. Á skíðum skemmti ég mér... Högg,- ryk- og rakavarinn (IP54) • VGA myndavél • Bluetooth Vasaljós • Stereo FM-útvarp • Innbyggður hátalari Á myspace-síðunni Atomstation, sem áður hét Atómstöðin (leitun er að nafni sem kemur jafn kjána- lega út í enskri snörun), er því hikstalaust haldið fram að helsti áhrifavaldurinn á tónlist sveitar- innar sé tónlistarsagan eins og hún leggur sig. Það vekur undr- un, því atómstrákarnir sýna ein- beittan brotavilja í að sækja grimmt og skammlaust í smiðju eins ákveðins hluta rokksögunn- ar. Illmögulegt er að hlusta á Exile Republic án þess að leiða hugann að bandarískum rokksveitum fyrri hluta tíunda áratugarins, eins og Nirvana (í árdaga ferils síns), Soundgarden og jafnvel Rage Against the Machine. Frum- leikinn er á algeru undanhaldi og varla getur það talist Atomstation til tekna. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Íslendingarnir gefa Könunum lítið eftir hvað varðar kraft og spilagleði. Söngur, hljóðfæraleikur og hljóðblöndun eru oftast nær til hreinnar fyrirmyndar og greini- legt að sveitin hefur sjóast mikið á þeim fimm árum sem liðin eru frá fyrri breiðskífunni (New York, Baghdad, Reykja- vík frá 2003). Keyrslan er í fyrirrúmi í öllum tíu lögunum og er það vel. Í bestu lögunum er þó söng og melódíu leyft að njóta sín á kostnað hamagangsins (Kill us all, Bloodline) og viðlögin grípa hlustandann í fyrstu atrennu (Killed my jesus og Mace). Textar plötunnar eru afskap- lega eymdarlega ortir, en ætla mætti að flestum sé nokk sama, ekki síst meðlimum Atomstation. Með Exile Republic hefur sveitin opin- berað sitt „manifestó“. Hún vill rokka, svitna og hlæja og skammast sín ekkert fyrir það. Enda engin ástæða til. Kjartan Guðmundsson Ófrumlegt og gott TÓNLIST Exile Republic Atomstation ★★ Atomstation gefur skít í frumleika og rokkar að hætti pungsveittra Kana. Spilagleði sveitarinnar ætti auðveldlega að smita keyrsluþyrsta rokkhausa. Fjökskylda fyrirsætunnar Mir- öndu Kerr hefur nú svarað þeim sögusögnum að Miranda og leikar- inn Orlando Bloom séu hætt saman. Bróðir Miröndu segir að parið hafi aldrei verið hamingjusamara og að sögur um sambandsslit séu ekki á rökum reistar. „Ég skil að almenn- ingur hafi áhuga á lífi fólks sem er í sviðsljósinu, en ég trúi varla hvað sumar sögurnar eru í raun langt frá sannleikanum. Miranda og Orlando hafa aldrei verið nánari og eru mjög hamingjusöm. Hann ætlar að heimsækja hana í París í næstu viku,“ sagði móðir Miröndu um málið. Fjölskyldan kemur Miröndu til hjálpar Eru Orlando og Miranda hætt saman eða ekki? SYNGUR OG LEIKUR Michelle Williams fetar í fótspor Beyoncé Knowles og Kelly Rowland og gefur út sína fyrstu poppsólóplötu í september. Michelle gerir sólóplötu GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDS- SON Fer fyrir Atóm- stöðinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.