Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 21. júlí 2008 23
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
*
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
30
64
0
7
2
0
0
8
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Tónleikagestir í Iðnó á fimmtudags-
kvöldið gátu glaðst yfir gamalkunn-
um andlitum í sveitunum Hjaltalín
og Seabear, sem flutti nýtt efni á
tónleikunum. Þriðja sveitin, Para-
chutes, er eflaust minna þekkt, en
hún er skipuð Bandaríkjamönnunum
Alex og Scott í samkrulli við íslenska
tónlistarmenn.
NÝTT EFNI OG
NÝ ANDLIT
SEABEAR Sindri og félagar í Seabear fluttu efni af væntanlegri plötu sinni í bland við
lög af fyrri plötu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Berglind Bjarnadóttir, Unnur Samúels-
dóttir og Þorbjörg Gunnarsdóttir.
Pétur Eggertsson og María Þórólfsdóttir.
Ásdís Svafa Hallgrímsdóttir og Helga
Reynisdóttir.
Brynhildur Pálsdóttir og Magnea Guð-
mundsdóttir.
Þrefaldir tónleikar í Iðnó
Endurskoðandi einn lifir óspenn-
andi lífi þar til hann kynnist lög-
fræðingi sem kemur honum í kyn-
lífsklúbb fyrir hástéttarfólk.
Gamanið kárnar þegar hann verð-
ur ástfanginn af einum bólfélaga
sínum, sem eitt kvöldið hverfur
sporlaust. Ekki er allt sem sýnist
og fyrr en varir er hann kúgaður
til að stela háum fjárhæðum í
gegnum starf sitt sem endurskoð-
andi.
Deception vill vera snjall og
svæsinn tryllir um losta og blekk-
ingu, en það mistekst meiriháttar
illa. Eftir slappan byrjunarkafla
fer myndin sífellt versnandi; upp
koma ósannfærandi ástamál og
myndin fer að hlaða upp fléttum
sem eru jafn fáránlegar og þær
eru fyrirsjáanlegar. Samtölin eru í
þokkabót líflaus og leiðigjörn og
þegar nær dregur leikslokum
ætlar myndin aldrei að enda.
Það er því víst að aðalleikararn-
ir, Hugh Jackman, Ewan McGreg-
or og Michelle Williams, eru allt of
góðir fyrir myndina sem og kvik-
myndatökumaðurinn Dante Spin-
otti (Heat, LA Confidential), sem
ljáir myndinni útlit. Ef þau væru
ekki með hefði myndin farið beint
á leigurnar.
Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is
Endurskoðandi á kynlífsklúbbi
KVIKMYNDIR
Deception
Leikstjóri: Marcel Langenegger.
Aðalhlutverk: Ewan McGregor,
Hugh Jackman, Michelle Wiliams.
★★
Góðir leikarar ná ekki að bjarga lélegri
mynd.
Christopher Ciccone sér
ekki eftir því að hafa
skrifað bók um systur sína,
Madonnu, í óþökk hennar.
Litli bróðir Madonnu kveðst ekki
sjá eftir neinu, þó að systir hans sé
afar sár yfir bókinni um hana.
„Hún er í miklu uppnámi og hefur
talað við pabba okkar, en ekki mig,
segir Christopher Ciccone. „Ég sé
þetta alls ekki sem svik.“
Í bókinni segir Christopher til
dæmis að systir hans sé horfin
honum. „Konan sem ég elskaði
meira en allar aðrar, konan sem
mér fannst ótrúlega hæfileikarík
og kærleiksrík hefur safnað um
sig viðhlæjendum sem sam-
sinna öllu,“ skrifar Christ-
opher, sem segir hana „elska
sjálfa sig og feril sinn meira
en fjölskyldu sína.“
Honum er ekki held-
ur hlýtt til mágs
síns og lýsir meðal
annars atviki þar
sem Ritchie mun hafa
reynt að keyra á hann.
„Þegar hann var feti frá
mér sveigði hann í burtu
og rétt fram hjá fætin-
um á mér,“ skrifar Chris-
topher. Hann segir Rit-
chie einnig afar
fordómafullan í garð
samkynhneigðra, en
kveðst reyna að umbera
hann. „Það skiptir ekki
máli hversu illa mér er
við Guy, hann er eigin-
maður hennar og ég vil
að hún sé hamingju-
söm.“
Sér ekki eftir bók
um Madonnu
ÓSÁTT VIÐ LITLA BRÓÐUR
Madonna hefur ekki talað við
bróður sinn frá því að hún frétti
af bókinni.
Lily Allen hefur lofað kærastanum
Ed Simons að draga úr drykkju.
Parið byrjaði saman í fyrra, en
sleit sambandi sínu í febrúar á
þessu ári, skömmu eftir að Lily
missti fóstur. Í kjölfarið sást söng-
konan varla öðruvísi en með drykk
sér í hönd og fréttir af áfengis-
neyslu og partístandi streymdu
inn.
„Lily er yfir sig hrifin af Ed og
reyndi allt til að fá hann aftur.
Hann elskar hana líka, en vildi ekki
að hlutirnir yrðu aftur eins og þeir
voru,“ segir heimildarmaður blaðs-
ins Closer. „Ed hefur beðið hana
um að slaka aðeins á. Hún hefur
lofað honum að hægja aðeins á sér
og drekkur ekki jafn mikið og
venjulega,“ bætir hann við.
Lily er annars að leggja loka-
hönd á nýja plötu, Stuck on the
Naughty Step, sem á að koma út á
næsta ári.
Vill minni drykkju
HÆGARI LILY Ed Simons vill að Lily Allen
hægi aðeins á sér og dragi úr drykkju,
svo að samband þeirra gangi upp.
SAMA UM SÆRINDIN Christopher
Ciccone segist ekki sjá bókaskrifin um
Madonnu sem svik við systur sína
og finnst óþarfi að hún sé sár.
NORDICPHOTOS/GETTY