Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 42
26 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Fredrikstad og Stabæk verða seint talin til stórvelda í norskum fótbolta en liðin eru sem stendur í efstu tveimur sætum norsku úrvalsdeildarinnar og það er ekki síst fyrir góðan leik Garð- bæinganna Garðars Jóhannssonar hjá Fredrikstad og Veigars Páls Gunnarssonar hjá Stabæk. Fre- drikstad heimsækir Stabæk ein- mitt heim í kvöld þegar liðin eig- ast við í deildinni og þar verða Garðar og Veigar Páll án vafa í eldlínunni. Fara á kostum Veigar Páll hefur sýnt það og sann- að hjá Stabæk síðustu ár að hann er einn allra besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hann er nú að leika sitt fimmta tímabil með félaginu. Veigar Páll hefur skorað tvö mörk og lagt upp hvorki fleiri né færri en tíu mörk í deildinni í ár. „Það gengur mjög vel hjá okkur í Stabæk þó svo að við séum aðeins búnir að fá eitt stig af níu mögu- legum eftir fríið og Fredrikstad er þar með komið í efsta sætið. Þetta gerðist reyndar líka í fyrra, að við fengum bara eitt stig úr fyrstu þremur leikjunum eftir frí, og við misstum efsta sætið líka þá. Núna höfum við samt einhvern veginn meiri trú á því að fara alla leið,“ sagði Veigar Páll, sem bíður spenntur eftir að mæta Garðari og félögum í Fredrikstad í kvöld. „Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í þessum leik og það er kominn tími á að við vöknum eftir fríið og náum að vinna leik. Það verður gaman að spila á móti Garðari þó svo að við munum eflaust ekki eigast við oft í leikn- um, þar sem við erum báðir fram- herjar. En ég ætla alla vega að skora meira en hann í leiknum,“ tilkynnti Veigar Páll í gamansöm- um tón. Það stóð ekki á svari hjá Garð- ari þegar tilkynning Veigars Páls var borin undir hann. „Hann má alveg skora meira en ég, bara ef við vinnum leikinn,“ sagði Garðar, sem hefur vakið mikla athygli fyrir góða spila- mennsku á þessu tímabili. „Ég skoraði strax í fyrsta leik tímabilsins en svo kom smá lægð. Ég hef svo verið að spila vel í síð- ustu fimm til sex leikjum og von- andi heldur það áfram. Það er náttúrulega búið að ganga ljóm- andi vel hjá Fredrikstad og það hefur komið skemmtilega á óvart, þó svo að við höfum alveg vitað að með smá heppni gætum við bland- að okkur í toppbaráttuna.“ Lítil félög á Noregsvísu Stabæk hefur aldrei orðið norskur meistari og Fredrikstad varð síð- ast norskur meistari tímabilið 1960-1961. Það er því mikill áhugi og eftirvænting í heimabæjum lið- anna yfir góðu gengi þeirra. „Stabæk er í rauninni mjög lítill klúbbur hér í Noregi, hvað varðar efnahag og áhorfendafjölda. Völl- urinn hjá okkur tekur bara 7.000 manns en það verður allt stappað á pöllunum gegn Fredrikstad,“ sagði Veigar Páll og Garðar tók undir með honum. „Það er náttúrluega allt að verða vitlaust í Fredrikstad; bærinn er alveg að tryllast yfir gengi liðsins í deildinni og það er gaman að fylgjast með því. Fredrikstad vann reyndar norska bikarinn árið 2006 þannig að leikmennirnir þekkja það hvað er að vinna og vonandi nýtist það,“ sagði Garðar. að lokum. omar@frettabladid.is Garðbæingar að gera það gott Framherjarnir Garðar Jóhannsson hjá Fredrikstad og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk hafa farið á kost- um með liðum sínum í toppbaráttu norska boltans á yfirstandandi leiktíð. Leikmennirnir þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með yngri flokkum Stjörnunnar, ásamt því að leika saman með KR sumarið 2003. HÆTTULEGIR Garðar og Veigar Páll mynduðu stórhættulegt sóknarpar með Stjörn- unni og KR á sínum tíma en nú leiða þeir framlínur tveggja stríðandi liða í baráttunni um norska meistaratitilinn. Á myndinni má sjá þá félaga fagna marki með KR sumar- ið 2003 ásamt Sigursteini Gíslasyni. FRÉTTABLAÐIÐ „Veigar Páll er fyrst og fremst mjög góður leikmaður. Hans helsti kostur er hversu skapandi hann er og hann nær því að búa til mikið af mark- tækifærum fyrir liðsfélaga sína. Hann er líka vinnusam- ur og það er gaman að spila með honum og kannski spilum við einhvern tímann saman aftur í framtíð- inni,“ sagði Garðar. Garðar um Veigar Pál: Skapandi og vinnusamur „Garðar er duglegur að bjóða sig og opna svæði fyrir meðspilara sína og það er þægilegt að spila með honum. Hann er líka sterkur og útsjónarsamur en á móti kemur að hann er nú engin raketta,“ sagði Veigar Páll. Veigar Páll um Garðar: Sterkur og út- sjónarsamur FÓTBOLTI Óheppni Skagamanna með meiðsli virðast engan enda ætla að taka en markvörðurinn danski Esben Madsen er nýjasti leikmaðurinn á meiðslalistanum. Madsen fékk spark framan á puttann og fingurbrotnaði í leiknum gegn Honka í leik í Evrópukeppni félagsliða sem fram fór í Finnlandi á fimmtudag. Meiðslavandræði hjá ÍA: Esben Madsen fingurbrotnaði MEIDDUR Esben Madsen verður að öllum líkindum frá vegna meiðsla næstu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSÍÞRÓTTIR Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti eigið Íslands- met í spjótkasti þegar hún fór með sigur af hólmi á móti í Lapinlahti í Finnlandi í gær. Ásdís kastaði 59,80 metra og stórbætti þar með gamla metið sitt sem hún setti á móti í Eistlandi fyrr í sumar. Það er því greinilegt að Ásdís er á réttri leið en hún verður meðal keppenda á Ólympíuleikun- um í Peking í næsta mánuði. - óþ Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni: Stórbætti eigið Íslandsmet NÝTT MET Ásdís Hjálmsdóttir stórbætti eigið Íslandsmet í spjótkasti á móti í Finnlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOLF Hinn írski Padraig Harring- ton gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Opna breska meistara- mótinu í golfi sem lauk á Royal Birkdale-vellinum í gær. Harring- ton var í öðru sæti á eftir Greg Norman fyrir lokahringinn en lék frábærlega í gær og sigraði á sam- tals þremur höggum yfir pari. Það þurfti engan bráðabana til hjá Harrington í ár en hann lék lokahringinn á 69 höggum eða einu höggi undir pari Royal Birk- dale-vallarins og sigurinn varð á endanum nokkuð öruggur. „Það var stórkostleg tilfinning að vinna Sergio Garcia í bráða- bana í fyrra en að koma hingað og verja titilinn er ólýsanlegt. Ég var samt sannfærður um að ég gæti unnið aftur og var því mjög ein- beittur á lokahringnum og sem betur fer tókst mér að klára dæmið,“ sagði Harrington glaður í mótslok í gær. Ian Poulter lék á 69 höggum líkt og Harrington á loka- hringnum og náði að vinna sig upp um sjö sæti og enda í öðru sæti en hinn gamalreyndi Greg Norman átti ekki góðan dag í gær. „Ég er mjög vonsvikinn eftir erfiðan dag en ég get borið höfuðið hátt og reyndi allt sem í mínu valdi stóð. Það var bara ekki nóg í þetta sinn,“ sagði Norman. „Hvíti hákarlinn“ fann sig engan veginn og lék á 77 höggum og varð á endanum að sætta sig við að deila þriðja sætinu með hinum sænska Henrik Stenson sem lék á 71 höggi og vann sig upp um sex sæti í gær. Suður-Kóreumaðurinn KJ Choi sem leiddi eftir fyrsta keppnis- daginn og var jafn Harrington fyrir lokahringinn hrapaði niður í þrettánda sæti en hann lék á 79 höggum í gær. Hástökkvari gærdagsins var hins vegar Englendingurinn David Howell sem lék á 67 höggum og vann sig upp um 57 sæti og endaði í 7.-15. sæti. Enski áhugamannakylfingurinn Chris Wood vakti einnig sérstaka athygli en hann er aðeins tvítugur og endaði í 5.-6. sæti ásamt Jim Furyk. - óþ Padraig Harrington lék vel á lokahring Opna breska meistaramótsins í gær: Harrington varði titil sinn ÆVINTÝRIÐ Á ENDA HJÁ NORMAN Sigurvegarinn Padraig Harrington huggar hér hinn gamalreynda Greg Norman sem missti niður forskot sitt á lokahringnum á Opna-breska meistaramótinu í gær. Hinn 53 ára gamli Norman hefði getað orðið elsti kylfingurinn til að vinna á mótinu en allt kom fyrir ekki. Til hægri sést Harrington svo faðma sigurlaunin. NORDIC PHOTOS/GETTY OPNA BRESKA Í GOLFI Lokastaðan: Högg yfir pari: 1. Padraig Harrington +3 2. Ian Poulter +7 3.-4. Henrik Stenson +9 3.-4. Greg Norman +9 5.-6. Jim Furyk +10 5.-6. Chis Wood +10 7.-15. David Howell +12 7.-15. Robert Karlsson +12 7.-15. Ernie Els +12 7.-15. Paul Casey +12 7.-15. Stephen Ames +12 7.-15. Steve Stricker +12 7.-15. Robert Allenby +12 7.-15. Anthony Kim +12 7.-15. Ben Curtis +12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.