Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 16
16 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ERNEST MILLER HEMINGWAY
RITHÖFUNDUR VAR FÆDDUR
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1899.
„Menn skulu aldrei halda
að stríð sé ekki glæpur,
sama hversu réttlætanlegt
það kann að virðast.“
Ernest Hemingway var banda-
rískur rithöfundur og nóbels-
verðlaunahafi. Meðal verka
hans eru Vopnin kvödd, Hverj-
um klukkan glymur og Gamli
maðurinn og hafið.
„Ég er nokkuð sáttur við lífið og tilveruna. Fékk góða
menntun og hef átt fjölbreyttan starfsferil. Hef líka ferð-
ast mikið bæði í embættum og á eigin vegum. Ég var mikið
í íþróttum, bæði frjálsum og fimleikum, og hef stundað lax-
veiði og golf. Ég hef átt góða fjölskyldu og eignast góða
vini. Allt þetta hefur veitt mér mikla lífsfyllingu.“
Það er Tómas Árnason, fyrrverandi seðlabankastjóri,
sem hefur orðið. Hann er 85 ára í dag, sér um sig sjálfur í
eigin íbúð, ekur um á litlum jeppa og er alveg bráðhress.
Þó varð hann fyrir áföllum í fyrra. Missti eiginkonu sína
Þóru Kristínu Eiríksdóttur og einnig sleit hann hásinarn-
ar á báðum fótum og þurfti að vera fjóra mánuði í gifsi. „Ég
gat ekki staðið upp úr stól en nú fer ég allra minna ferða og
er byrjaður í golfinu aftur af fullum krafti. Það gerir mér
gott,“ segir hann brosandi. Kveðst líka dunda við að skrifa
um það sem hann hefur upplifað. „Bara þannig að það sé til
en ekki til að gefa út,“ tekur hann fram.
Tómas er einn af fjórum börnum hjónanna Árna Vil-
hjálmssonar og Guðrúnar Þorvarðardóttur. Hann er alinn
upp á Seyðisfirði, í litlu þorpi út með firðinum sem heitir
Eyrar. „Þar er bær sem heitir Hánefsstaðir þar sem ég er
fæddur,“ lýsir hann. „Síðan byggði faðir minn hús sem hann
nefndi Háeyri nærri sjónum og keypti jafnframt fimmt-
án tonna mótorbát sem varð undirstaða heimilisins upp frá
því. Aflinn var verkaður heima og síðan sendur út sjóþurrk-
aður.“ Hann viðurkennir að hafa ungur tekið til hendinni.
„Já, ég vann orðið fullan vinnudag ellefu ára eins og ýmsir
fleiri,“ segir hann og fer umbeðinn yfir æviferilinn í stór-
um dráttum.
„Fyrst eftir fullnaðarpróf var ég sjómaður og landverka-
maður í tvö ár. Síðan fór ég á Eiðaskóla og ætlaði mér
til Danmerkur að verða íþróttakennari en þá kom stríð-
ið svo ég fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúd-
entsprófi 1945. Svo fór ég í Háskólann og lauk lögfræði-
prófi 1949. Eftir nokkur ár á Akureyri við lögfræðistörf og
kennslu fór ég til Bandaríkjanna. Fékk styrk til náms og var
þar í eitt ár við Harvard-lagaskólann. Síðar fór ég að vinna í
utanríkisþjónustunni, aðallega í sambandi við varnarmálin,
ég var framkvæmdastjóri Tímans í fjögur ár með lögfræði-
störfum og svo framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar
ríkisins í níu ár. Árið 1967 var ég beðinn að taka sæti á lista
framsóknarmanna á Austurlandi og var fyrst varamaður en
síðar kjörinn og sat á þingi í ellefu ár. Mér líkaði það ágæt-
lega. Kjördæmið náði frá Skeiðará að Langanesströnd svo
starfinu fylgdu mikil og skemmtileg ferðalög.“
Tómas var ráðherra í tveimur ríkisstjórnum, fyrst fjár-
málaráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar, svo viðskipta-
ráðherra í ráðuneyti Gunnars Thoroddsen og síðasta opin-
bera starfið hans var stjórnun Seðlabankans. „Ég tel mig
gæfumann í lífinu,“ segir hann og nefnir sem dæmi farsælt
hjónaband í sextíu ár, fjóra syni sem allir séu giftir frábær-
um stúlkum, þrettán barnabörn og sex barnabarnabörn. En
ætlar hann að halda upp á afmælið? „Ég ætla að fara út í
sveit,“ segir hann kíminn. „Ótilgreinda sveit.“ gun@frettabladid.
TÓMAS ÁRNASON FV. SEÐLABANKASTJÓRI: ÁTTATÍU OG FIMM ÁRA
Ég ætla að fara út í sveit
AFMÆLISBARNIÐ Tómas Árnason við málverk frá æskustöðvunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skálholtskirkja, sem teiknuð var af
Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins,
var vígð þennan dag árið 1963 með
mikilli viðhöfn. Gestir voru á fimmta
hundrað talsins og voru í prósessíunni
liðlega áttatíu prestar, prófastar og
biskupar. Auk þess voru forsetahjón-
in, fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fjöldi
erlendra gesta viðstaddir vígsluna. At-
höfnin var öll hin hátíðlegasta.
Stjórnvöld veittu allmörgum af-
brotamönnum uppgjöf saka í tilefni af
vígslunni.
Skálholt er einn af merkustu sögu-
stöðum á Íslandi, næst Þingvöllum.
Þar varð biskupssetur þegar árið 1056
og kristni á Íslandi hefur verið hnýtt
fastari böndum við Skálholt en nokk-
urn annan stað.
ÞETTA GERÐIST: 21. JÚLÍ 1963
Skálholtskirkja vígð
MERKISATBURÐIR
1808 Sveitalögreglu Íslands
komið á og hreppstjórar
gerðir að lögreglumönn-
um.
1939 Tveir þýskir kafbátar koma
til Reykjavíkur rúmum
mánuði áður en síðari
heimsstyrjöldin skellur á.
1944 Adolf Hitler tilkynnir í út-
varpi að hann sé á lífi eftir
morðtilraun í höfuðstöðv-
um hans daginn áður.
1970 Byggingu Aswan-stíflunn-
ar yfir ána Níl í Egypta-
landi lýkur. Gerð hennar
tók ellefu ár.
1987 Héðinn Steingrímsson
verður heimsmeistari í
skák á móti fyrir börn 12
ára og yngri.
1994 Tony Blair er kosinn leið-
togi Verkamannaflokksins
í Bretlandi.
AFMÆLI
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
myndlist-
armaður er
sjötíu og fimm
ára í dag.
GUÐNI BERGSSON
knattspyrnumaður er
fjörutíu og þriggja ára
í dag.
SR. JÓNA
HRÖNN
BOLLADÓTTIR
er fjörutíu og
fjögurra ára í
dag.
STEINAR BERG
ÍSLEIFSSON
framkvæmda-
stjóri er fimm-
tíu og sex ára
í dag.
GUÐRÚN
KVARAN
prófessor er
sextíu og fimm
ára í dag.
Sirkussýning verður haldin í íþrótta-
miðstöðinni í Stykkishólmi annað kvöld
klukkan 21.00. Á sýningunni koma fram
starfandi sirkuslistamenn og kennarar
sem sýna um allan heim.
Þeir listamenn sem munu koma fram
eru: Jay Gilligan frá Bandaríkjunum
sem sýnir og býr í Evrópu núna. Hann
kennir listina að halda mörgum boltum
á lofti í einu og hefur verið kallaður einn
af þeim bestu í heiminum í því. Einn-
ig kemur Mirja Jauhiainen frá Finn-
landi fram en hún gekk til liðs við unga
sirkuslistamenn í Finnlandi þegar hún
var ellefu ára og útskrifaðist úr sirkus-
skóla í Svíþjóð 23 ára. Með þessum
tveimur sýnendum kemur sirkuslista-
maðurinn Erik Aberg frá Svíþjóð fram.
Sirkussýningin verður með nýstár-
legu móti og blönduð við tónlist.
Á morgun verður börnum og ungling-
um einnig boðið upp á sirkusnámskeið
frá 17-19 í Íþróttamiðstöðinni.
Nánari upplýsingar má finna á www.
stykkisholmur.is
Sirkussýning í Hólminum
SIRKUSSÝNING verður haldin í Stykkishólmi
annað kvöld.
Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka,
Margrét Ágústa
Ágústsdóttir
sem lést á Dvalarheimilinu Grund 11. júlí, verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag-
inn 26. júlí kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Einarsdóttir
Sveinn Tómasson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Langhúsum, Fljótum,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 12. júlí. Útförin
fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 26. júlí
kl. 13.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð Rakelar
Pálmadóttur nr. 0310-13-703015, kt. 561179-0189.
Þorleifur Þorláksson
Sigurbjörn Þorleifsson Bryndís Alfreðsdóttir
Guðný Ó. Þorleifsdóttir Elías Æ. Þorvaldsson
Jóhanna Þorleifsdóttir Hallgrímur S. Vilhelmsson
barnabörn og barnabarnabörn.