Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 6
6 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR Staðgengill dr. Gunna sem er í fríi.Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillalegt afl mótors frá 300 upp í 1800 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) VESTFIRÐIR Þyrla Landhelgisgæsl- unnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út í ísbjarnarleit á Hornströndum seint á laugardagskvöldið. Töldu ferðamenn sig hafa séð tvo ísbirni. Leit var hætt eftir um þrjár klukku- stundir, og talið líklegt að um mis- sýningu hafi verið að ræða. Hópur ferðamanna í gönguferð taldi sig hafa séð tvo bletti í fjallinu Skálakambi nálægt Hælavík. Sam- kvæmt ferðamönnunum voru blett- irnir horfnir þegar gengið var aftur framhjá svæðinu nokkru síðar, og var þá ákveðið að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum. Vitað var af töluverðum fjölda ferðamanna á svæðinu. Þeir sem náðist í voru hvattir til að sýna ítr- ustu aðgát. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var kallað út frá Ísafirði með tvo lögreglumenn innanborðs. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á Hornstrandir um miðnætti og sveimaði yfir svæðinu í rúmlega tvær klukkustundir. Engir ísbirnir fundust og var afráðið að hætta leit um klukkan hálf þrjú á sunnudags- nótt. Lögreglan segir talið líklegast að um missýningu ferðamannanna hafi verið að ræða. Talsmaður lögreglunnar á Vest- fjörðum segir að allar tilkynningar í þessa veru séu teknar alvarlega. - kg Ferðamenn á Hornströndum töldu sig hafa séð tvo ísbirni: Þyrla og björgunarskip leituðu ísbjarna LEIT ÚR LOFTI Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til leitarinnar. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Er þörf á að rannsaka Hafskips- málið betur? Já 69% Nei 31% SPURNING DAGSINS Í DAG Er rétt hjá forsætisráðherra að ráða sér ráðgjafa í efnahags- málum? Segðu skoðun þína á vísir.is VIÐSKIPTI „Ný lög hafa síst gert lífið einfaldara fyrir okkur veit- ingamenn,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffi- társ. „Framkvæmdastjóri Kaffitárs eyddi nýlega yfir hundrað vinnu- stundum í undirbúning umsókna um leyfi fyrir nýjasta staðinn okkar.“ Aðalheiður benti fyrir rúmum tveim- ur árum á að fyrirtæki væru krafin um fjölda vottorða jafnvel þegar opna ætti útibú frá starfsemi sem þegar væri til staðar. Einn- ig var þá beðið um vottorð um persónulega hagi stjórnenda, eigenda og stjórnarmanna í fyrirtækinu. Ný lög um veitingastaði, gisti- staði og skemmtanahald tóku gildi 1. júlí á síðasta ári. Tilgang- ur þeirra var að einfalda leyfis- veitingar og draga úr fjölda leyfa, gagna og umsagna sem umsækjendur höfðu áður þurft að afla, að því er fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins. „Við getum ekki séð að þeim tilgangi hafi verið náð,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður segir að þrátt fyrir að tekist hafi að einfalda hluta ferlisins við tilkomu nýrra laga hafi aðrir hlutar þess flækst. „Við vorum sífellt send manna á milli og enginn gat sagt okkur til hvers var ætlast,“ segir Aðal- heiður en bendir á að það gæti komið til vegna þess að um ný lög sé að ræða. Aðalheiður gagnrýnir einnig að þrátt fyrir að ný lög leyfi stofnunum að óska eftir upplýs- ingum hver frá annarri geti lög- regla enn krafið veitingamenn um leyfi sem til þurfi. Kaffitár rekur nú níu kaffihús og telur Aðalheiður ferlið sér- staklega flókið í ljósi þess. „Við höfum aldrei skuldað neinum neitt og þykir undarlegt að þurfa að ganga í gegnum þessa vit leysu einu sinni enn.“ Haraldur Ingi Birgisson, lög- fræðingur hjá Viðskiptaráði, segir að ráðið hafi viljað einföld- un á kerfinu þannig að eitt leyfi dygði til reksturs veitingahúsa. „Við fögnuðum frumvarpinu á sínum tíma enda héldum við að það gerði veitingamönnum ein- faldara að fá þessi leyfi,“ segir Haraldur. „Við stöndum hins vegar enn við þá skoðun okkar að eitt leyfi ætti að vera nóg. Kerfið var óþarflega flókið og er kannski enn.“ helgat@frettabladid.is Yfir hundrað stund- ir að undirbúa leyfi Framkvæmdastjóri Kaffitárs eyddi nýlega yfir hundrað vinnustundum í und- irbúning umsókna um leyfi fyrir nýtt kaffihús. Forstjóri fyrirtækisins segir lög sem tóku gildi fyrir ári ekki hafa einfaldað veitingamönnum að sækja um leyfi. KAFFITÁR Forstjóri segir enn flókið að sækja um leyfi fyrir nýju kaffihúsi þrátt fyrir ný lög sem tóku gildi síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Við höfum aldrei skuldað neinum neitt og þykir undarlegt að þurfa að ganga í gegnum þessa vitleysu einu sinni enn.“ AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR FORSTJÓRI KAFFITÁRS AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR Ekki er hægt að ætlast til þess að verslanir beri hag neytenda fyrir brjósti: Neytendur taki ábyrgð Neytendur verða að taka ábyrgð á því að fylgjast með vöruverði. Enginn getur ætlast til þess að verslanir beri hag neytenda fyrir brjósti því hlutverk þeirra er að skapa tekjur fyrir eigendur sína. Það er því alltaf undir okkur sjálfum komið að skoða verðmið- ana og muna verðið. Fréttablaðinu barst bréf sem í segir: Mér finnst óþolandi þegar verð vöru í lágvöru- verðs verslunum er hærra en í þeim búðum sem maður telur að eigi að vera dýrari. Þrátt fyrir að sumar verslanir séu lágvöru- verslanir má oft finna í þeim vörur á uppsprengdu verði – þetta verða neytendur að vita og reikna með. Sem dæmi má nefna Daloon-vorrúllur sem kostuðu yfir 700 krónur í Krónunni, síðast þegar ég gáði. Í Bónus kosta þær hins vegar í kringum 350 krónur. Með því að verðleggja eina og eina vöru svo hátt er ekki líklegt að neytendur taki eftir því, fylg- ist þeir ekki með verðum. Í bréfinu er einnig rætt um verð á Euroshopper Tropical ávaxtasafa í Bónus: Þetta er safi sem var lengi vel á 59-70 krónur. Ég fór í Bónus í Holtagörðum um daginn og sá hann þá merktan á 98 krónur. Að sögn ritara bréfs- ins kom í ljós þegar heim var komið að samkvæmt strimli voru rukkaðar 109 krónur. Starfsmenn Neytendastofu og Neytendasamtakana segja einum rómi að neytendur verði að fylgj- ast sjálfir með verðlagningu og hve mikið þeir borgi. Að skoða strimilinn þegar heim er komið er ekki nóg, það verður að skoða verðmerkingar í hillu og strimil við kassa. Ef misræmi uppgötv- ast of seint er ráð að hringja í Neytendastofu eða fara á heima- síðu þeirra og kvarta. Þau hafa vald til að beita sektum. Myrti stúlku fyrir barnið 38 ára kona er í haldi lögreglu í borginni Pittsburgh í Bandaríkjunum grunuð um að hafa myrt barnshaf- andi átján ára stúlku, skorið hana upp og tekið barnið úr henni. Konan fór með barnið á spítala og hélt því fram að hún ætti það. BANDARÍKIN Róleg nótt í miðborginni Fjórir gistu fangageymslur lögreglu vegna ölvunar í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Það eru óvenju fáir að sögn varðstjóra. Eril- samt var hjá lögreglu vegna skemmt- anahalds í miðborginni, sem þó fór að mestu vandræðalaust fram. Fimm teknir fyrir hraðakstur Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Sá sem hraðast ók mældist á 160 kílómetra hraða. Þá var einn stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR AFGANISTAN, AP Tugir vígamanna og borgara féllu fyrir hendi herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Afganistans í Afganist- an um helgina. Að minnsta kosti fjórir borgar- ar létust af völdum misheppnaðr- ar sprengjuárásar hermanna NATO. Níu afganskir lögreglu- menn féllu í átökum við hermenn NATO sem höfðu haldið lögreglu- mennina vera vígamenn talibana. Tugir vígamanna talibana féllu í átökum við afganska herinn, að sögn yfirvalda í Afganistan. Þrjú börn létust þegar bifreið sem þau voru í var ekið yfir jarðsprengju. Yfirvöld segja talibana hafa grafið niður jarðspengjuna. Yfirmenn NATO í Afganistan hafa beðist afsökunar á falli óbreyttu borgaranna og segja það verða rannsakað. - gh Borgarar drepnir fyrir slysni: Blóðug helgi í Afganistan Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.