Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 18
[ ] Í Galleríinu á Laugarvatni er að finna lífrænt ræktað græn- meti í bland við handgerða heimilismuni. „Í sumar byrjuðum við með silungakæfu sem framleidd er í Útey,“ segir Þuríður Steinþórs- dóttir, annar af eigendum Gall- erísins á Laugarvatni. „Við bjóð- um líka upp á silung sem veiddur er í vatninu, bæði ferskan og reyktan.“ Galleríið á Laugarvatni hefur verið starfrækt í fimm ár og þann tíma hefur það boðið upp á líf- rænt ræktað grænmeti. „Við erum með grænmetistorg á sumr- in þar sem við bjóðum upp á líf- rænt ræktað grænmeti,“ segir Þuríður. Ásamt grænmetinu er á boðstól- um íslenskt handverk sem að sögn Þuríðar er númer eitt, tvö og þrjú í galleríinu. „Við reynum að vera með mikið úrval af handverki og nú erum við að selja frá þrjátíu til fjörutíu aðilum.“ Þuríður er sjálfmenntuð í hand- iðn og vinnur ýmsa muni úr járni sem hægt er að nálgast í gallerí- inu. „Ég er með vinnuaðstöðu fyrir aftan galleríið. Og svo er maður- inn minn með bólstrun þar fyrir aftan því þetta er fjölnota hús sem við erum í,“ segir Þuríður bros- andi. „Ég er að gera allt mögulegt, allt frá litlum kertastjökum upp í stór borð og stóla. En eftir að ég kom á Laugarvatn er ég meira í smærri hlutunum.“ Þuríður segir viðskiptavinina aðallega koma af svæðinu í kring- um Laugarvatn og að Galleríið eigi sína föstu viðskiptavini úr sveitinni. „Það er auðvitað mikil sumarbústaðabyggð hérna og þar eigum við líka okkar föstu kúnna, fólk sem á sumarbústað. Það er líka mikið af íslensku ferðafólki,“ segir Þuríður og bætir við að þau geri mikið út á íslenska ferðamenn því þeir séu svo skemmtilegir í fríinu. martaf@frettabladid.is List og lífrænt grænmeti Hægt er að fá bæði listaverk og lífrænt ræktað grænmeti í Galleríinu á Laugarvatni. MYND/ALMA BJÖRK ÁSTÞÓRSDÓTTIR Reynt er að bjóða upp á mikið úrval af handverki í Galleríinu á Laugarvatni. MYND/ALMA BJÖRK ÁSTÞÓRSDÓTTIR Þuríður Steinþórsdóttir býr sjálf til ýmsa muni sem seldir eru í Galleríinu. MYND/KRISTRÚN SIGURFINNSDÓTTIR Brjótið glerið í neyð! Þessi sérstaki sparibaukur minnir á neyðarhnapp vegna elds nema hér skal glerið brotið þegar harðn- ar í ári. Maður bætir í peningum á eigin ábyrgð og eftir því sem auð- urinn eykst og peningarnir hlað- ast upp verður enn meira freist- andi að mölva glerið. Þá reynir á siðferðisþrek heimilisfólksins, á ég að spara eða taka út? Nú á tímum greiðslukorta þar sem peningar verða sífellt minna áþreifanlegir er kannski ágætt að hafa varasjóð heimilisins fyrir augunum sem áminningu um sparnað. Þessi frumlega hönnun er frá Becky Miller og fæst í vef- verslun suck.uk á http://www.suck. uk.com. - hs Neyðarsjóður heimilisins Það getur reynst erfitt að standast freist- inguna og opna ekki baukinn þegar við sjóðinn bætist. Litrík áklæði lífga upp á sófasettin. Gaman er jafnvel að breyta um áklæði eftir árstíðum.            Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.