Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 36
20 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > MATTHEW Í MÚSÍK Það eru fleiri breytingar væntanlegar í lífi leikarans Matthews McConaughey en fjölg- un í fjölskyldunni. Hann ætlar nú að spreyta sig á tónlistarbrans- anum, þó ekki sem söngv- ari, heldur sem eigandi út- gáfufyrirtækis. Matthew hefur þegar gert samning við fyrsta listamanninn, reggae-strák að nafni Mishka. Platan hans mun heita Above the Bones og fyrsta smáskífan Here Comes da Train. Tískuvikan í Berlín, sem hófst á fimmtudaginn, fer vaxandi með ári hverju. Í ár sýna þar fjölmargir inn- fæddir hönnuðir í bland við stærri spámenn, eins og Vivienne West- wood sem lýkur vikunni með Anglo- mania-sýningu sinni á sunnudags- kvöld. Með þeim fyrstu voru Basso and Brooke, Sisi Wasabi og Joop!, en sýnishorn af hönnun þeirra gefur að líta hér á síðunni. Góð tísku - blanda í Berlín Joop. Basso and Brooke. Basso and Brooke. Jennifer Garner á von á öðru barni sínu og eiginmannsins Ben Affleck. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki að undan- förnu, enda þótti leikkonan leggja ýmsilegt á sig til að dylja mögulega kúlu. Vinur leikkonunn- ar og meðleikari úr Alias, Victor Garber, sem gifti hana og Affleck á sínum tíma, staðfesti þetta í vikunni. Heimildir herma að Garner sé komin um fimm mánuði á leið, og barnið því væntanlegt í nóvem- ber. Fyrir eiga hjónin dótturina Violet, sem verður þriggja ára í desember. Garner ólétt í annað sinn BARNALÁN Jennifer Garner er komin fimm mánuði á leið. Sisi Wasabi. hélt sig á hefðbundnari slóðum, þó að appelsínurönd- ótti síðkjóllinn hafi töluverða dramatík til að bera. Joop. N O R D IC PH O TO S/ A FP Basso and Brooke, skipað Englendingnum Christopher Brooke og hinum brasilíska Bruno Basso, hefur getið sér orð fyrir nokkuð dramatíska hönnun. Úrskurðar í máli Blakes Fielder-Civil, eiginmanns Amy Winehouse, er að vænta í dag. Fielder-Civil hefur lýst sig sekan um líkamsárás og tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar með því að þagga málið niður, og hefur setið inni frá því í nóvember á síðasta ári. Móðir Fielder-Civil, Georgette, segist óttast að honum verði sleppt, þar sem það gæti jafngilt dauðadómi. Georgette telur að Blake sé hollast að halda sig frá eiginkonu sinni. „Blake er fíkill á batavegi, en hann er hvergi nærri nógu sterkur til að standast freistingarnar. Ef þau eru saman veit ég að þau verða komin aftur í dópið á nokkrum dögum. Dópsalarnir munu hópast í kringum Blake og Amy,“ segir Georgette. „Ég er líka hrædd um að ef Blake og Amy loki sig inni á hótelherbergi sé mikil hætta á því að þau taki of stóran skammt eiturlyfja,“ segir hún. News of the World heldur því fram að Georgette muni fara fram á það við dómarann að Blake verði sendur aftur til fjölskyldu sinnar. „Ég veit að ef hann kemur heim til mín á Amy eftir að verða kolbrjáluð,“ segir Georgette, sem kveðst þó vilja þeim báðum allt hið besta og óskar þess að tengdadóttirin drífi sig aftur í meðferð. „Þegar þau eru bæði edrú geta þau átt alvöru framtíð saman.“ Óttast að Blake verði sleppt ÓTTAST ENDURFUNDI Móðir Blakes Fielder-Civil óttast að það jafngildi dauðadómi yfir syni sínum að senda hann aftur til Amy Winehouse, fari svo að honum verði sleppt úr fangelsi í dag. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.