Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 4
4 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 22.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 160,5394 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,83 79,21 157,96 158,72 125,41 126,11 16,807 16,905 15,589 15,681 13,245 13,323 0,7408 0,7452 129,09 129,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEILBRIGÐISMÁL „Læknar og hjúkr- unarfræðingar eru lögum sam- kvæmt tvær jafngildar stoðir heil- brigðisþjónustunnar og hvorug stendur faglega ofar hinni,“ segir Elsa B. Frið- finnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Samningur Læknafélags Íslands og heil- brigðisráðherra um þjónustu heimilislækna utan heilsu- gæslustöðva gerir ráð fyrir að á heimilislækna- stöð starfi hjúkr- unarfræðingur og aðrir heil- brigðisstarfs- menn eftir atvik- um. Heimilislæknir beri ábyrgð á störfum sem starfs- menn annast í hans nafni. „Við teljum að þetta samrýmist ekki nýjum lögum um heilbrigðis- þjónustu sem voru sett á síðasta ári,“ segir Elsa. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur lýst yfir að stefnt sé að svipuðum samningum við sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga. „Ég velti fyrir mér hvort þá sé verið að tala um heilsugæslustöðvar sem starfa undir verksviði og stjórn hjúkrunarfræðinga sem síðan gætu ráðið til sín lækni.“ Elsa neitar þó að slíkir samningar við félagið séu í burðarliðnum. „Við erum að vinna að samningi við ráðu- neytið um sérhæfða hjúkrun í heimahúsum en hugmyndir um rekstur sjálfstæðra heilsugæslu- stöðva hafa ekki verið ræddar.“ Elsa segist þó fagna slíkum hug- myndum. „Ég vil alls ekki útiloka að gera slíka samninga en þá þarf að gæta þess að virðing sé borin fyrir sérhæfni annarra heilbrigðis- stétta.“ Elsa bendir einnig á að þrátt fyrir að verkefni heilbrigðisstétta skarist vissulega á heilsugæslustöðvum hafi hjúkrunarfræðingar þar verið leiðandi í heilsuvernd og sinni veiga- miklum verkefnum á borð við ung- barnavernd. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir ljóst landslög- um samkvæmt að hjúkrunarfræð- ingar beri faglega ábyrgð á hjúkrun. Því standi ekki til að breyta. „Læknar geta ráðið til sín starfs- fólk en það breytir því ekki að það eru hjúkrunarfræðingar sem bera faglega ábyrgð á hjúkrun,“ segir Guðlaugur. helgat@frettabladid.is Telja störf á ábyrgð lækna ekki standast Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að ákvæði um að heimilis- læknar beri ábyrgð á störfum hjúkrunarfræðinga samrýmist ekki lögum. Heil- brigðisráðherra segir að hjúkrunarfræðingar beri faglega ábyrgð á hjúkrun. ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Ég vil alls ekki útiloka að gera slíka samninga en þá þarf að gæta þess að virðing sé borin fyrir sérhæfni annarra heilbrigðisstétta. ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR FORMAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUN- ARFRÆÐINGA HEILSUGÆSLA Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að verkefni heil- brigðisstétta skarist á heilsugæslunni en hjúkrunarfræðingar leiði heilsuvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun verða við- staddur lokaathöfn Ólympíuleik- anna í Kína 24. ágúst. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands bauð forsetanum til Kína, sem og forseti Kína, Hu Jintao. Ólafur Ragnar mun heimsækja íslenska íþróttafólkið á leikunum, en hann er verndari Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Stjórnvöld í Kína hafa verið harðlega gagnrýnd af ýmsum mannréttindasamtökum víða um heim í undirbúningi Ólympíuleik- anna. Þau hafa sett strangar regl- ur um hverjir mega og mega ekki vera viðstaddir leikana. Meðal þeirra sem er það óleyfilegt eru geðfatlaðir. Þá hafa mótmæli gegn yfirráð- um Kínverja í Tíbet verið brotin harkalega á bak aftur af kínversk- um stjórnvöldum. Blátt bann er lagt við alls kyns mótmælum við leikana. Frá Kína liggur leið forseta Íslands til Dakka, höfuðborgar Bangladess, þar sem Ólafur Ragn- ar verður ræðumaður á alþjóðlegu þingi um loftslagsbreytingar, gróðurfar og hækkun sjávar- borðs. Þingið sækir fjöldi vísinda- manna, sérfræðinga og áhrifa- fólks í alþjóðlegri stefnumótun. Íslenskir sérfræðingar og vísinda- menn verða á meðal þátttakenda. - kóp Ólafur Ragnar Grímsson forseti verður viðstaddur lokaathöfn Ólympíuleikanna: Forseti Íslands fer til Kína TIL KÍNA Ólafur Ragnar mun heimsækja íslenska íþróttafólkið sem keppir á leikunum. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 22° 26° 23° 23° 25° 27° 26° 19° 26° 28° 28° 23° 21° 24° 29° 32° 22° Á MORGUN Suðlægar áttir, 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Austlægar áttir, 3-8 m/s. 13 14 15 12 12 16 18 13 12 12 11 7 5 3 6 5 2 4 8 7 8 9 16 18 1314 13 20 16 17 16 15 FLOTTAST Á AUSTURLANDI Horfur eru á dálítilli rigningu eða súld á sunnan og vest- anverðu landinu í dag og skúrum á köfl um þar á morg- un. Þurrt að mestu annars staðar en horfur eru á þurru veðri á landinu öllu á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NEPAL, AP Maóistar, stærsti stjórnmálaflokkur Nepals, tilkynntu í gær að þeir hygðust ekki taka þátt í stjórnarmyndun eftir að forsetafram- bjóðandi þeirra, Ramraja Prasad Singh, beið ósigur í kosningu Nepalsþings í fyrradag. Nepalskra stjórnmálaflokka bíður erfitt verkefni við myndun nýrrar ríkisstjórnar og samningu nýrrar stjórnarskrár eftir að nepalska konungsveldið var lagt niður í maí. Maóistar hófu friðsamlega þátttöku í stjórnmálum árið 2006 eftir að hafa hætt uppreisn sem kostað hafði þrettán þúsund manns lífið. - gh Maóistar úr stjórnarmyndun: Nepalar í stjórnarkreppu RAMRAJA PRASAD SINGH SJÁVARÚTVEGUR „Við fengum enga þenslu á landsbyggðinni svo við fáum heldur enga timburmenn af henni,“ segir Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þorski og hækkun olíuverðs sem gert hefur mörgum útgerðum erfitt fyrir er Vinnslustöðin nú að auglýsa eftir fólki til vinnu. „Okkur vantar fólk í snyrt- ingu,“ segir Þór. „Það er ekki alveg ákveðið hvað við tökum marga. Við auglýstum í Morgun- blaðinu um helgina en það hefur enginn hringt svo atvinnuástand- ið er greinilega gott.“ Hann segir að vissulega finni menn í Vinnslustöðinni fyrir niðurskurðinum eins og aðrir. „En við erum með kvóta fyrir aðrar tegundir en þorsk eins og ufsa, ýsu, karfa og svo erum við að klára humarvertíð. Þannig að það er bara nóg að gera.“ - jse Vantar fiskvinnslufólk í Eyjum: Engin þensla og engin þynnka ÞÓR VILHJÁLMSSON Vinnslustöðin er að auglýsa eftir fólki í vinnu nú þegar víðast hvar kreppir að. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÖGREGLUMÁL Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá lögreglunni voru þær flestar minni háttar, en nokkrir þurftu þó að leita til slysadeildar. Í einu málinu höfðu tveir menn verið við vinnu þegar annar reiddist hinum og barði hann með skóflu. Maðurinn sem varð fyrir skóflunni féll í jörðina en að sögn lögreglu er ekki vitað hversu alvarlega hann slasaðist. Þá handarbrotnaði kona aðfaranótt sunnudags þegar farsíma var kastað í hana. - þeb Líkamsárásir um helgina: Barði vinnufé- laga með skóflu ÞÝSKALAND, AP Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ræddi í gær við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín. Hyggj- ast leiðtogarnir styrkja efnahagsleg tengsl ríkjanna. Þjóðverjar voru mótfallnir innrásinni í Írak árið 2003, en hafa síðan stutt við uppbyggingu efnahags- og öryggisssveita Íraka. Þeir hafa sögulega verið meðal mikilvæg- ustu viðskiptavina Íraka. Útflutningur Þjóðverja til Íraks eykst nú hröðum skrefum. Á síðasta ári nam hann jafnvirði rúm- lega fjörutíu milljarða króna. - gh Írak og Þýskaland: Al-Maliki heim- sækir Þjóðverja ANGELA MERKEL Gegn olíuspákaupmennsku Bandaríkjaþing hefur samþykkt áætlun demókrata um aðgerðir til að sporna við spákaupmennsku með olíu. Demókratar telja spákaup- mennsku eiga stóran þátt í olíuverðs- hækkunum undanfarið. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.