Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niður- staðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðs- leg og þannig áfram. Einn fjöl- margra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir. Nokkrar hinna örugglega dálítið líka, en samt einkum og sér í lagi sænska þjóðin. Í SÉRSTAKRI rannsóknarferð til Svíþjóðar í sumar lagði ég tölu- vert púður í að kveða niður eigin þjóðarfordóma en var vakin og sofin í að vera viðustyggilega sænsk alla daga og dró fjölskyld- una með í verkefnið. Satt best að segja gekk það furðu vel. STRAX á þriðja degi var ég farin að tala prýðilega sænsku með syngjandi góðum framburði. Orða- forðinn var raunar nokkuð tak- markaður framanaf, en snäll og bra eru fín orð til uppfyllingar við ýmis tækifæri. Með hrökkbrauð í annarri og Ramlösa í hinni eru Skandínavanum allir vegir færir ef hann kann að segja snäll og bra. Þessu stagli fylgdi reyndar dálítill veruleikaflótti sem kemur sér annars yfirleitt vel í fríum þegar markmiðið er einmitt að frelsa hugann frá hversdagslegum barn- ingi. Í þetta sinnið brast hann á sem óvænt myrkfælni sem pass- aði hvorki við sumarbjartar nætur né rómantískt umhverfið. HIN sænsku híbýli fjölskyldunn- ar voru raunar margra alda gömul. Þar marraði í öllum hurðum og brast í hverri fjöl, þetta var áþekkt því að búa í húsi úr Árbæjarsafn- inu og þannig mjög draugalegt. Laus úr viðjum vanans fór stjórn- laus ímyndun um voveiflega dauð- daga og fordæmdar sálir á flug. Eftir sólsetur byrjaði ég að anda grunnt og fór ekki fylgdarlaust milli herbergja. Á meðan var skynsemin upptekin við sænsk- una. EFTIR að hafa ekið vikum saman á Volvo hlustandi á Abba er ég samt sannfærð um að allt skemmti- legt komi frá Svíþjóð og finnst ég fyndnari en nokkru sinni fyrr. Nú les ég eingöngu Astrid Lindgren fyrir börnin og Lizu Marklund fyrir sjálfa mig. Niðurtúrinn eftir heimkomuna hefur fjölskyldan svo auðvitað notað í Ikea við að skoða hagnýta innanstokksmuni og borða sænskar kjötbollur. Sænska sumarið Í dag er miðvikudagurinn 23. júlí, 206. dagur ársins. 4.07 13.34 22.59 3.29 13.19 23.06 Þá smælar heimurinn framan í þig Við hjá Toyota erum stolt af því að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í hartnær 40 ár og hlökkum til að takast á við verkefni morgundagsins, með bros á vör. :-) www.toyota.is framan í heiminn ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 26 76 0 6/ 08 Toyota á Íslandi Nýbýlavegi 2-8 200 Kópavogi Sími: 570-5070

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.