Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 26
 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi var fyrst haldin sumarið 2003 og hefur verið vinsæl síðan að sögn Valdimars Gunn- laugssonar, eins af skipuleggjendum hátíðarinnar. Eldur í Húnaþingi varð til upp úr verkefni sem hét Ungt fólk og atvinna í Húnaþingi vestra. „Þar hófst umræða um að hafa hátíð fyrir ungt fólk og henni var svo bara hrundið af stað í einhverju óðagoti,“ segir Valdimar hlæjandi. Hátíðin er skipulögð af ungu fólki í Húnaþingi en þó taka ekki sömu aðilar þátt í skipulagningunni ár eftir ár. „Það er vegna þess að enginn einn á þessa hátíð. Þetta er hátíð sem allir eiga,“ útskýrir Valdimar Valdimar segir að listafólkið sé aðallega úr Húnaþingi. „Við reynum að fá alla sem vinna í listsköpun til að taka þátt,“ segir Valdimar en upplýsir að þó hafi verið fengn- ar hljómsveitir annars staðar frá til að spila á tónleikum. Þegar Valdimar er inntur eftir því hvort mikið sé af ungu listafólki í Húnaþinginu segir hann að svæðið sé morandi í því. „Ég bjó á Dalvík og Akureyri og þegar ég flutti hing- að þá trúði ég því ekki hvað listsköpun var mikil hér,“ segir Valdimar glaður í bragði og bætir við að ekkert mál sé að koma sér á framfæri í Húnaþinginu. „Það hjálpa þér allir.“ Hátíðin hefst á miðvikudegi, sem er heldur óvanalegur dagur fyrir byrjun hátíðarhalda því flestar hefjast í kringum helgar. „Ég myndi segja að það væri vegna óþreyjufulls fólks, sem nennir ekki að bíða,“ segir Valdimar brosandi og útskýr- ir að enda sé nafn hátíðarinnar fengið frá eldmóði ungs fólks á svæðinu. Upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á: www. eldur.hunathing.is martaf@frettabladid.is UNGLISTAHÁTÍÐIN ELDUR Í HÚNAÞINGI: HALDIN FYRST FYRIR FIMM ÁRUM Eldmóður ungs fólks hjálpar SKIPULEGGJENDUR ELDS Í HÚNAÞINGI Reynt er að skipta þeim út á hverju ári. Valdimar Gunnlaugsson er hægra megin á endanum en hann segir mikla listsköpun í Húnaþinginu. MYND/ALDÍS OLGA JÓHANNESDÓTTIR PHILIP SEYMOUR HOFFMAN LEIKARI ER 41 ÁRS „Ást mín á leikhúsinu hefur alltaf verið í for- gangi. Það hefur ekki breyst. Ég byrjaði að leika þess vegna. Vinn- an sem ég fékk við kvik- myndir kom á óvart.“ Philip Seymour Hoffman hefur gert það gott sem leikari bæði í kvikmynd- um og í leikhúsi. Hann vann Óskarinn fyrir túlkun sína á Truman Capote í myndinni Capote árið 2005. Kola- og stálbandalag Evr- ópu var stofnað með und- irritun Parísarsáttmálans 18. apríl 1951 en hann tók gildi hinn 23. júlí ári seinna. Það var samband sex þjóða Evrópu sem stóð að sáttmálanum með það að markmiði að sameina álfuna í kalda stríðinu. Robert Schuman, fransk- ur utanríkisráðherra, kom með hug- mynd að kola- og stálbandalagi í maí 1950, sem leið til þess að koma í veg fyrir frekara stríð milli Frakk- lands og Þýskalands. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að markmið hans væri ekki að gera stríð óhugsandi heldur efnislega ómögulegt. Sú að- ferð sem notuð var til að ná því markmiði var að búa til sameiginlegan mark- að á kolum, járni og stáli milli ríkja bandalagsins. Kol, stál og járn voru und- irstaða hernaðaruppbygg- ingar á þessum upphafsár- um bandalagsins. Með því að koma framleiðslu þeirra undir sameiginlega stjórn og gera ríkin með því efnislega háð hvort öðru var dregið úr líkunum á því að þau gætu beitt vopnum hvort gegn öðru. Stofnun kola- og stálbandalagsins lagði grunninn að nútíma evrópsku lýðræði og var fyrsta skrefið í þróun Evrópusambandsins. ÞETTA GERÐIST: 23. JÚLÍ 1952 Parísarsáttmálinn tekur gildi Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra afa, tengdaföður og langafa, Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara, lengst af til heimilis að Aðalstræti 38, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Grenihlíðar á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Auður Elva Jónsdóttir Snæbjörn Magnússon Guðrún Lilja Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Sverrir Már Jónsson Jón Ásmundsson Sigrún Gunnarsdóttir Birkir Már, Katrín og Nói. Ástkær móðir mín, amma og langamma, Þórdís Hjaltalín Jónsdóttir lést þann 7. júlí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sjöfn Sverrisdóttir Sverrir Halldórsson Sigríður Halldórsdóttir Guðmann Hallgrímsson Ingimar Þór Theodórsson Gréta Karlsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðbjörg Árnadóttir Vesturgötu 79, Akranesi, Lést þann 13. júlí síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Anna Snæbjörnsdóttir Snædís Snæbjörnsdóttir Kristján Guðlaugsson Melkorka Kristjánsdóttir Sólrún Kristjánsdóttir. Óskar K. Júlíusson húsasmíðameistari, Álfheimum 7, Reykjavík, lést þann 18. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. júlí kl. 11.00. Þórunn Sveinbjarnardóttir Gunnar S. Óskarsson Guðfinna Finnsdóttir Kristjana Óskarsdóttir Magnús Tryggvason Ingi Óskarsson Þóranna Tryggvadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, afa og langafa, Jóhannesar Þorbergs Kristinssonar Víðihvammi 15, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas og starfsfólks deildar 11E á Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Anna Jóhannsdóttir Jóhann Þ. Jóhannesson Svanhildur I. Jóhannesdóttir Guðmundur G. Kristinsson Kristinn Jóhannesson Guðrún F. Guðmundsdóttir Ólafur Jóhannesson Ingibjörg G. Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar L. Þ. Guðmundssonar Miðleiti 7, Reykjavík. Guðrún Þórðardóttir Gunnar Helgi Guðmundsson Ragnheiður Narfadóttir Björn Guðmundsson Margrét Héðinsdóttir Guðmundur Þórður Guðmundsson Fjóla Ósland Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, Sigríður Kristín Pálsdóttir Stóru-Sandvík, lést að morgni 16. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudag- inn 24. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda Ari Páll Tómasson Guðrún Guðfinnsdóttir Rannveig Tómasdóttir Viðar Ólafsson Magnús Tómasson Líney Tómasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Vigdís Matthíasdóttir Vallarbraut 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13. Ingveldur Sveinsdóttir Guðni G. Jónsson Jóhanna Lýðsdóttir Hlynur Eggertsson Sigmundur Lýðsson Þorgerður Benónýsdóttir og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir frá Deplum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 17. júlí, verður jarðsungin frá Barðskirkju, Fljótum, föstudaginn 25. júlí kl. 14.00. Haukur Ástvaldsson Sigurlína K. Kristinsdóttir Sveinn Ástvaldsson Sigríður K. Skarphéðinsdóttir Annetta M. Norbertsdóttir Reynir Ástvaldsson Lilja Ástvaldsdóttir Pétur S. Bjarnason Sigurjóna Ástvaldsdóttir Bjarni K. Stefánsson Kristján Ástvaldsson Sylvía D. Eðvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 75 ára afmæli Í dag, 23. júlí, er 75 ára Guðfi nna Elísabet Benjamínsdóttir ljósmóðir, Gnoðarvogi 84 í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.