Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 6
6 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
Landinn er ólmur í að panta dót á
netinu. Þar kemur vefsíðan
Amazon sterk inn. Með hækkandi
gengi erlendra gjaldmiðla verður
þó sífellt óhagstæðara að stunda
þessi viðskipti. Ben frá New York
skrifaði icelandreview.com, sem
skrifaði okkur: Ég ætla að flytja
til Íslands frá New York og búa
þar í að minnsta kosti eitt ár.
Hver er besta/ódýrasta leiðin til
að kaupa hluti á Íslandi? Hvernig
stenst til dæmis verðið hjá Amaz-
on samanborið við verð í íslensk-
um verslunum?
Þótt vara sé yfirleitt ódýrari
hjá Amazon en í íslenskum versl-
unum segir það ekki alla söguna.
Áður en þú getur handleikið það
sem þú keyptir þarftu að bæta
við sendingarkostnaði til Íslands,
tolli (0-15 prósent), virðisauka-
skatti (vsk – 7-24,5 prósent) og
tollmeðferðargjald (450 kr.
á hverja sendingu). Reikni-
vél til að finna út úr þessu
er á heimasíðu Tollsins,
tollur.is.
Svo mikið magn af pökkum
fer þó í gegnum tollinn á Íslandi
að það vill henda að þú fáir
pakkann heim að dyrum og
sleppir við öll gjöld. Þú getur
litið á það sem happdrættis-
vinning.
Munurinn á að panta á netinu
eða í búð getur stundum þýtt
verðlækkun, en hann þýðir auð-
vitað líka bið. Pakkar frá Amaz-
on eru nokkra daga og upp í
tvær vikur að berast þér.
Hér er lítil verðkönnun á
þremur hlutum. Hún segir
kannski ekki alla söguna, en
gefur hugmynd um muninn á að
panta á netinu og að kaupa hlut-
ina á Íslandi. Til að hafa vaðið
fyrir neðan sig borgar sig auð-
vitað að kynna sér verðið og
vona svo að gengið hrynji ekki
á meðan beðið er eftir pakkan-
um. Einnig borgar sig að panta
meira en einn hlut í einu því
tollmeðferðargjaldið er lagt á
hverja sendingu óháð innihaldi.
Hvernig er ódýrast að kaupa hluti á Íslandi?
Að panta á netinu getur borgað sig
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is
1000 Places To See Before You Die (bók)
Hjá Amazon.com með sendingarkostn-
aði: 1.700 kr. (21.55 USD)
+ gjöld hjá Tollinum: 569 kr. (7% vsk +
450 kr. meðferðargjald)
Samtals komið frá Amazon: 2.269 kr.
Eymundsson: 2.365 kr.
Þú sparar 96 kr. með því að versla á
Amazon.com.
Coldplay - Viva la Vida (diskur)
Hjá Amazon.com með sendingarkostn-
aði: 1.300 kr. (16.47 USD)
+ gjöld hjá Tollinum: 680 kr. (10% tollur,
7% vsk + 450 kr. meðferðargjald)
Samtals komið frá Amazon: 1.980 kr.
Hagkaup: 1.999 kr.
Þú sparar 19 kr. með því að versla á
Amazon.com.
The Simpsons, 10. sería (dvd-diskar)
Hjá Amazon.com með sendingarkostn-
aði: 3.513 kr. (44.47 USD)
+ gjöld hjá tollinum: 1.748 kr. (10% toll-
ur, 24.5% vsk + 450 kr. meðferðargjald)
Samtals komið frá Amazon: 5.261 kr.
Hagkaup: 4.999 kr.
Þú tapar 262 kr. með því að versla á
Amazon.com.
Glænýr viltur lax
Úrval fi skrétta á grillið
Óbreytt fi skverð frá áramótum
Tilvalið í ferðalagið
Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs!
Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is
með ánægju
Vodafonehöllinni 24. júlí
Miðasala á midi.is
Sumartónleikar ársins í boði Iceland Express
Buena vista social club
REYKJAVÍK Málverk af Bjarna Bene-
diktssyni var tekið niður úr Höfða
og komið fyrir í geymslu í Lista-
safni Reykjavíkur skömmu eftir að
100 daga-meirihlutinn tók við völd-
um. Reykjavíkurlistinn tók mál-
verkið niður þegar hann komst til
valda árið 1994. Enginn kannast við
að hafa beðið um að málverkið yrði
fjarlægt nú.
Samkvæmt upplýsingum frá
Listasafni Reykjavíkur og starfs-
fólki Höfða, var málverkið tekið
niður skömmu eftir að 100 daga-
meirihlutinn tók við völdum. Mál-
verkið var hengt upp aftur 5. nóv-
ember.
Gunnar Már Pétursson hjá Lista-
safninu staðfestir að málverkið hafi
borist safninu og verið komið fyrir í
geymslu. Ekki hafi verið þörf á við-
gerð á því.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri í 100 daga-meirihlutanum,
segist ekki hafa beðið um að mál-
verkið yrði tekið niður. „Þvert á
móti. Ég heyrði af hugmyndum um
að hreyfa málverk borgarinnar til,
þar á meðal þetta. Ég bað um að
Bjarni fengi að hanga uppi því mér
fannst valdataka okkar snúast um
framtíðina en ekki fortíðina,“ segir
Dagur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr-
um borgarstjóri, hélt athöfn þegar
málverkið var hengt upp aftur í
Höfða að valdatíð R-listans lokinni.
„Ég lét það verða eitt af mínum
fyrstu verkum að koma málverkinu
á sinn stað, enda er það hluti af
sögulegu umhverfi merkisatburð-
ar,“ segir Vilhjálmur.
„Maður spyr sig hvort ætlunin
hafi verið að taka málverkið niður
aftur eins og R-listinn gerði, en
síðan hafi menn heykst á því.“
Svandís Svavarsdóttir, Margrét
Sverrisdóttir og Björn Ingi Hrafns-
son, aðrir oddvitar meirihlutans,
kannast ekki við að ákveðið hafi
verið að taka málverkið niður. Þvert
á móti hafi verið rætt um það innan
meirihlutans að feta ekki í fótspor
Reykjavíkurlistans sem lét fjar-
lægja málverkið. „Hins vegar finnst
mér orka tvímælis að málverk af
einum pólitískum borgarstjóra
Reykjavíkur hangi uppi á þessum
tiltekna stað,“ segir Svandís.
kolbeinn@frettabladid.is
Málverk af Bjarna
Ben. upp og niður
Málverk af Bjarna Benediktssyni var tekið niður skömmu eftir að 100 daga-
meirihlutinn tók við völdum. Fór upp aftur skömmu síðar. R-listinn lét taka
myndina niður árið 1995. Vilhálmur Þ. spyr hvort endurtaka hafi átt leikinn.
Finnst þér að endurreisa eigi
Þjóðhagsstofnun?
Já 62%
Nei 38%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú fylgjandi því að akstur
Strætós verði boðinn út til
einkaaðila?
Segðu skoðun þína á vísir.is
SKIPULAGSMÁL „Við höfum stundum sagt það í
gríni að það er svo langt síðan byggt hefur verið
í Bolungarvík að það er búið að gleyma því
hvernig á að veita byggingarleyfi,“ segir
Hrólfur Vagnsson hjá sjóstangveiðifyrirtækinu
Kjarnabúð. Þar eru menn orðnir langeygir eftir
byggingarleyfi fyrir 20 hús í bænum fyrir
atvinnureksturinn en erindið var lagt inn í apríl.
Hann segir mikið í húfi því fyrirtækið hafi
gert 400 milljóna króna samning við þýsku
ferðaskrifstofuna Kingfischer Reisen og
samkvæmt honum eigi tíu hús að verða tilbúin
næsta vor þar sem sjóstangveiðimennirnir
munu hafa aðsetur. Hann segir að fyrirtækið
bíði með að selja í ferðirnar þar til öruggt sé að
leyfið fáist en eftirspurnin sé næg. Hann
undrast hið mikla skrifræði sem þurfi í svo
fámennu sveitarfélagi.
„Þetta ferli hefur ekki tekið neitt óeðlilega
langan tíma,“ segir Elías Jónatansson bæjar-
stjóri. „Þannig er mál með vexti að það er sótt
um byggingarleyfi á reitum sem ekki voru
ætlaðir fyrir þessa starfsemi. Það þýðir að það
þarf að gera breytingu á aðalskipulagi og síðan
á deiliskipulagi. Lögin eru afar skýr hvað þetta
varðar og við verðum að fara eftir þeim en
sveitarfélagið hefur gert allt til að flýta ferlinu.
Það gerir þetta einnig torveldara að tvö önnur
fyrirtæki í sama atvinnurekstri og Kjarnabúð
hafa sótt um lóð og því þarf að haga málum
þannig að fulls jafnræðis sé gætt.“ Erindi eins
þessara fyrirtækja var lagt inn í febrúar og
hefur enn ekki verið afgreitt.
Hann segir ekki hægt að segja um það á
þessari stundu hvenær erindið verði afgreitt.
- jse
Margra mánaða bið eftir afgreiðslu byggingarleyfis í Bolungarvík:
Þrjú fyrirtæki orðin langeyg eftir lóð
HÖFNIN Í BOLUNGARVÍK Sjóstangveiði er atvinnugrein
í miklum vexti fyrir vestan en athafnamanni í þeim
geira þykir yfirvaldið helsti seint í snúningum til að
halda í við þróunina.
DAGUR B.
EGGERTSSON
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
MÁLVERKIÐ FRÆGA Málverkið af Bjarna Benediktssyni barst víða um heim á mynd-
um af leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjov í Reykjavík árið 1986.
KJÖRKASSINN