Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 2008 11 MANNRÉTTINDI Nefnd SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum lýsir yfir vonbrigðum með að ekki séu uppi áætlanir um að lögfesta samning um afnám alls misréttis gegn konum hér á landi. Þá tíndi nefndin til leiðir sem hægt væri að fara til að ná jafnrétti hraðar; svo sem að styrkja aðgerðaráætlun gegn konum og börnum frá 2006. Nefnd SÞ beindi einnig athygli sinni að stöðu kvenna af erlendum uppruna og því hve þær eru stór hluti þeirra sem leita til Kvenna- athvarfsins. Nefndin lýsti áhyggjum yfir því að útlendingalöggjöf gæti neytt konur til að þrauka í ofbeldisfullum samböndum. Hinn 8. júlí kynnti íslensk sendinefnd meðal annars skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir SÞ. Þar var meðal annars lýst yfir áhyggjum af því hve fáar konur gegna áhrifastöðum í íslensku atvinnulífi og prófessorstöðum háskóla þrátt fyrir hátt menntunarstig. Í skýrslu skrifstofunnar var einnig lýst áhyggjum af því að vændi sé nú löglegt án þess að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða eða aðstoðar. Þá kærir aðeins lítill hluti þeirra sem leita aðstoðar vegna nauðgana og er það áhyggjuefni. Mannréttindaskrifstofan hvetur til þess að komið sé á fót skilvirku nálgunar- banni. - kóp Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum: Telja mögulegt að ná jafnrétti hraðar ÍSLAND RÆTT Málefni Íslands voru rædd hjá nefnd SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum. MENNTUN Landspítalinn og læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa samið um samstarf um framhaldsmenntun í slysa- og bráðafræðum. Samkvæmt því skipuleggja sérfræðingar stofnananna beggja kennslu og starfsþjálfun ung- lækna. Hefst hún 1. janúar næstkomandi. Þá munu kennarar við Harvard koma til landsins annan hvern mánuð, viku í senn, sem gestafyrirlesarar á samn- ingstímanum, sem er tvö ár. Þá munu íslenskir hjúkrunar- fræðingar í diplomanámi eiga kost á fjögurra vikna starfsnámi við hið virta sjúkrahús Beth Israel í Boston. - kóp Framhaldsnám í hjúkrun: Samstarf við Harvard SKRIFAÐ UNDIR Heilbrigðisráðherra, rektor HÍ, forstjóri Landspítalans og full- trúi Harvard skrifa undir samninginn. FÉLAGSMÁL Um 800 milljónum króna verður úthlutað úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra til upp- byggingar búsetuúrræða. Alls er ríflega milljarði úthlutað úr sjóðnum til fatlaðra. Félags- og tryggingamálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, staðfesti á mánudag tillögu stjórnar sjóðsins um úthlutun fyrir árið 2008. Tæplega 600 milljónum er veitt í verkefni tengd Straumhvörfum, sem er átaksverkefni um eflingu þjónustu við geðfatlaða. Tæpum 200 milljónum króna verður varið til uppbyggingar búsetuúrræða fyrir aðra hópa fatlaðra. - kóp Félagsmálaráðherra úthlutar: 800 milljónir til fatlaðra SJÁVARÚTVEGUR „Það er ljóst að það eru margir sem lengdu sumarlokanir núna út af niður- skurði aflaheimilda,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hlutfall íslenska fiskiskipaflotans sem er í höfn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að veiðiskipið Árbakur RE 205 liggur nú við höfn í Reykjavík vegna aflaniðurskurðar og hás olíuverðs, að sögn áhafnarmeð- lima. Friðrik segir að uppsjávarflot- inn og frystitogarar séu „á fullu“, en stór hluti flotans sé bundinn í höfn. - gh Sumarfrí sjómanna lengist: Flotinn í höfn FISKISKIP Stór hluti íslenska fiskiskipa- flotans liggur nú við höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þremur þúsundum sagt upp Sænska fyrirtækið Autoliv sem framleiðir öryggisbúnað fyrir bifreiðar tilkynnti í gær að það hygðist segja upp þrjú þúsund starfsmönnum. Segir fyrirtækið það vera nauðsynlegt til að bregðast við hækkandi verði á hráefnum. SVÍÞJÓÐ VW Caddy 2005 Ekinn 88.000 km / Ásett verð: 1.290.000 VW Caddy 2005 Ekinn 60.000 km / Ásett verð: 1.290.000 VW Caddy 2005 Ekinn 88.000 km / Ásett verð: 1.180.000 Opið 10–18 virka daga Kletthálsi sími 590 5040 www.heklanotadirbilar.is notadirbilar@hekla.is ODYRT VINNUAFL Hafðu Volkswagen Caddy með í dæminu þegar þú hugar að hagræðingu og skynsamlegum rekstri. Caddy sendibíllinn hefur getið sér sérstaklega gott orð hér á landi fyrir áreiðanleika, þægindi og hagstætt verð. HAGSTÆÐ GREIÐSLU- KJÖR Kynntu þér úrval notaðra VW Caddy atvinnubíla sem við bjóðum í HEKLU notuðum bílum. Komdu núna á Klettháls og gerðu hagstæð kaup. Við erum sveigjanleg í samningum. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.