Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 18
[ ]
Bílasala hefur aukist um tæplega 100 prósent
á síðustu tíu árum. Bílar sem fargað er verða
sífellt yngri.
Fyrir 11 árum, 1997, voru 12.551 ökutæki nýskráð
samkvæmt Umferðastofu. Tíu árum síðar, 2007, voru
þau 24.800. Aukningin er 97 prósent. En hvað verður
um alla þessa bíla?
Þeir bílar sem ljúka lífdögum sínum á vegum lands-
ins fara flestir til úrvinnslu hér á landi. Þeir eru að
einhverju leyti nýttir í varahluti, og spilliefni eru
fjarlægð og þeim fargað á viðeigandi hátt. Stærstur
hluti bílanna fer hins vegar í brotajárn sem selt er
erlendis.
Samkvæmt tölum frá úrvinnslusjóði var 7.997
bílum skilað til úrvinnslu hérlendis árið 2007. Meðal-
aldur bílanna var 13,88 ár og höfðu þeir yngst nokkuð
frá fyrri árum. Til dæmis var meðalaldur þeirra
14,53 ár árið 2005. Í þessu samhengi er fróðlegt að
skoða hversu margir bílar voru nýskráðir fyrir 13
árum, en miðað við meðalaldur úrvinnslubíla árið
2007 ættu flestir þeirra að hafa rennt úr hlaði bíla-
sala 1994. Það árið voru 6.710 bílar nýskráðir svo
þjóðin er að skila af sér fleiri bílum en voru nýskráð-
ir á árinu.
Miðað við núverandi þróun í nýskráningu má búast
við því að árið 2020 verði um 16.000 bílum skilað í
brotajárn. Það er að segja ef kreppan gerir ekki út af
við efnahaginn og þjóðin keyri enn um á Range Rover
árgerð 2007. tryggvi@frettabladid.is
Tæplega átta þúsund
bílar í brotajárn
Langstærstur hluti bíla landsmanna endar í brota-
járni sem selt er erlendis. Einhverju af varahlutum
er þó bjargað úr bílunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Volvo hefur tekið til sinna ráða til að sporna
gegn umferðarslysum og leggur nú enn frekari
áherslu á öryggi og hefur sett sér háleitt framtíð-
armarkmið um fækkun slysa.
KERRUÖXLAR
Í ÚRVALI
og hlutir
til kerru-
smíða
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Árg. 2006 ekin 20 þús mílur. Leður, sjálfsk. fi lmur, tölvukubbur,
35” breyttur, dráttarbeisli, segl yfi r palli. Ásett 4,6 milljónir.
Uppl. hjá Bílasölu Selfoss í síma 482 4002 www.bilasalaselfoss.is
DODGE RAM 2500 5,9 CUMMINGS DIESEL LARIAT 35” BREYTTUR.