Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 2008 17 Fjölskyldan saman með börnin í fókus SÝNUM UMHYGGJU Í VERKI – Samkomulag hefur náðst um að Lion Capital kaupi Foodvest, sem er einn stærsti framleiðandi frystra matvæla í Evrópu. Food- vest er meðal annars með vöru- merkin Findus og Young’s á sínum snærum. Gangi kaupin eftir er um að ræða ein stærstu kaup á matvæla- fyrirtæki í Evrópu það sem af er þessu ári. Straumur fjárfestingabanki á 50,01 prósent hlut í Stamford Partners á Englandi sem var eini ráðgjafi Lion Capital í samninga- viðræðum um þessi kaup. - bþa Sameining í matvælaiðnaði Í VERSLUN Lion Capital hefur fest kaup á Foodvest sem er meðal annars með Findus-vörurnar. Straumur fjárfestingar- banki veitti ráðgjöf við kaupin. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 195 4.114 +1,40% Velta: 3.316 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,90 -0,15% ... Atorka 5,58 -0,71% ... Bakkavör 25,15 -0,79% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,23 -3,56% ... Glitnir 14,86 -1,91% ... Icelandair Group 16,60 -0,60% ... Kaupþing 714,00 -1,25% ... Landsbankinn 22,75 -1,52% ... Marel 85,20 -0,70% ... SPRON 3,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 9,25 -1,49% ... Teymi 1,51 +0,67% ... Össur 85,50 +0,00% MESTA HÆKKUN ICELANDAIR +1,21% ATLANTIC AIRW. +1,01% TEYMI +0,67% MESTA LÆKKUN EXISTA -3,56% CENTURY AL. -2,55% FÆREYJA BANKI -2,03% Umsjón: nánar á visir.is Fyrirtæki Kauphallar munu á næstunni hvert af öðru skila uppgjörum fyrir annan ársfjórðung. Morgunkorn Glitnis birti í gær lista yfir uppgjörsdaga fyrir- tækjanna. Hinn færeyski Eik banki og Century Aluminium skila uppgjörum sínum á morgun. Nýherji reið á vaðið í síðustu viku og skilaði þá sínu upp- gjöri. Alls munu átta Kauphallarfélög birta uppgjör sín í næstu viku, þar á meðal allir bank- arnir fjórir sem aðild eiga að Kaup- höllinni. Greining Glitnis segir ljóst að bankarnir muni bókfæra töluverðan hagnað af gjaldeyrisvörnum eigin fjár og verðtryggðum eignum. Hins vegar sé ljóst að afskriftaþörf bankanna hafi aukist hratt undanfarið. Hjá mörg- um rekstrarfélögum hafi horfur einnig versnað. Greiningin telur að lykilþáttur í við- snúningi á innlendum hluta- bréfamarkaði sé erlend fjár- mögnun. „Fréttir af fjárfestingu erlendra aðila hér á landi og erlendri lánsfjármögnun eru því vísar til að hleypa lífi í markaðinn,“ segir í morgun- korni Glitnis. annas@markadurinn.is Hrina uppgjöra væntanleg DAGSETNINGAR UPPGJÖRA KAUPHALLARFYRIRTÆKJA Eik banki 24. júlí Century Aluminium 24. júlí Össur 29. júlí Landsbankinn 29. júlí Straumur 30. júlí Bakkavör 31. júlí Exista 31. júlí Kaupþing 31. júlí Teymi 31. júlí Glitnir 1. ágúst Færeyja banki 6. ágúst Marel 12. ágúst Icelandair 19. ágúst Atorka 26. ágúst Alfesca 2. sept. Eimskip 8. sept. Hagnaður af rekstri eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. á fyrri hluta ársins nemur ríflega 197 milljónum króna eftir skatta, sam- kvæmt nýbirtu uppgjöri. Að sögn félagsins er afkoman töluvert umfram væntingar. Stærstu hlut- hafar félagsins eru Glitnir og Reykjanesbær. Í eignasafni Fasteignar eru um 70 fasteignir, meðal annars skólar, leikskólar, sundlaugar og bankar, samtals um 110 þúsund fermetrar. Einn af eigendum félagsins er Háskólinn í Reykjavík. Fasteign sér nú um byggingu, fjármögnun og eignarhald á byggingu skólans í Nauthólsvík. Auk þess mun Fasteign sjá um byggingu nýrra höfuðstöðva Glitnis. - as Uppgjör um- fram væntingar NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Glitnir er stærsti hluthafinn í Fasteign. Eitt af stærstu verkefnum Fasteignar er bygging nýrra höfuðstöðva bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.