Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 10
 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum á fundarstað á fundardegi frá kl. 16.00. Við afhendingu atkvæðaseðla verður miðað við hluthafaskrá kl. 9.00 að morgni fundardags. 1. Tillaga stjórnar um samruna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) við Kaupþing banka hf., svohljóðandi: „Hluthafafundur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf., hald- inn 6. ágúst 2008, staðfestir samrunaáætlun stjórna félagsins og Kaupþings banka hf. frá 1. júlí 2008 og þar með samruna félagsins og Kaupþings banka hf. á grundvelli ákvæða hennar.“ Í tillögunni felst að SPRON skuli slitið án skuldaskila og Kaupþing banki hf. yfirtaki eignir og skuldir SPRON á grundvelli ákvæða XIV. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög, sbr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samruninn er bundinn þeim skilyrðum að hluthafafundur í SPRON samþykki hann, að Fjármálaeftirlitið samþykki hann og að samkeppnisyfirvöld ógildi hann ekki eða setji honum skilyrði sem stjórnir félaganna telja óviðunandi eða leiði til þess að óhjákvæmilegt sé að leggja ákvörðun um hann að nýju fyrir hluthafafund í SPRON. Hið sameinaða félag skal taka við rekstri, eignum og skuldum, svo og réttindum og skyldum SPRON þegar ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt. Við sam- runann fá hluthafar í SPRON 0,002007864 hluti í Kaupþingi banka hf. og 0,305585106 hluti í Exista hf. sem endurgjald fyrir hvern hlut að nafnverði ein króna í SPRON. Að öðru leyti er vísað til samrunaáætlunar sem var samþykkt af stjórnum félaganna 1. júlí 2008. 2. Önnur mál löglega fram borin. Dagskrá fundarins liggur frammi til sýnis að Ármúla 13a í Reykjavík og eins má nálgast hana á heimasíðu SPRON, spron.is. Stjórn SPRON hf. Hluthafafundur A R G U S / 08 -0 31 4 Hluthafafundur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík, miðvikudaginn 6. ágúst 2008, kl. 17.00. Dagskrá: Hluthafar, sem geta ekki mætt á fundinn, geta greitt atkvæði rafrænt á slóðinni www.spron. is/kosningar. Til þess að geta greitt atkvæði rafrænt þurfa hluthafar að skrá sig fyrir kl. 16.00 þann 30. júlí 2008 og munu þeir þá fá afhentan veflykil. Rafræn atkvæði þurfa að berast fyrir kl. 16.00 þann 31. júlí 2008. Hluthafar geta skráð sig fyrir rafrænni kosningu í höfuðstöðvum SPRON að Ármúla 13a, 108 Reykjavík, með því að sýna fullgild persónuskilríki. Rafræn atkvæði verða eingöngu tekin til greina ef sá sem greiðir atkvæði er skráður hluthafi í hlutaskrá félagsins kl. 9.00 að morgni hluthafafundardags. Ef hluthafi, sem greitt hefur atkvæði rafrænt, mætir jafnframt á fundinn verður hið rafræna atkvæði ekki talið með. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í bakpokum: TNF, Millet, Deuter, Osprey. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 81 4 06 /0 8 Deuter Aircontact Aircontact pokarnir frá Deuter eru mest verðlaunuðu pokar seinni ára. Poki ársins í sínum flokki hjá Outdoor tímaritinu 2004, 2006 og 2007. Bakpoki fyrir lengri göngur. TNF Crestone ´07 Vandaðir bakpokar úr smiðju The North Face. Skemmtilega útfærðir og vel útbúnir með stillanlegt bak og gott burðarkerfi. 60 l til í dömuútfærslu. Millet Hiker Vinsæll dagpoki með regnvörn. Frábær hönnun og vel útbúinn. Fáanlegur í 3 litum. Gear of the Year 1. PLATZ 2007 Trekkingrucksäcke DEUTER AIRCONTACT 65+10 50+10 SL Verð 25.990 kr. 65+10 l verð 28.990 kr. 75+10 l verð 32.990 kr. 38 l Verð 16.990 kr. Sumartilboð: 13.990 kr. 28 l verð 12990 kr. Sumartilboð 10.990 kr. 60 l W Verð 19.990 kr. Sumartilboð 15.990 kr. Crestone 75 l ´07 Verð 22.990 kr. Sumartilboð 16.990 kr. Góðir ferðafélagar í sumar SJÁVARÚTVEGUR „Við höfum aldrei fundið fyrir jafn miklum áhuga hjá erlendum fjölmiðlamönnum fyrir því að fá að koma með í róðra hjá okkur,“ segir Gunnar Berg- mann Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags hrefnuveiðimanna. Hann segir sjónvarpsfrétta- menn og blaðamenn frá Spáni, Sviss, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Japan og fleiri löndum hafa haft samband við sig í þess- um tilgangi. „Oftast er þetta fjöl- mennt lið og aðstæður á Nirði bjóða ekki upp á að við tökum það með. Svo erum við ekkert ginn- keyptir fyrir því að taka við fjöl- miðlafólki frá þessum ríkjum þar sem almenn andstaða er við hval- veiðar og láta það síðan nota myndefnið í áróðri gegn hvalveið- um Íslendinga. Þannig að við höfum ekki tekið við þeim hingað til.“ Nýtt met var slegið á föstudag en þá kom Njörður með fjórar hrefnur að landi. Þá eru þær orðn- ar 23 sem veiddar hafa verið í ár af þeim 40 sem kveðið er á um í heimild sjávarútvegsráðherra. Gunnar segir söluna hafa geng- ið vel. „Við erum búnir að selja ígildi 17 dýra,“ segir hann. - jse Erlendir fjölmiðlar sýna hvalveiðum mikinn áhuga: Fréttamenn vilja í róður UM BORÐ Í NIRÐI Hrefnuveiðimenn eru nú hálfnaðir með kvótann en Njörður kom með fjórar hrefnur að landi í síðustu viku. MYND/GUNNAR BERGMANN BANDARÍKIN, AP Yfirvöld í Texas hafa beðið íbúa á stórum svæðum að búa sig undir brottför frá heim- ilum sínum eða að byrgja sig inni vegna fellibyls sem nálgaðist Texas og Mexíkó í gær. Áætlað var að vindhraði felli- bylsins Dolly næði yfir hundrað og tuttugu kílómetrum á klukku- stund. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sent hermenn á hættusvæðin. Þau eru þó hikandi við að fyrirskipa rýmingu. Þegar fellibylurinn Rita gekk yfir Texas árið 2005 létust fleiri af völdum hita og bílslysa í flótta frá hættusvæðum en í sjálfu óveðrinu. - gh Fjöldi fólks í Texas bjó sig undir hamfaraveður í gær: Fellibylur nálgast BYRGJA HÚS Margir íbúar í Texas hafa byrgt hús sín fyrir komu fellibylsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.