Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 28
20 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Ökuferill minn hefur
verið nokkuð farsæll
síðan ég dreif mig
loksins, loksins, loks-
ins í að taka bílprófið
fyrir þremur árum
síðan. Ég þarf vart að
taka það fram að ég var
komin vel fram yfir hinn
hefðbundna bílprófsaldur þegar ég
settist fyrst skjálfandi upp í bíl bíl-
stjóramegin og fílaði mig eins og
ömmu í ökuskólanum. Ég hef líka
verið eins og samviskusöm amma í
umferðinni og myndi frekar deyja
en að fara út úr hringtorgi án þess
að gefa stefnuljós. Ferillinn beið
hins vegar hnekki í síðustu viku.
Þá munaði litlu að ég gerðist sek
um áttfalt morð þar sem ég ók
grunlaus í átt til Hafnarfjarðar.
Þegar ég nálgaðist gatnamótin við
Garðabæ hægði ég að sjálfsögðu á
mér, enda dettur hámarkshraði úr
áttatíu og niður í sextíu á þeim veg-
ar kafla, eins og ég efast ekki um að
allir ökumenn á höfuðborgarsvæð-
inu séu meðvitaðir um og hlýði und-
antekningalaust. Ég get bara prísað
mig sæla fyrir að vera með svona
ofvirka samvisku, því um leið og ég
steig á bremsuna negldu þrír bílar í
kringum mig sömuleiðis niður.
Ástæðan kom snarlega í ljós: ein
andamamma og sjö andarungar
spígsporuðu um á götunni.
Ég fraus og horfði á líf mitt renna
hjá augunum á mér. Ef ég hefði
snarbremsað hefði ég fengið vöru-
bíl í bakið. Ef ég gerði það ekki
myndi ég hins vegar keyra yfir sjö
saklausa andarunga. Ég fór milli-
veginn: bremsaði laust og lokaði
augunum svo ásýndin af skelfingu
lostnum ungum, augnabliki fyrir
dauðann, yrði ekki að eilífu brennd
á nethimnu mína. Þegar bíllinn
hafði stoppað, og hjartað í mér
sömuleiðis, liðu ógnarlangar sek-
úndur, þar til ég sá andarfjölskyld-
una vappa áfram upp á grasbala.
Ég hafði sem sagt keyrt yfir ung-
ana, en fyrir einhverja guðs mildi
höfðu þeir rænu á að halda sig á
milli dekkjanna.
Ég er enn að jafna mig. Og ég tek
ekki lengur við skotum á ofvirka
samvisku sem ökumaður. Hún forð-
aði mér frá áttföldu morði. Hraðinn
drepur, í alvöru.
STUÐ MILLI STRÍÐA Ofvirk samviska
SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR SLAPP NAUMLEGA FRÁ ÞVÍ AÐ FREMJA ÁTTFALT MORÐ
Hvar heldur þú
að við búum eftir
tuttugu ár?
Miðað við okkur ...
Akkúrat hérna!
Palli, þú getur ekki bara
selt allt innbúið okkar á
netuppboðum!
Af
hverju?
Mamma, þú ert að einblína á
þetta neikvæða.
Þú átt að líta á
björtu hliðarnar.
Sem eru
...?
Ef ég sel allt gamla
draslið okkar, getum við
keypt nýtt drasl!
Ég get svo svarið það, hún
hlustar ekki á rökfærslur.
Var ekki
einhvern
tíma
sófaborð
hérna?
Ó, voldugi Sfinx, hvað
gæti tré sagt við öxi? Hmmm ...
„Þú gerir mig
styttri.“
Mamma,
megum við
Hannes gera
sölubás úti
við götu?
Já! En ég
held að
við eigum
enga saft
Við eigum
reyndar
ekki mikið
af neinu
Bara nokkra
tómata og
gamlar múffur
Tómatar
og múffur
til sölu
Hvað segir þú
gott í dag, herra
minn? Ég er að
selja þjófavarnir í
heimahús.
TILBOÐ TIL
HLUTHAFA
365 HF.
365 – Skaftahlíð 24 – 105 Reykjavík – Sími 512 5000 – www.365.is
Tilboð opnað að nýju til miðvikudagsins
23. júlí 2008 kl. 16.00
Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipu-
legum verðbréfamarkaði er hluthöfum 365 hf. gert
tilboð um að selja hlutabréf sín í félaginu á gengi
1,20 kr. á hvern hlut. Tilboðið gilti til 11. júlí
síðastliðinn en ákveðið hefur verið að opna það að
nýju og mun tilboðið vera opið til kl. 16.00 þann 23.
júlí næstkomandi.
Þeir hluthafar sem hafa ekki hug á að taka tilboðinu
halda ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi
365.
Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála
sem koma fram í bréfi sem sent var til hluthafa 3.
júlí síðastliðinn. Í bréfinu eru einnig leiðbeiningar um
tilboðið ásamt notandanafni og lykilorði, sem
hluthafi verður að nota til að taka þátt í tilboðinu. Ef
bréfið hefur ekki borist hluthafa skal hafa samband
við 365 í síma 512 5000, þar sem eru veittar allar
upplýsingar.
Stjórn 365 hf.
krónum lagið
Frá
Fyll'ann takk!
Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt
spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er
ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið.
Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli
tölvunnar, spilarans og farsímans.
Vertu tilbúinn í sumarfríið!
Auglýsingasími
– Mest lesið