Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA SUMAR BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Salóme Rannveig Gunnarsdóttir laganemi fór sem sjálfboðaliði til Ekvador í Suður-Ameríku stuttu eftir að hún kláraði menntaskóla. „Ég kláraði menntaskóla á þremur og hálfu ári og fór svo að ferðast þar til ég byrjaði í háskóla,“ segir Sal- óme brosandi og bætir við að ferðalagið sé það eftir- minnilegasta sem hún hefur farið í. Salóme fór til Ekvador sem sjálfboðaliði á vegum svissneskra samtaka. „Ég bjó í fjallaþorpi með frum- byggjum Ekvador og kenndi ensku, líkamsrækt og tölvur í skólanum þar. Eina tölvan var ótrúlega gömul og virkaði ekki alveg,“ segir Salóme hlæjandi og upp- lýsir að hún hafi kennt krökkunum að skrifa á lykla- borð. „En það tók alveg rosalega langan tíma.“ Salóme segir að ýmislegt sé frábrugðið í Ekvador, samanborið við Ísland. „Íbúar Ekvador borða naggrísi. Það er flottur réttur þar. Í eldhúsunum hlaupa naggrís- irnir um, við fæturna á fólki og þegar farið er að elda er bara einn tekinn og hann drepinn,“ upplýsir Salóme. Hún segist hafa smakkað naggrís og lýsir bragðinu svipuðu og kjúklingi en aðeins bragðsterkari. „Ég þótti ótrúlega skrýtin því mér fannst naggrísirnir svo sætir að ég var alltaf að taka þá upp og klappa þeim og vera góð við þá.“ En allt tekur enda um síðir, ferðalög sem annað. „Mig langaði ekkert heim en ég bara þurfti að fara,“ segir Salóme og bætir við að hún hafi byrjað í háskólanum þremur dögum eftir að heim var komið. „Mér fannst skrýtið að byrja í lögfræði og sitja á Þjóðarbókhlöð- unni alla daga eftir þetta ferðalag.“ martaf@frettabladid.is Tölvukennari í fjallaþorpi Salóme klædd í þjóðbúning Ekvador. Hún kenndi eina fimm mánuði í litlu fjallaþorpi þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN YNGRA BROTAJÁRN Tæplega átta þúsund bílar fara árlega í brotajárn hér á landi og bíl- arnir sem fargað er verða sífellt yngri. BÍLAR 2 Á FRAMANDI SLÓÐUM The Big Five-maraþonið er maraþon sem hlaupið er í þjóðgarði í Suður-Afríku innan um villt dýr. FERÐIR 4 Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Komdu á vinalegu húsgagna lagersöluna Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Út með gamalt Inn með nýtt TILBOÐSDAGAR: 17.JÚLÍ - 1.ÁGÚST 25 - 70% Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is Opnunartími: mán. - mið. 11:00 - 18:00 fi mmtud. 11:00 - 19:00 föstud. 11:00 - 16:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.