Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 16
16 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um efna- hagsmál Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknar- flokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðing- ur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opin- berri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir.“ Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðu- neytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðu- neytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsókn- ar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð. Svo mætti ég breiðri röð lögregluþjóna sem náði þvert yfir götuna og gekk hægt í áttina þangað sem ég stóð, en margir þeirra voru þó sífellt að gjóa augunum aftur fyrir sig. Þá sá ég hvað var á seyði: þarna voru verðir laganna að ryðja veginn fyrir mótmælagöngu, enda kom nú á eftir þeim litrík fylking manna með sín mótmælaspjöld og gjallarhorn. Þetta voru sem sé kennarar úr framhaldsskólum víða um Frakkland og nemendur þeirra að mótmæla mikilli fækkun á kenn- arastöðum: hefur nú verið ákveðið að skera níu þúsund kennarastöður niður við trog næsta haust, en það er einungis byrjunin, sláturtíðin heldur áfram á komandi árum. Ég gekk meðfram mannfjöldan- um og virti hann fyrir mér um stund. „Þetta er mikil mótmælaganga,“ sagði fylgjunautur minn. „Finnst þér það virkilega?“ sagði ég. „Þú hefðir átt að vera hér í maí 68, þá hefðirðu séð alvöru mót- mælagöngur. Þá voru Daniel Cohn- Bendit og Alain Geismar í broddi fylkingar, og það voru karlar í krapinu, skal ég segja þér. Og á eftir þeim kom manngrúinn, þrjú hundruð þúsund manns ef ekki meira, með kröfuspjöld og vígorð sem voru hreinn og tær skáldskap- ur. Rauðu fánarnir voru alls staðar á lofti eins og þéttur skógur, og menn sungu Nallann svo borgin nötraði. Og yfirvöldin voru eins og hræddir hérar...“ „Þegiðu“, sagði fylgjunautur minn. „Þú ert orðinn elliær.“ Við héldum áfram upp á Lýðveldistorg, gangan kom á móti okkur og sá ekki fyrir endann á henni. Ég varð að viðurkenna að þetta voru voldug mótmæli á sinn hátt; þótt menn teygðu úr fylking- unni með því að ganga dreift var ekki vafi á að þarna voru nokkrir tugir þúsunda manna, og eins og gjarnan ber við í slíkum aðgerðum vantaði ekki að hugarflugið væri með í ferðinni. Nemendur fram- haldsskóla gengu hópum saman og báru á höfðinu húfur með löngum asnaeyrum, og átti það að gefa til kynna andlegt ástand þeirra, ef niðurskurðurinn næði fram að ganga; í miðri göngunni var roskinn maður sem ýtti á undan sér e.k. litlum valtara til merkis um að yfirvöldin reyndu nú að valta yfir allt og alla; maður spígsporaði um allt á stultum og gnæfði yfir aðra, en tveir menn gengu hlið við hlið dulbúnir eins og gíraffar; bílar óku um með gjallarhorn, þaðan hljómuðu setningar sem göngumenn svöruðu síðan í kór og heyrðust mér það vera brot úr leikritinu um Bubba kóng eða a.m.k. í þeim anda og snúast um niðurskurð af ýmsu tagi. Svo voru sungnir útúrsnúningar á ýmsum lögum. Maður í gervi Sarkozys lét taka af sér mynd fyrir framan skilti verslunar á Lýðveld- istorgi sem bar heitið „Trúður lýðveldisins“. Ekki var við öðru að búast því ærið var tilefnið. Kennarar velta því fyrir sér hvernig hægt verði að halda uppi kennslu með þessum niðurskurði, ekki er hægt að fjölga í bekkjum meira en orðið er, það leyfa öryggisreglur ekki, enda eru skólastofur oftast fullar út úr dyrum, og þá er hætt við að eina lausnin verði sú að fækka tímum, leggja niður valgreinar og annað eftir því. Menntamálaráðherra hefur gefið stórorðar yfirlýsingar um að mikill fjöldi kennara sé alls ekki við kennslu, t.d. í alls kyns leyfum, og það þurfi að halda þessum lýð að vinnu, en kennarar velta því fyrir sér hvernig það muni ganga ef krabbameinssjúk- lingar á lokastigi og konur komnar á steypirinn eiga að fara að kenna óstýrilátum nemendum leikfimi. En þrátt fyrir þetta allt fannst mér einhver daufur andi vera yfir mótmælagöngunni, það var eins og ekki væri fullkomin sannfæring bak við þetta allt. „Það er þetta spaug og þessi trúðslæti sem eru ekki við hæfi“, sagði fylgjunautur minn, vafalaust með hugann við hina miklu alvöru málsins. En þetta spaug er gömul hefð og náði miklu hámarki fyrir fjórum áratugum, það var eitthvað annað sem vantaði. Skýringuna fékk ég skömmu síðar, þegar menntamála- ráðherrann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að ræða við stéttarfélög kennara, en frá niðurskurðinum yrði ekki snúið, og gat þá enginn séð að neitt væri til að ræða um. Síkar yfirlýsingar hafði hann reyndar áður gefið. Nú eru nefnilega úr gildi gengin þau ævafornu sannindi að við ekkert séu yfirvöld jafn hrædd og sína eigin þegna. Þess vegna getur ráðherrann látið sér það sem vind um eyru þjóta, þótt verkföll séu í skólum um allt land og menn mæli göturnar dulbúnir eins og gíraffar. Og þegar yfirvöldin lifa ánægð í fullkomnu óttaleysi og koma fram samkvæmt því er hætt við að holur hljómur sé í mótmælum almenn- ings. Þangað til annað sannara reynist. Gangan EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Mótmæli EINAR K. GUÐFINNSSON Óvænt útspil Framsóknar Breytt afstaða Skiptar skoðanir eru meðal þing- manna um ágæti þess að endurreisa Þjóðhagsstofnun, sem lögð var niður árið 2002. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á móti því að stofnunin yrði lögð niður á sínum tíma en telur óráðlegt að endurreisa hana nú. Sömu sögu er að segja af Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins. Guðni Ágústsson, sem studdi frumvarp um að Þjóðhagsstofnun skyldi lögð niður, segist aftur á móti hlynntur því að hún verði endurvakin. Svona getur hún verið öfugsnúin pólitíkin; þeir sem andmæltu því að Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður fyrir sex árum sjá lítið eftir henni en þeir sem tóku þátt í að leggja hana niður sakna hennar sárt. Of hliðholl eða ekki nógu? Pétri Blöndal segist ekki lítast á að endurreisa Þjóðhagsstofnun því hún hafi legið undir grun um að vera of hliðholl ríkisstjórninni. Stofnunin yrði fljót að fá þann stimpil á sig aftur, þar sem hún yrði háð ríkisvald- inu um fjárveitingar. Það er rétt hjá Pétri að áður en Þjóðhagsstofnun var lögð niður lá hún vissulega undir gagnrýni, en ekki fyrir að vera hliðholl ríkisstjórn- inni, heldur var það Davíð Oddsson, þáverandi forsætis- ráðherra, sem bar brigður á efna- hagsspár hennar. Þyrluferð með öllu Nýlega vöktu athygli fréttir af svöng- um ferðalöngum sem lentu þyrlu við vegasjoppuna Baulu í Borgarfirði og fengu sér pulsu. Ekki fylgdi þó sögunni hversu mikið sjoppuferð með slíku farartæki gæti kostað. Sam- kvæmt upplýsingum hjá þyrluþjónust- unni Norðurflugi kostar klukkustund- arlöng flugferð með þyrlu sem tekur fjóra farþega 115 þúsund krónur. Að viðbættum fjórum pulsum og kóki má gera ráð fyrir heildarkostnaði upp á 116.500 krónur, eða litlar 29.125 krónur á mann. bergsteinn@frettabladid.is Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur U m allt landið reyna kjósendur og yngri áhugamenn um framtíðarhorfur samfélags hér við ysta haf að átta sig á hvert stjórnvöld stefna í atvinnuþróun. Eftir tímabil loftkenndra drauma um vaxandi hlut okkar í fjármálastarfsemi er runnið af mönnum bernskt oflátungskastið og við erum aftur fallin niður á mold- argólfin. Framleiðni hér er of lítil, markaðurinn er of smár í fjölda atvinnugreina, sókn á aðra markaði erfið, sjávarafli fer minnkandi. Ofvaxtarskeiðið sem sumpart stóð vegna hyggjulítillar gjaldeyrisstefnu sem dró til sín fjármagn vegna vaxtamun- ar, sumpart vegna stórframkvæmda, er nú liðið en langt í að ofþenslan hverfi úr efnahagslífinu: það eru hinir dökku drætt- ir sem þenslan skilur eftir sem eru að skýrast nú. Og menn líta til stjórnvalda: yfirvaldsdýrkunin situr djúpt í þjóðarsálinni. Við lítum ekki til atvinnulífsins eftir forystu, sækjum ekki í óþrjótandi banka hugmyndaauðgi einkafram- taksins sem ríkisstjórnarflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokk- urinn, er sífellt að hampa. Nei, við lítum eina ferðina enn til stjórnvalda – og erlendra auðhringa og þess eina sem vita má að við getum selt, vatnsfalla og jarðorku. Það er þrýst á hraðan framgang rannsókna og síðan und- irbúnings nýrra virkjana, þvert ofan í viðurkenndan meiri- hluta vilja atkvæðabærra manna, að hollast væri nú að hugsa vel okkar ráð, bíða, fara fram með forsjá. Það er hinn lýð- ræðislegi vilji. Sá vaxandi þungi náttúruverndar sem hefur hin síðari misseri lifnað er ekki bara barnaskapur, hugsjóna- flónska eins og þeir segja fyrir austan og norðan sem hafa séð stofna hverfa úr hafi, nálæg mið tæmast, byggð dragast saman og innlendan iðnað hverfa. Örvæntingin í dreifðum byggðum landsins blekkir þá sem trúa að fagurt mannlíf hefj- ist í dreifðum byggðum með þrjú hundruð starfa verksmiðju. Bakki bjargar ekki Þingeyjarsýslum, Reyðarfjörður reddar ekki fámenninu fyrir austan. Og þeir sem fullyrða að velmegun megi enn um sinn halda uppi með nýjum virkjunum, nýjum verksmiðjum, nýjum þenslugjöfum verða á endanum að svara því: og hvað svo? Nýir atvinnukostir, stöðugri velferð gætu haldist í hendur væru okkur allir vegir færir. Ekki inn á fjarlæga markaði heldur nálæga. Fengjust þeir ruddir. Regluverkið sem brennt er í hugsun þeirra sem trúa á stóru lausnina: stóra virkjun og stóra verksmiðju, er fornt en virkar vel í mörgum gömlum nýlendum með einhæfa og veika framleiðslugetu. Okkur dett- ur ekki einu sinni í hug að spyrja: hvers vegna er framleiðni okkar svona slök? Og breyta vana okkar þegar svarið fæst. Og enn síður eru menn tilbúnir að varpa ábyrgð lífsafkom- unnar á einstaklingana – hugkvæmni og frumkvæði þeirra – sem á endanum verða að bjarga sér. Nei, köllum á ríkisstjórn- ina, hringjum svo í næsta alþjóðlega auðhring, ryðjum lönd fyrir lón, tökum ný lán fyrir fleiri virkjunum. Það er sjálf- stæð afstaða. Dagdraumar sumarblíðunnar: Hinn óvissi tími PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.