Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 34
Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. 26 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is BADMINTON Badmintondrottningin Ragna Ingólfsdóttir fer í aðgerð eftir Ólympíuleikana í Peking. Ragna sleit krossband í vinstri fæti í apríl á síðasta ári og hafa meiðslin sett strik í reikninginn hjá Rögnu. Hún keppir þó á leikunum en ætlar síðan að taka sér frí frá badmintoniðkun til að vinna bug á meiðslunum. „Ég verð að fara í aðgerð ef ég ætla að halda áfram að spila. Það hefur komið vatn inn á hnéð og aðgerð er óumflýjanleg. Ég hef verið að þjösnast á þessu í meira en ár og þarf að láta gera við þetta,“ sagði Ragna sem verður frá keppni í hálft ár hið minnsta eftir aðgerðina. - hþh Ragna Ingólfsdóttir: Fer í aðgerð eftir Ólympíuleikana RAGNA Ætlar að sigrast á krossbandasliti í eitt skipti fyrir öll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Öll kvennaliðin komin með þjálfara Fjölnir er kominn með þjálfara í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili en þá eru öll átta lið deildarinnar komin með þjálfara. Bandaríkjamaðurinn Patrick Oliver mun þjálfa Fjölnis- stelpurnar ásamt því að leika með karlaliðinu í 1. deild. Oliver lék fyrstu fimm leikina með Fjölni veturinn 2006-07 en var látinn fara eftir að hafa skorað 15,2 stig, tekið 7,4 fráköst og varið 3,8 skot að meðaltali í leik. Oliver tekur við af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem ætlar að einbeita sér að spila með liðinu en hún tók við þegar Nemanja Sovic hætti með liðið í fyrra. Íslandsmótið í höggleik hefst í Vestmannaeyjum næst- komandi fimmtudag og þar mun Keilismaðurinn Björgvin Sigurbergsson reyna að verja Íslandsmeistarartitilinn en hann varð meistari í fjórða sinn á Hvaleyrinni í fyrra. „Ég var með í Keflavík en annars hef ég verið rólegur alveg eins og í fyrra. Þetta hefur því verið svipað sumar hjá mér,“ sagði Björgvin spurður um hversu mikið hann hefur verið með á mótunum í sumar. „Ég var að spila vel í fyrra og get spilað vel ef ég vil. Svo er þetta bara spurningin um að þetta smelli og að aðrir spili verr en ég,“ segir Björgvin í léttum tón. „Þetta er stærsta mótið og það sem allir stefna á að reyna að vinna. Það er fullt af strákum sem geta unnið þetta. Ég ætla bara að hafa gaman af þessu og reyna að standa mig. Ég á eftir að vinna Íslands- mót í Eyjum. Ef strákarnir verða góðir við mig þá gæti þetta orðið fimmti titillinn,“ segir Björgvin sem virkar mjög afslappaður fyrir mótið í Eyjum. Honum líst líka vel á mótstaðinn. „Þessi völlur og þetta svæði er bara snildin ein. Það má samt segja að það sé von á öllu á vellinum í Eyjum og þú veist oft á tíðum ekki hvort þú ert að koma eða fara, hvað vind varðar, þegar þú stendur á teignum,“ segir Björgvin. Veðurspáin fyrir mótið er ekki alltof góð en Björgvin hefur ekki áhyggjur af því. „Einhvers staðar var það skrifað um mig að ég elskaði rok og rigningu þannig að það hlýtur bara að vera svoleiðis. Ef að þetta smellur hjá manni þá getur maður alveg elskað rok og rigningu eins og allt annað. Ég vann 1995 í rok og rigningu á Hellu þannig að ég elska rok og rigningu,“segir Björgvin hlæjandi. Dóttir hans Guðrún Brá mun taka þátt í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn en hún er aðeins fjórtán ára og þegar orðin ein af efnilegustu golfkonum landsins. Þau fóru saman með Herjólfi í gær ásamt allri fjölskyldunni. „Þetta er í fyrsta sinn sem við keppum á sama móti. Það verður því bara fjölskyldustemning í Eyjum,“ sagði Björgvin að lokum. ÍSLANDSMEISTARINN BJÖRGVIN SIGURBERGSSON: VONAST TIL AÐ VERJA TITILINN OG VINNA Í FIMMTA SINN Þeir hafa skrifað að ég elski rok og rigningu Landsbankadeild kvenna KR-Þór/KA 3-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (20.), 1-1 Alexandra Tómasdóttir (32.), 2-1 Edda Garðarsdóttir (73.), 3-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (75.) HK/Víkingur-Valur 1-4 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (54, 1-1 Þórhildur Stefánsdóttir (56.), 1-2 Dóra M. Lárusdóttir (76.), 1-3 Katrín Jónsdóttir (81.), 1-4 Margrét Lára (89.). Fjölnir-Stjarnan 0-3 Inga Friðjónsdóttir, Björk Gunnarsdóttir 2. Afturelding-Fylkir 1-0 1-0 Mist Edvardsóttir (77) Keflavík-Breiðablik 0-2 Hlín Gunnlaugsdóttir, Hekla Pálmadóttir. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI KR-stúlkur þurftu að hafa vel fyrir hlutunum þegar þær unnu Þór/KA í skrautlegum leik á KR- vellinum í gærkvöld. KR-stúlkur hófu leikinn af mikl- um krafti og mættu gestunum í Þór/KA hátt uppi á vellinum með stífri pressu, sem gafst vel. Fyrsti stundarfjórðungur leiksins fór algjörlega fram á vallarhelming gestanna sem áttu í vök að verjast og talsvert reyndi á Berglindi Magnúsdóttur í markinu. Markið lá hreinlega í loftinu og það kom loksins á 20. mínútu. KR- stúlkan Embla Sigríður Grétars- dóttir átti þá sendingu sem fór af varnarmanni Þórs/KA og barst fyrir lappirnar á Fjólu Dröfn Frið- riksdóttur sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Berglindi og KR komið með verðskuldaða forystu. Það fór hins vegar svo að Þór/ KA náði að jafna leikinn á 32. mín- útu þegar Alexandra Tómasdóttir fékk sendingu inn fyrir vörn KR og skoraði af harðfylgi án þess að markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir kæmi neinum vörn- um við. Gestirnir voru fram að því í raun ekki búnir að sýna mikla sóknartilburði, en framherjinn Rakel Hönnudóttir var þó sívinn- andi og gaf varnarmönnum KR lít- inn tíma til að athafna sig. Staðan var enn jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Það dró svo heldur betur til tíð- inda snemma í seinni hálfleik þegar KR-stúlkan Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fékk að fjúka útaf með rautt spjald. Ólína fékk fyrst gult spjald fyrir kjaftbrúk og svo annað gult og þar með rautt fyrir að því er virtist látalæti í fram- haldi að því, þar sem hún klappaði dómaranum lof í lófa á kaldhæðn- islegan hátt. Þór/KA-stúlkur voru nálægt því að nýta sér liðsmuninn á 70. mín- útu þegar Rakel slapp ein í gegn- um vörn KR eftir sendingu hinnar slóvensku Mateja Zver, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Akur- eyrarliðið, en skot hennar fór beint á markið. KR-stúlkur voru þó ekki af baki dottnar og sýndu styrk sinn á loka- mínútunum. Fyrst skoraði Edda Garðarsdóttir með langskoti á 73. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir, einnig með þrumuskoti utan teigs. Rakel komst í tvígang nálægt því að minnka muninn á lokakafl- anum en allt kom fyrir ekki og KR-stúlkur unnu að lokum dýr- mætan 3-1 sigur og hanga því áfram í Valsstúlkum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Við fengum hundrað færi sem við nýttum ekki og komum okkur í vandræði þegar við lentum einum manni færri. En við sýndum svo fínan karakter og ég er fyrst og fremst ánægð með sigurinn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, var fremur svekktur með að fá ekkert fyrir sinn snúð. „Eins og þetta spilaðist þá hefði ég gjarnan viljað fá eitthvað út úr leiknum. Við sköpuðum okkur nokkur fín færi, sem hefðu mátt nýtast,“ sagði Dragan að lokum. omar@frettabladid.is Tíu KR-stúlkur afgreiddu Þór/KA KR-stúlkur sýndu mikinn karakter þegar þær unnu sprækt lið Þór/KA ,3-1, á KR-vellinum í gærkvöld. KR- stúlkur voru einum leikmanni færri nær allan síðari hálfleik eftir að Ólína Viðarsdóttir fékk rautt spjald. MARK Alexandra Tómasdóttir skorar hér jöfnunarmark Þórs/KA á KR-vellinum í gær. En KR-stúlkur sýndu mikinn karakter þegar þær komu til baka í síðari hálfleik, þá einum leikmanni færri, og skoruðu tvö mörk og unnu að lokum 3-1. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.