Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 12
12 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Radovan Karadzic handsamaður Vísindamenn telja mögulegt að nýtt lyf gegn krabbameini í blöðru- hálskirtli gæti valdið straum- hvörfum í meðhöndlun krabba- meinsins. Lyfið, sem heitir Abiraterone, gæti virkað á allt að 80 prósent sjúklinga sem þjást af ólæknandi krabbameini í blöðru- hálskirtli. Lyfið virkar þannig að það stöðvar framleiðslu á þeim hormónum sem ýta undir vöxt meinsins. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein meðal karlmanna. Á Íslandi greinast um 185 menn með slíkt krabbamein árlega og 43 deyja, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfé- laginu. Nýjasta rannsóknin á lyfinu byggist á 21 sjúklingi með sjúk- dóminn á lokastigi og sýndi að æxli minnkuðu talsvert mikið við inn- töku lyfsins. Margir sjúklinganna sögðust einnig finna fyrir bættari lífsgæðum og nokkrir höfðu hætt að taka morfín, sem þeir höfðu þurft að taka vegna sársauka þegar krabbamein hafði breiðst í beinin. Stærri og betri rannsókna er þó þörf og nú er hafin rannsókn á um 1.200 sjúklingum um allan heim. Vonir eru bundnar við að lyfið muni geta hjálpað annars konar krabbameinssjúklingum líka, meðal annars konum með brjósta- krabbamein, sem er algengasta krabbameinið í konum. - þeb Lyf við krabbameini í blöðruhálskirtli í þróun: Binda vonir við nýtt lyf Meðal þeirra sem fagna hand- töku Radovan Karadzic er Vil- borg Auður Ísleifsdóttir sagn- fræðingur og félagar hennar í BISER, samtökum kvenna í Bosníu, sem hafa það markmið að styrkja konur sem urðu illa úti í Bosníustríðinu. „Aida Daidzic, stofnandi sam- takanna, sagði mér í morgun að fólk hefði dansað af gleði í helli- rigningu í Sarajevo,“ sagði Vil- borg í gær. „Nú er bara tíma- spursmál hvenær fjöldamorðinginn Ratko Mladic verður handtekinn og framseld- ur.“ BISER-samtökin eru starfrækt í Bosníu, Þýskalandi og á Íslandi. Formaður Íslandsdeildarinnar er Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrver- andi þingkona Kvennalistans. Árið 2000 unnu samtökin mál gegn Karadzic, sem höfðað var fyrir dómstól í New York og byggt á lögum frá átjándu öld, sem upphaflega voru sett til höf- uðs sjóræningjum í Karíbahaf- inu. „Menn geta sótt mál fyrir bandarískum dómstólum á grundvelli þessara laga,“ segir Vilborg, sem er ein helsta drif- fjöður Þýskalandsdeildar sam- takanna í Wiesbaden. „Við unnum sigur í þessu máli og það tryggir að allt það fé sem hann kynni að hafa stungið undan lendi ekki hjá fjölskyldu hans og fylgismönnum, heldur verði greitt fórnarlömbum hans.“ - gb Samtök kvenna í Bosníu fagna handtöku Karadzics: Fólkið dansaði af gleði í rigningunni í Sarajevo VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR Samtök kvenna í Bosníu unnu mál gegn Kar- adzic sem tryggir að hugsanleg auðævi hans renni til fórnarlamba glæpanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... Radovan Karadzic var pólitískur leiðtogi Serba í Bosníustríðinu og bar ásamt herforingjanum Rat- ko Mladic ábyrgð á verstu stríðsglæpum Evrópu á síðasta áratug 20. aldar. Mikill fögnuður braust út á mánu- dagskvöld í Sarajevó og víðar meðal múslima í Bosníu-Herse- góvínu þegar fréttist af því að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefði verið handtekinn. Fólk þyrptist út á götur, bílflautur voru þeyttar og breitt bros á hverju andliti. Meðal Serba, bæði í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu og handan landamæranna í Serbíu, voru tilfinningar hins vegar blendnar og viðbrögðin frekar þegjandaleg, þótt reiðir stuðn- ingsmenn hans hafi reyndar safn- ast saman í Belgrad og hrópað stuðningsorð til hetju sinnar. Karadzic var handtekinn í einu úthverfa Belgrad á mánudags- kvöldið. Serbneskar öryggissveit- ir fundu hann þegar leit stóð yfir að Ratko Mladic herforingja, félaga Karadzic sem einnig er eft- irlýstur fyrir stríðsglæpi. Dómstóll í Júgóslavíu hefur þegar úrskurðað að hann verði framseldur til Haag, en Karadzic hefur þriggja daga frest til að andmæla framsalsdómnum. Lög- fræðingur hans segir að andmæl- in verði ekki lögð fram fyrr en á síðasta degi, til þess að veita stjórnvöldum í Serbíu ekki þá ánægju að hann verði framseldur án tafar. Geðlæknir og ljóðskáld Karadzic er geðlæknir og ljóð- skáld, en helgaði sig stjórnmálum þegar Júgóslavía fór að liðast í sundur fyrir tæpum tveimur ára- tugum. Hann barðist fyrir því að halda landinu saman, ásamt serb- neskum félögum sínum, bæði í Bosníu og Króatíu. Árið 1990 tók hann þátt í að stofna Serbneska lýðræðisflokk- inn í Bosníu-Hersegóvínu, en tókst ekki að koma í veg fyrir að Bosnía-Hersegóvína yrði sjálf- stætt ríki árið 1992, árið eftir að Slóvenía og Króatía fengu sjálf- stæði. Karadzic varð þó forseti Serb- neska lýðveldisins innan Bosníu- Hersegóvínu og varð um leið æðsti yfirmaður herafla Bosníu- Serba. Fljótlega upphófst stríð í þessu nýstofnaða landi og næstu þrjú árin börðust Serbar, Króatar og múslimar innbyrðis af mikilli grimmd. Bosníu-Serbar vildu stofna eigið ríki og helst samein- ast Serbíu og reyndu allt hvað þeir gátu til þess að tryggja sér sem stærst landsvæði. Bærinn Srebrenica átti að vera griðastaður múslima undir sér- stakri vernd Sameinuðu þjóðanna. Engu síður réðust Serbar á bæinn í júlí árið 1995 og frömdu þar verstu glæpi stríðsins. Nærri átta þúsund manns, flest karlmenn og drengir, voru myrtir í hópum og grafnir með leynd í fjöldagröf- um. Ákærur og flótti Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna fyrir Júgóslavíu, sem staðsettur er í Haag í Hollandi, gaf árið 1995 út ákærur á hendur Karadzic og herforingjanum Ratko Mladic, sem stjórnaði aðgerðum serbneska hersins í Bosníustríðinu. Þeir voru báðir ákærðir fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi, ofsókn- ir, morð og nauðungarflutninga á fólki, svo nokkuð sé nefnt af ákæruatriðunum. Ákæran nær til glæpa sem framdir voru í Bosníu- stríðinu árin 1992-95, en sérstak- lega þó glæpi tengda fjöldamorð- unum í Srebrenica sumarið 1995 og umsátrinu um höfuðborgina Sarajevo öll stríðsárin. Karadzic var þó ekki handtek- inn strax og hefur farið huldu höfði síðan 1998, en dómstóllinn í Haag og stjórnvöld í Evrópuríkj- um hafa lagt hart að serbneskum stjórnvöldum að aðstoða við leit- ina. Serbíustjórn hefur jafnan lofað öllu fögru, en árangurinn látið á sér standa þar til nú. Evrópusambandið hefur fagnað þessum síðbúna árangri leitarinn- ar og telur hann til vitnis um ein- lægan vilja Serbíustjórnar til þess að uppfylla kröfur Vesturlanda. „Þetta veitir okkur gífurlega ánægju,“ sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála hjá Evr- ópusambandinu. „Nýja ríkis- stjórnin í Belgrad er merki um nýja Serbíu, um ný og endurbætt samskipti við Evrópusambandið.“ Sannfærandi gervi Stjórnvöld í Serbíu segja að Kar- adzic hafi á flóttanum tekið sér nýtt nafn: Dragan Dabic. Hann hafi starfað á læknastofu og stund- að óhefðbundnar lækningar. Á ljós- myndum, sem serbnesk stjórnvöld birtu í gær, er Karadzic nánast óþekkjanlegur – hvíthærður með mikið hvítt skegg og hárið bundið í tagl, auk þess sem hann hefur sett upp gleraugu. Kannski ekki furða að leitin hafi gengið illa. „Gervið var mjög sannfærandi,“ hefur AP-fréttastofan eftir Vladi- mir Vukcevic, saksóknara stríðs- glæpadómstólsins í Haag. „Meira að segja leigusalar hans vissu ekki hver hann var.“ Eiginkona hans, Ljiljana Kar- adzic, hefur öll þessi ár statt og stöðugt haldið því fram að hún vissi ekkert hvar maður sinn væri niðurkominn og virtist fegin að heyra að hann væri á lífi. „Þegar síminn hringdi vissi ég að eitthvað væri að,“ sagði hún eftir að fréttir bárust af handtöku hans á mánudagskvöld. „Ég er í losti. Ringluð. En núna vitum við þó að hann er á lífi.“ Hélt áfram að yrkja Karadzic virðist hafa haldið ótrauður áfram að yrkja. Í það minnsta kom árið 2005 út í Serbíu ljóðabók, sem sögð var eftir Kar- adzic, sem þá hafði farið huldu höfði í nærri áratug, og olli sú útgáfa nokkru uppnámi. Eitt ljóð- anna í þeirri bók heitir Srebrenica, þar sem segir meðal annars: „Bær- inn brennur eins og reykelsi, í reyknum ólgar samviska okkar.“ Fór huldu höfði í áratug MLADIC OG KARADZIC Ratko Mladic herforingi og Radovan Karadzic forseti á fyrstu mánuðum Bosníustríðsins. Mladic er enn í felum. NORDICPHOTOS/AFP SANNFÆRANDI GERVI Radovan Karadzic stundaði óhefðbundnar lækningar í Belgrad, skrifaði í tímarit og hélt áfram að yrkja ljóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Eftir að Srebrenica féll í hend- ur serbneska umsátursliðsins í júlí 1995 virðist hafa átt sér stað sannarlega hryllilegt fjöldamorð á hinum íslömsku íbúum bæjar- ins,“ sagði Fouad Riad, dómari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrir Júgóslavíu, þegar hann hafði lýst ákærunum á hendur þeim Mladic og Karadzic í nóvember 1995. „Sönnunargögnin sem sak- sóknari hefur lagt fram sýna villimennsku sem erfitt er að gera sér í hugarlund: þúsundir manna teknir af lífi og grafnir í fjöldagröf- um, hundruð manna grafnir lifandi, menn og konur limlest og drepin, börn drepin fyrir augum mæðra þeirra, afi þvingaður til þess að borða lifur úr sonarsyni sínum. Þetta eru svo sannarlega frásagnir frá helvíti, skrifaðar á myrkustu blaðsíður mannkynssögunnar.“ MYRKUSTU BLAÐSÍÐUR SÖGUNNAR FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.