Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 20
[ ] Hugrún Hannesdóttir tók nýlega þátt í The Big Five-mar- aþoni í Suður-Afríku en hún er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í því hlaupi. „The Big Five vísar til hinna stóru frægu dýra í Suður-Afríku, fílsins, nashyrningsins, vísundarins, hlé- barðans og ljónsins,“ útskýrir Hug- rún og bætir við: „Þetta maraþon er hálfgert fjallahlaup, en hlaupið er í þjóðgarði innan um villt dýr. Það var ótrúleg tilfinning að hlaupa innan um strúta og antilópur.“ Hlaupaleiðin var oft hættuleg en að sögn Hugrúnar vöktuðu þjóð- garðsverðirnir dýrin til að vita hvar þau væru. Gist var í þjóðgarð- inum í sjö nætur, farið var í safarí og dýrin skoðuð og segir Hugrún það hafa verið mikla upplifun. Hlaupaleiðin var líka skoðuð áður en lagt var af stað í hlaupið. „Mér leist ekkert á blikuna þegar ég sá leiðina því hún er mjög erfið á köfl- um og hitinn mikill. Suma hluta leiðarinnar er ekki einu sinni hægt að hlaupa, en ég ákvað að láta slag standa og þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Hugrún en hún kom heim úr ferðinni þriðja júlí síðastliðinn. Hugrún titlar sig sem alhliða úti- vistarmanneskju. Hún fer reglu- lega á fjöll, fór á Mont Blanc í fyrra og æfði vel fyrir það. Einnig hefur hún hlaupið tíu kílómetra í Reykja- víkurmaraþoninu en þetta var í fyrsta sinn sem hún hljóp hálft maraþon. Alls tóku rúmlega 160 manns þátt í hlaupinu alls staðar að úr heiminum og af hópnum hennar Hugrúnar voru þau fjögur sem hlupu hálft maraþon. Hópurinn hennar stóð sig vel og vann til nokkurra verðlauna. „Það var ótrú- legt kikk að koma í mark og góð stemning hjá öllum hópnum. Það er svo gaman að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Hugrún. Hugrún vinnur á Ferðaþjónustu bænda og komst í kynni við þetta maraþon í gegnum vinnuaðila í Danmörku. Hún varð svo hrifin af þessu ævintýri að ferðin verður í boði hjá Ferðaþjónustu bænda á næsta ári. „Það er alveg á hreinu að við ætlum að selja þessa ferð, hún er geggjuð,“ segir Hugrún. klara@frettabladid.is Hlaupið með villidýrum Umhverfið og útsýnið var stórkostlegt þar sem Hugrún hljóp. Landakort er gott að hafa með sér á ferð um landið, sérstaklega ef fólk þekkir ekki leiðina sem farin er. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Flatey á Breiðafirði býður bæði upp á frið og fjör yfir sumartímann. Kvikmyndin Brúðguminn og Hótel Flatey með uppbúin rúm og lostæti úr Breiðafirði á borðum hafa aukið vinsældir Flateyjar á Breiðafirði sem viðkomustaðar. Sjarmi Flat- eyjar er vissulega ekki nýr af nál- inni og bændagisting er og hefur verið í Krákuvör og tjaldstæði í Króksvör. Hótelið sem opnað var í fyrravor er í þremur fallega uppgerðum húsum við Grýluvog. Gistiaðstað- an er í Eyjólfspakkhúsi og Stóra- Pakkhúsi en veitingastofan í sam- komuhúsi Flateyjar. Þar eru líka yfirleitt einhverjir viðburðir um helgar yfir sumarið. Næsta laugar- dag er ball með Draugabandinu sem skipað er þeim snillingunum Ingólfi Steinssyni og Lárusi Gríms- syni og sá síðarnefndi verður með barnaskemmtun á sunnudeginum. Um verslunarmannahelgina verð- ur Spaðaball og helgina næstu á eftir er komið að Flateyjardögum sem hafa uppá margt að bjóða. Hótelstjórinn Ingibjörg Péturs- dóttir segir gistinguna fullbókaða næstu tvær helgar. Hún ætlar að hafa opið út september svo fremi næg aðsókn verði. - gun Paradísin Flatey Hótel Flatey er í þremur fallega uppgerðum húsum. Þetta er eitt af þeim. FR ET TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Dýrin í öndvegi UPPSTOPPAÐIR REFIR, HANAR, LUNDAR OG HRAFNAR ÁSAMT HAUSUM AF HREINDÝRUM OG HRÚTUM FÁST Í UPPSTOPPUÐU BÚÐINNI Á HVOLSVELLI. „Ég hef hvergi séð svona búð með uppstoppuðum dýrum og held þær séu ekkert algengar,“ segir Bjarni Sigurðsson, hestamaður og bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Hann rekur Uppstoppuðu búðina ásamt fjölskyldu sinni og meðal söluvara eru skrautlegir hanar sem hann ræktar. Uppstoppaða búðin er í litlu húsi við gistiheimilið Ásgarð Í búðinni er líka smá- vegis af hestavör- um frá Knapanum í Borgarnesi en dýrin eru í öndvegi. „Allt sem hægt er að stoppa upp verður selt í þessari búð,“ segir Bjarni. - gun Litskrúðugir hanarnir frá Torfastöðum vekja athygli. Hugrún Hannesdóttir er enn í gleðivímu eftir þessa ferð og mælir eindregið með henni fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.