Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 32
24 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! CHRISTIAN BALE, GARY OLDMAN, AARON ECKHART, MICHAEL CAINE, MORGAN FREEMAN OG HEATH LEDGER STÍGA EKKI FEILSPOR Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND! BESTA MYND ALDARINNAR! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA! HEATH LEDGER ER STÓRKOSTLEGUR SEM JÓKERINN! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 12 L L 7 12 L THE STRANGERS kl. 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 6 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 16 12 L THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 L 14 THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9 - 12 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 16 L 12 7 12 12 THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 HANCOCK kl. 10.20 MEET DAVE kl. 5.50 - 8 BIG STAN kl. 5.50 - 8 THE INCREDIBLE HULK kl. 10.10 SÍMI 530 1919 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á SPENNUTRYLLI Í USA! Einn magnaðasti spennutryllir fyrr og síðar! Byggður á sönnum atburðum! "MYNDASÖGUBÍÓMYNDIR EÐA BARA FRAMHALDS- MYNDIR YFIR HÖFUÐ GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA. FULLT HÚS STIGA! FRÁBÆR MYND. TOMMI - KVIKMYNDIR.IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS DIGITAL DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 12 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 VIP MAMMA MÍA kl. 3:40 - 6 - 8:20 L DECEPTION kl. 8 - 11:10 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L WANTED kl. 11:10 16 NARNIA 2 kl. 5 7 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - ( 11:10 Power) 12 DECEPTION kl. 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L WANTED kl. 8 16 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 MAMMA MÍA kl. 8 L BIG STAN kl. 10:20 12 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 L KUNG FU PANDA m/Ensku tali kl. 8 L DECEPTION kl. 10 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 HELLBOY 2 kl. 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 8 L deception EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! BESTA MYND ALDARINNAR! - bara lúxus Sími: 553 2075 THE DARK KNIGHT kl. 4, 7 og 10-POWER 12 HELLBOY 2 kl. 8 og 10.15 12 MAMMA MIA kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 L  - T.V, Kvikmyndir.is  - Ó.H.T, Rás 2  - L.I.B, Topp5.is/FBL V.J.V. - Topp5.is/FBL  Tommi - kvikmyndir.is Sumargleði útgáfunnar Kimi er nú í algleymi og lýkur með stórtónleikum á Nasa í kvöld. Hljóm- sveitirnar Benni Hemm Hemm, Reykjavík!, Borko og Morðingjarnir þeyttust um landið í síðustu viku og héldu sex tónleika frá mánudegi til laugardags úti á landsbyggðinni. „Þetta gekk eins og í sögu og gerði mikið fyrir hljómsveitirnar jafnt og „leibelið“,“ segir Baldvin Esra, for- stjóri Kima, öflugasta plötuútgáfu- fyrirtækis landsins um þessar mundir. Hann gerir út frá Akureyri. „Þetta hefði þó aldrei gengið upp ef við hefðum ekki fengið styrk frá Kraumi. Án þess styrks hefði þurft að kosta 5.000 kall inn á hverja tón- leika.“ „Sjálfur ólst ég upp á Ísafirði og það var mjög mikilvægt að fá bönd eins og Sororicide, Sigur Rós og Maus til að koma og spila,“ segir Haukur Magnússon í Reykjavík! „Ef enginn kíkir á landsbyggðina verður menningarbilið á milli höf- uðborgar og landsbyggðar ennþá meira. Þótt allir geti verið vinir á Myspace er það bara ekki nóg.“ Misjöfn mæting var á tónleikana. „Það var frábær mæting á Ísafirði og Húsavík og svo vorum við heppn- ir að detta inn á LungA á Seyðisfirði þar sem mikið af jaðarfólki safnast saman,“ segir Baldvin. „Stokkseyri og Höfn stóðust alveg væntingar miðað við staðsetningu en tónleik- arnir á Akureyri voru þeir einu sem voru undir væntingum. Mér finnst það satt að segja hálf ömurlegt að ekki fleiri hafi mætt. Maður er að halda úti útgáfufyrirtæki í bænum sem hlýtur að efla menningarlífið og svo mætir bara enginn.“ „Morðingjarnir unnu bolakeppn- ina með bolnum „Hvítt rusl – svona gerist ef maður ríður frænku sinni“,“ segir Haukur. Hann segir ekki góðri lukku stýra að drekka bjór upp á hvern dag. „Við guldum þess í rútunni. Þar var gríðarleg prumpulykt. Þrátt fyrir það myndi ég hiklaust vera á stanslausum túr um landið ef það væri nógu stórt til að bera það.“ Öllu verður tjaldað til á lokatón- leikum Sumargleðinnar í kvöld. Þar kostar þúsund kall inn eins og á aðra tónleika Sumargleðinnar. „Það er gott í kreppunni og svo verður auðvitað hægt að gera góð kaup á vörum fyrirtækisins,“ segir Bald- vin. gunnarh@frettabladid.is Jaðarrokk í prumpulykt SUMARGLEÐIN Á ÍSAFIRÐI Meðlimir hljómsveitanna Benna Hemm Hemm, Reykja- vík!, Borko og Morðingjanna gáfu sér tíma til að stilla sér upp í báti á Ísafirði. Öll þessi bönd spila á Nasa í kvöld. LJÓSMYND/JULIA STAPLES ÖLL BÖNDIN SAMAN Í LOKAATRIÐINU Góður félagsskapur vill myndast með því að hlunkast saman í rútu í prumpu- lykt. LJÓSMYND/JULIA STAPLES BÖNDIN, RÚTAN OG HENSON-GALL- ARNIR Sumargleði Kima klikkar ekki á smáatriðunum á Seyðisfirði. LJÓSMYND/JULIA STAPLES Ólöfu Arnalds hefur verið boðið pláss á hinni mikilvægu WOMEX, eða World Music Expo. Ólöf er fyrsti Íslendingurinn sem býðst þátttaka. WOMEX er nokkurs konar tónlistarmarkaður, þar sem má njóta tónlistar frá öllum heim- inum og er lögð áhersla á þjóðlega tónlist af öllum toga. WOMEX er því gríðarlegt tækifæri fyrir lista- menn og er stærst sinnar tegund- ar. Alls 600 listamenn sækja um árlega en aðeins nokkrar tylftir fá pláss. Í ár verður WOMEX haldin í Sevilla, Spáni og stendur frá 29. október til 2. nóvember. Búist er við um 750 plötufyrirtækjum og dreifingaraðilum og 350 blaða- og fréttamönnum. Þá mæta allt að þúsund tónleikahaldarar og skipu- leggjendur hátíða. Ólöf hefur verið á tónleikaferðalagi og spilar á Feeërieën Festival í Brussel á föstudag. Hún vinnur einnig að annarri plötu sinni, en Við og við var valin hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist á íslensku tónlistarverðlaununum 2007. - kbs Fyrst Íslendinga á World Music Expo MIKILL HEIÐUR Ólöfu Arnalds hefur verið boðið á hina virtu WOMEX. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Mr Silla og Mongoose halda upp á hálfs árs afmæli plötunnar sinnar, Foxbite, á Organ í kvöld. „Við ætlum að reyna að gera þetta svolítið afmælislegt. Skreyta og vera kannski með köku,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr Silla. Hey Calipso og Clive hita upp. „Við erum með svolítið öðruvísi útgáfur en eru á plötunni. Við erum búin að breyta lögunum aðeins og við spilum meira sjálf.“ Löng bið hefur verið eftir tónleikum með tvíeyk- inu, en Sigurlaug er búin að vera á tónleikaferðalagi með múm um Evrópu. Þau Magnús B. Skarphéðins- son, eða Mongoose, spiluðu einnig á hluta þess ferða- lags. Margt skemmtilegt henti hópinn á ferðalaginu. „Einhvern tímann vorum við að fara yfir landamæri og vorum með svona „trailer“ aftan á rútunni. Einn meðlimur í Seabear fer í „trailerinn“ að ná í passann sinn. Þar sitja þá bara fjórir menn sem hafa ekkert með okkur að gera að reyna að smygla sér yfir landamærin. Við vorum föst þarna í fleiri tíma og ásökuð um að vera amatörar í mannsmygli.“ Sigurlaug hefur verið í leyfi frá myndlist í LHÍ, en snýr nú aftur að því. Magnús er hins vegar að fara til Japans í listamannasetur í tvo mánuði og því von á að langt verði í næstu tónleika sveitarinnar. „Við gerum kannski eitthvað meira í vetur, en það verður þá frekar eitthvað nýtt efni heldur en þetta.“ Annars er nóg að gera hjá Sigurlaugu. „Ég er búin að vera í Galtarvita í mánuð að taka upp plötu til styrktar vitanum. Svo erum við að taka upp nýja múm-plötu.“ Tónleikarnir hefjast um tíu og kostar 500 krónur inn. - kbs Sökuð um smygl á fólki BREYTA OG BÆTA Mr Silla og Mongoose halda upp á afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Viðtal við bræðurna Arnar og Rúnar Halldórssyni birtist á norska vefmiðlinum Dagbladet.no fyrir stuttu. Þar ræddi blaðamaður við þá bræður um lífið eftir The Boys, en bræðurn- ir náðu miklum vinsældum með hljómsveit sinni fyrir næstum tveim áratugum. Í dag vinnur Rúnar sem arkitekt í New York en Arnar starfar hjá Saga- Film. Þeir bræður segjast báðir eiga kærustu og hefur sá yngri, Arnar, verið með sinni í heil sjö ár. Rúnar stundaði nám í Kaupmanna- höfn og segist hann ætla að flytja þangað aftur að ári liðnu þar sem lífið í New York geti verið erfitt. The Boys orðnir menn THE BOYS Arnar og Rúnar Halldórssynir voru vinsælir í Noregi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.