Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 2008 27 Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal. HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið er í riðli með Pólverjum, Slóvökum, Lettum og Svisslend- ingum í undankeppni HM í Kína á næsta ári. Dregið var í gær en leikið er 25.-30. nóvember, líklega í Póllandi. Eitt lið kemst í aukaleiki um sæti á HM. „Pólverjar eru mjög sterkir og fyrirfram sterkasta liðið í riðlinum. Það þarf allt að ganga upp til að við vinnum þær, þær eru reynslumiklar. Það eru jafnir möguleikar gegn Slóvakíu, ég veit minnst um Letta en held að við eigum fína möguleika gegn þeim og Sviss er lakasta liðið,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari um dráttinn. - hþh Dregið í undankeppni HM: Pólverjar með sterkasta liðið FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson var rekinn sem þjálfari ÍA í fyrra- dag. Fréttablaðið náði loksins í Guðjón í gær en hann var ómyrk- ur í máli í samtalinu. Fyrsta spurning var hvernig hann kvaddi lið ÍA og hvort hann væri ósáttur með brottreksturinn. „Ég er ósáttur með að vera vikið úr starfi en viðskilnaðurinn er á góðum nótum,“ sagði Guðjón sem ætlar að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma. Hann sagði einnig að það lægi alveg ljóst fyrir að hann hafi ekki náð því út úr liðinu sem hann vildi en vildi ekki ræða af hverju. „Ég hef mörg svör á reiðum hönd- um en er ekki tilbúinn að ræða það við fjölmiðla,“ sagði Guðjón. Aðspurður hvort hann hafi trú á því að Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir nái að snúa gengi liðs- ins við sagði Guðjón: „Ég ætla að vona það. Þetta eru góðir strákar og fínir fótboltamenn,“ sagði Guðjón sem svaraði því ekki hvort hann langaði til að halda áfram að þjálfa. „Það kemur bara í ljós. Þetta er ótímabær spurning. Þetta er asnaleg spurning,“ sagði Guðjón. - hþh Guðjón Þórðarson er kominn í frí frá fótbolta um óákveðinn tíma: Vonar að tvíburunum vegni vel EKKERT GEKK Það gekk ekkert upp hjá Guðjóni í sumar. Undir hans stjórn vann ÍA aðeins einn leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði sjö leikjum af tólf. Það skoraði 9 mörk og fékk á sig 23. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Óvíst er hvort íslenska kvennalandsliðið geti spilað æfingaleik fyrir úrslitaleikinn um laust sæti á EM gegn Frökkum þann 27. september. Íslandsmót- inu lýkur 13. september og viku síðar er úrslitaleikur bikarkeppn- innar. Auk þess spilar Valur í Evrópukeppni í byrjun mánaðar- ins. „Þetta er því miður afskaplega erfitt en við höfum ekki útilokað neitt,“ segir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, sem segir að mesta gagnið yrði að spila gegn sterku liði. Hugmynd hefur verið uppi um að spila gegn úrvalsliði leikmanna á Íslandi en ekkert hefur verið ákveðið. - hþh Íslenska kvennalandsliðið: Enginn tími fyrir æfingaleik? LANDSLIÐIÐ Nær líklega ekki að spila æfingaleik fyrir stórleikinn gegn Frökk- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri varð að sætta sig við jafntefli, 26-26, gegn Slóveníu í öðrum leik sínum á HM U-20 ára sem fram fer í Makedóníu. En íslenska liðið gerði einnig jafntefli í fyrsta leik sínum þar. „Við erum eiginlega bara hundfúl að hafa misst þetta svona niður, þar sem við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann. Staðan var 13-10 okkur í vil í hálfleik og við vorum með fjögurra marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir og þær jafna svo leikinn þegar tíu sekúndur eru eftir,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, annar þjálfara liðsins, við Fréttablaðið í gær. - óþ HM U-20 ára í Makedóníu: Annað jafntefli ÓHEPPNAR Íslensku stelpurnar voru nálægt því að vinna Slóveníu en urðu að sætta sig við jafntefli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Guðmundur Benedikts- son segir að Valsmenn þurfi að eiga sinn besta leik í sumar ætli þeir sér að vinna upp tveggja marka forystu FC BATE frá Hvíta-Rússlandi í kvöld. Liðin mætast í forkeppni Meistara- deildarinnar á Vodafone-vellin- um. „Maður á alltaf séns,“ sagði Guðmundur um möguleika Vals. „Þetta er hörku lið og við þurfum að eiga okkar besta leik á tímabilinu til að vinna með þriggja marka mun. Þetta eru þaulþjálfaðir atvinnumenn með 500 milljónir dollara í árslaun, þeir bestu. Þeir hafa þrjá frábæra miðjumenn sem tæta lið í sig fái þeir möguleika á því. Við munum spila okkar leik og við sjáum hvert það leiðir okkur,“ sagði hinn skeleggi framherji. „Ef við þurfum að skora mörk seinni partinn verður bætt í sóknina, en þetta er ekki lið sem þú getur galopnað.“ - hþh Valur mætir FC BATE í kvöld: Þurfum besta leik sumarsins GUÐMUNDUR Segir að allir leikmenn liðsins þurfi að eiga toppleik ef Valur á að komast áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GOLF Golfklúbbur Vestmannaeyja er sjötugur í ár og af því tilefni fer Íslandsmótið í höggleik fram í Eyjum en mótið fór einnig fram þar 1996 og 2003. Golfklúbburinn virðist þó ekki ætla að fá góða afmælisgjöf frá veðurguðunum því það er vond veðurspá á meðan mótið fer fram í Eyjum sem hefst á morgun. „Við vonum að það verði einn þáttur þarna í lagi og það er veðr- ið. Eins og spáin er núna getur pínulítið brugðið til beggja vona. Veðrið mun spila stóra rullu í því hvernig árangurinn verður sem og skemmtanahald í kringum völl- inn,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, á kynningarfundi fyrir mótið. 120 keppendur eru skráðir til leiks og síðan verður skorið niður eftir tvo keppnisdaga. Það ræst út hálf átta á fimmtudaginn og það gæti skipt kylfinga miklu máli hvenær þeir fara út. En hvaða möguleikar eru í stöðunni ef að spárnar ganga eftir og fimmtu- dagurinn verður jafnslæmur og verstu spár segja til um? „Við biðlum bara til veðurguð- anna. Ef veðrið verður erfitt þá gæti það raskað mótinu. Ef við þurfum að fresta leik þá munum við reyna að spila lengur fram á kvöldið því það verður reynt að klára tvær umferðir ef við mögu- lega getum. Ef við náum ekki að klára á fimmtudeginum þá byrj- um við jafnvel fyrr á föstudegin- um og spilum líka lengur,“ sagði Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri GS. „Við munum nota allar leiðir til þess að klára tvo hringi ef við mögulega getum. Ef þeir geta byrjað að ræsa klukkan 6.15 á opna breska þá hljótum við að geta gert það líka,” sagði Hörður. Dóm- arnir á mótinu verða með hand- veðurstöðvar sem gefa góða upp- lýsingar um veðrið allstaðar á vellinum. „Ef það næst ekki þá fellur mót- stjórnin niður einn hring og þá ræður bara einn hringur niður- skurðinum fyrir laugardag og sunnudag. Sama gildir síðan um þá daga,“ bætti Hörður við en hann talaði einmitt um að menn hafi verið heppnir með veður í sumar eða kannski þangað til nú. Slæmt veður setti líka mikinn svip á opna breska meistaramótið um síðustu helgi. „Við búum á Íslandi og við þurfum bara að spila við þær aðstæður sem boðið er upp á. Við erum ekki með eins hraðar flatir og úti og því eigum því að geta spilað í töluvert vondu veðri. Vellirnir hér eru líka styttri þannig að það erum ýmsar for- sendur sem segja að við eigum all- vegna að geta spilað í sama veðri og þeir gerðu á Opna breska meist- aramótinu. En auðvitað verður golfið ekki eins áferðafallegt í svona veðrum,“ sagði Hörður að lokum. -óój Íslandsmótið í höggleik fer fram í Vestmannaeyjum um helgina: Við biðlum til veðurguðanna HELLIDEMBA Kínverjinn Liang Wen-chong lenti í rigningu á opna breska eins og svo margir aðrir. Hér er hann á lokadeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.