Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 38
30 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. fangi, 6. í röð, 8. forsögn, 9. bókstafur, 11. í röð, 12. prumpa, 14. eftirsjá, 16. tveir eins, 17. borða, 18. for, 20. frá, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. viðlag, 3. klaka, 4. úða, 5. loka, 7. umorðun, 10. samhliða, 13. viður, 15. heiti, 16. hald, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. tu, 8. spá, 9. emm, 11. rs, 12. freta, 14. iðrun, 16. tt, 17. éta, 18. aur, 20. af, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. ís, 4. sprauta, 5. lás, 7. umritun, 10. með, 13. tré, 15. nafn, 16. tak, 19. rú. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan fór til sjós með fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni SU 11 í sumarfríi sínu, eins og DV hefur greint frá, en þar reif Helgi upp 700 þúsund krónur fyrir vikuferð á makríl. Helgi mun hafa ákveðið, þegar hann rétti fyrir misgáning barþjóni í Madríd fimm hundruð kall íslenskar fyrir bjór og sá sagði bara „Jonjon what?”, horfði á myndina af Jóni Sigurðssyni með skelfingarsvip og rétti Helga aftur, að eitthvað þyrfti að gera til að mæta vísareikningi þegar heim kæmi. Nú er kominn arftaki Helga á þetta ágæta veiðiskip og er sá einnig sjónvarpsmaður: Hálfdán Steinþórs- son sem meðal annars var með Djúpu laugina og Landsins snjallasti á Skjá einum auk þess að hafa verið meðreið- arsveinn Völu Matt í Veggfóðri. Sigurður Hall, hinn síkáti og geðfelldi sjónvarpskokkur, hefur nú ákveðið að taka við Þjóðleikhúskjallaranum sem yfirkokkur og sá sem rekur eldhúsið þar. Efnisþáttur er í tónlistartímaritinu Mónitor, í ritstjórn Atla Fannars Bjarkasonar, þar sem lesendur fá að spyrja valda viðmælendur út í hvað eina hefur vakið athygli. Þannig hafa Bubbi, Gillzenegger, Megas og Krummi svarað spurningum af stakri samviskusemi en það fylgir með í pakkanum að menn verði að svara hvað sem tautar og raular. Næstur er Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, og sýnir með því nokkra djörfung því spurningar lesenda eru oft nærgöngular og Jakob, öfugt við hina fjóra, í opinberri stöðu. Þannig að spennandi verður að fylgjast með því. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI MORGUNMATURINN „AB-mjólk með múslí. Ég borða jógúrt yfirleitt. Svo fékk ég mér túrkís-kaffi. Það er kallað túrkís þegar maður hellir kaffikornum beint í bollann og soðið vatn beint ofan í. Henry heitir kaffið og er frá Tékklandi.“ Eva Ísleifsdóttir myndlistarkona. „Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur mögu- leiki,“ segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs – einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðarör- yggi. Starfsmönnum 365 hnykkti við samhliða því sem sérstæð sjón kallaði fram ákveðna tegund kát- ínu á mánudag. Jeppa hafði verið lagt í stæði við Skaftahlíð 24 en á húdd hans hafði verið boltað risa- stórt gúmmítyppi. Um er að ræða Toyota 4runner, kominn til ára sinna en býsna vígalegan þó. Búið að hækka hann upp í 38 tommu dekk, bensínbíll með 2,4 vél. Áður en tókst að ná tali af eigandanum var jeppinn farinn. Sá sem er skráður fyrir bílnum er Birkir Arnar Jónsson sem er rétt rúm- lega tvítugur. Hann kannaðist ekki við bílinn svona skreyttan. „Ég er nýbúinn að selja hann. Gerði það um helgina og fór með eigenda- skiptablaðið í gær. Nei, ég veit ekki hver keypti,“ segir Birkir. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að þangað bærust lík- lega ekki upplýsingar um nýjan eiganda fyrr en eftir tvo daga. Birkir segist hafa átt bílinn stutt og hafi því ekki bundist honum neinum tilfinningatengslum. Þessi meðferð fer því ekki fyrir brjóstið á honum. „Ég fór eina ferð á honum í Þórsmörk þar sem ég missti hann út af. Grindin brotn- aði og ég ætlaði að henda honum en ákvað að selja og fékk fyrir ein- hvern 75 þúsund kall. Þetta grey var hálf ónýtt þegar ég keypti hann.“ Á Umferðarstofu er tæknimað- ur Kristófer Ágúst Kristófersson og hann fletti fram og til baka upp í reglugerðum en komst að því að regluverk um þetta væri mjög loðið og teygjanlegt. Vissulega er bannað að hafa útstæða hluti, sem þessi hlutur vissulega er, á bílum en þá þannig að ef þeir skaga út fyrir og geta valdið mönn- um tjóni. Ekki er hægt að segja það um gúmmítyppi þetta og því erfitt að segja hvort þetta er bannað. Sigurður Helgason segir þetta svo vit- laust að engum hafi hugkvæmst að bregðast við svona nokkru. Að bolta það allra heilagasta á húdd- ið: „Þetta byrgir ökumanni ábyggi- lega sýn ef það er eins og typpið á sumum,“ segir Sigurður og hlær. Hann telur líklegt að typpið geti orðið til að trufla menn í umferðinni og þar megi marg- ir ekki við miklu. „Margar aftanákeyrslur hafa orðið þegar menn hafa verið að horfa á eitthvað fallegt uppi á gangstétt. Athyglin þarf að vera á umferð- inni en ekki því sem tengist náttúrunni svona beint,“ segir Sigurður sem veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR HELGASON: GETUR BYRGT ÖKUMÖNNUM SÝN Hættuleg typpa-Toyota á götum Reykjavíkurborgar SÉRSTÆTT HÚDD Þessi Toyota 4runner leikur lausum hala í umferðinni eftir því sem næst verður komist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGURÐUR HELGASON Einhver helsti sérfræð- ingur landsins um umferðaröryggi segir þetta forkastanlegan fíflaskap. „Það er frábært að vera hérna, enda er séð mjög vel um mann,“ segir Gísli Örn Garð- arsson sem er nú staddur í Marokkó við tökur á myndinni Prince of Persia: The Sands of Time. Tökurnar hófust í gær og fara þær fram í borginni Oukaimeden í Marokkó. Tökurnar fara fram í Atlas- fjöllunum í tæplega 3.000 metra hæð. „Maður fær að upplifa allan skalann. Þetta er mun meira framandi en ég bjóst við. Ég hélt að borgin væri vestrænni. Þetta er svona eins og úr 1001 nótt; slöngur, apar og eyðimerkurstormar,“ segir Gísli en Fréttablaðið rétt náði í skottið á honum á milli takna í gærdag. Gísli segir tökurnar umfangsmikl- ar og um þúsund manns á tökustað. Myndin er framleidd af Jerry Bruckheimer og skartar leikurum á borð við Jake Gyllenhaal, Ben Kings- ley, Gemmu Arterton og Alfred Molina. Gísli segir andann í hópnum góðan. „Stemningin er mjög fín. Við erum búin að hanga saman í sex vikur við æfingar og eins og í öllum bíómyndum sem ég hef tekið þátt í þá virðist vera að nást ákveðin samheldni sem er mikilvæg þegar fólk er að vinna svona náið saman. Enda er þetta í grunninn allt af sama meiði þó svo að umgjörðin hérna sé af stærðar- gráðu sem maður hefur ekki kynnst áður,“ segir Gísli en áætlað er að tökum ljúki 12. desember. Sjálfur verður Gísli í tökum með hléum fram í nóvember. - shs Gísli kominn í faðm Bruckheimers GÍSLI ÖRN Tökur hófust í gær á myndinni Prince of Persia: The Sands of Time. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR JERRY BRUCKHEIMER Sér til þess að allur aðbúnaður Gísla og samleikara hans sé fyrsta flokks. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NORDIC PHOTOS „Já, mér liggur við að segja þetta hafa verið á heimaslóðum,“ gantast Ómar R. Valdimarsson fjölmiðlafræðingur. Hann skaut sitt fyrsta hreindýr um helgina og féll það í Sauðárdal skammt frá Kárahnjúkavirkjun, en Ómar R. var einmitt mjög í deiglunni fyrir misseri sem upplýsingafulltrúi Impregilo. Ómar bætist nú í hóp frækinna hreindýraveiði- manna, felldi tarf sem var 84 kíló eftir að búið var að gera að honum. Tarfurinn féll fyrir 150 gramma kúlu úr .308 kalibera Savage riffli. „Þegar ég var í mastersnámi í Bretlandi keypti ég mér hund. Komst svo að því fyrir tilviljun að þetta er veiðihundur, eða ungverskur vizla-hundur. Þegar ég svo kom heim náði ég mér í byssuleyfi og var svo heppinn að fá hreindýraleyfi þegar ég sótti um núna fyrst í vetur.“ Ómar segir veiðimennskuna hafa verið gríðarlega spennandi. Hann var með leyfi á svæði eitt og tvö og fyrsta daginn var farið yfir svæðið en veður var slæmt og ekki fundust dýr. Seinni daginn var svo glampandi sól og þá fundu hann og leiðsögumaður- inn Jón Egill fallegan tarfahóp sem þeir eltu lengi. „Óneitanlega var maður „upptjúnaður“ þegar til kastanna kom. Við vorum búnir að elta dýrin lengi, læðast svo að þeim og svo var einn tarfurinn farinn að horfa á okkur þegar við vorum komnir í færi. En sem betur fer hitti ég vel,“ segir Ómar sem nú reynir að telja konu sinni trú um að rétt sé að krúnan fái að hanga fyrir ofan rúm þeirra í svefn- herberginu. En gerir ekki ráð fyrir því að hafa erindi sem erfiði hvað það varðar. - jbg Ómar skýtur við Kárahnjúka ÓMAR OG TARFURINN Lánið leikur við Ómar í veiðimennsk- unni. Hann fékk B-leyfi í haust, skömmu áður en umsóknar- frestur um hreindýraleyfi rann út, sótti um og fékk hreindýr. GANGA.IS Ungmennafélag Íslands með ánægju Vodafonehöllinni 24. júlí Miðasala á midi.is Sumartónleikar ársins í boði Iceland Express Buena vista social club VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Geirsgata og Mýrargata 2 Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir 3 Við Grundartanga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.