Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 2008 — 199. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Í fullkomnu óttaleysi „Nú eru nefnilega úr gildi gengin þau ævafornu sannindi að við ekkert séu yfirvöld jafn hrædd og sína eigin þegna,“ skrifar Einar Már Jónsson. Í DAG 16 Fullt af eldmóði Ungt listafólk heldur listahátíðina Eldur í Húnaþingi í vikunni. TÍMAMÓT 18 Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Þú færð á öllum þjónustustöðvum N1 26 79 / IG 12 SALÓME RANNVEIG GUNNARSDÓTTIR Naggrísir flottur réttur í fjallaþorpum Ekvador • ferðir • bílar • sumar Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA SUMAR BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Salóme Rannveig Gunnarsdóttir lasem sjálfb Tölvukennari í fjallaþorpi Salóme klædd í þjóðbúning Ekvador. Hún kenndi eina fimm mánuði í litlu fjallaþorpi þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN YNGRA BROTAJÁRNTæplega átta þúsund bílar fara árlega í brotajárn hér á landi og bíl-arnir sem fargað er verða sífellt yngri. BÍLAR 2 Á FRAMANDI SLÓÐUMThe Big Five-maraþonið er maraþon sem hlaupið er í þjóðgarði í Suður-Afríku innan um villt dýr. FERÐIR 4 Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Komdu á vinalegu húsgagna lagersölunaAlmennur opnunartímiMán - Föstudagar 09 - 18 Út með gamalt Inn með nýtt DAGUR KÁRI PÉTURSSON Átta ára ferli að ljúka Tökum á The Good Heart lokið FÓLK 22 Mikill heiður Ólöf Arnalds er fyrsti Íslendingur- inn sem býðst að fara á tónlistarráð- stefnuna World Music Expo. FÓLK 24 BÍLAR Átta þúsund voru settir í úrvinnslu á síðasta ári. Bílar sem settir eru í brotajárn eru sífellt yngri, en árið 2007 var meðalald- ur úrvinnslubíla 13,88 ár. Árið 2005 var meðalaldur bíla sem fóru í brotajárn 14,53 ár. Sé litið til bílasölu á síðustu tíu árum má ætla að árið 2020 verði um 16 þúsund bílum fargað á ári. Bílasala hefur aukist um 97 prósent á tíu árum, en árið 1997 voru 12.551 ökutæki nýskráð hér á landi. Árið 2007 voru nýskráð ökutæki hins vegar 24.800 talsins. Ef miðað er við meðalaldur úrvinnslubíla í fyrra má gefa sér að flestir þeirra hafi verið af árgerð 1994, en það ár voru þó einungis nýskráðir hér á landi 6.710 bílar. Stærstur hluti úrvinnslubíla er seldur í brotajárn eftir að búið er að taka úr þeim seljanlega varahluti. - tg / sjá Allt 8.000 bílum fargað í fyrra: Sífellt yngri bíl- ar í brotajárn BRAGGAR Á FERÐ „Hálendisvegirnir eru erfiðir þessum bílum,“ sagði Daninn Peter þegar ljósmyndari Fréttablaðsins hitti hann á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í gær. Hópur erlendra ferðamanna ferðast um þessar mundir um landið á Citroën-bröggum. FÓLK „Þetta er mun meira framandi en ég bjóst við. Ég hélt að borgin væri vestrænni. Þetta er svona eins og úr 1001 nótt; slöngur, apar og eyðimerkur- stormar,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari. Gísli er staddur í Marokkó þar sem tökur hófust á næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimers í gær. Myndin heitir Prince of Persia: The Sands of Time og fer Gísli með eitt af aðalhlutverkunum. Með önnur aðalhlutverk í mynd- inni fara Jake Gyllenhaal, Ben Kingsley og Alfred Molina. Gísli verður við tökur með hléum fram í nóvember. - shs / sjá síðu 30 Gísli Örn Garðarsson: Kominn í faðm Bruckheimers GÍSLI ÖRN GARÐARSSON VIÐSKIPTI Forskot þjóðarinnar liggur í nýtingu náttúruauðlinda segja þingmennirnir Bjarni Benedikts- son og Illugi Gunnarsson. Í opnu- viðtali í Markaðnum segja þeir minna bera í milli stjórnarflokk- anna í stóriðjumálum en margir vilji halda. Þeir viðurkenna að hér hafi verið gerð mistök í hagstjórn, svo sem með skorti á stuðningi við stefnu Seðlabankans. Illugi og Bjarni segja áhrif spá- kaupmennsku með svonefnd krónu- bréf skaðleg fyrir hagkerfið hér. „Við verðum að komast út úr þeim vítahring og fá þess í stað erlenda fjármuni í formi langtímafjárfest- inga. Ég tel að peningamálastefna Seðlabankans hafi lent í miklum ógöngum,“ segir Illugi og kveður þá stöðu að stýrivextir Seðlabankans séu nú fyrst og fremst notaðir til að hafa áhrif á gengi krónunnar kalla á endurmat peningamálastjórnarinn- ar. „Auðvitað er hægt að stöðva verðbólgu með því að drepa hag- kerfið með vöxtum en það er ekki ásættanleg niðurstaða.“ Þingmennirnir leggja áherslu á mikilvægi þess að sýna megi fram á að íslenskt hagkerfi horfi ekki fram á langvarandi stöðnunarskeið. „Við hljótum í þessu tilliti að horfa til nýtingar náttúruauðlinda okkar, því þar höfum við sannanlega forskot á aðrar þjóðir,“ segir Bjarni. Þá bend- ir Illugi á að sigli landið inn í mikla kreppu sé sú hætta fyrir hendi að alþjóðlegir lánveitendur ákveði að lána ekki íslenskum bönkum. Bjarni og Illugi kalla á næstu 12 til 18 mánuðum eftir sameinuðu átaki til að taka á þeim vandkvæð- um sem hér plaga efnahagslífið, þar sem Seðlabanki og ríkisstjórn geri sitt, bankarnir gætu létt á hagkerf- inu með stofnun erlendra dótturfé- laga, atvinnurekendur stilli verð- hækkunum í hóf og verkalýðshreyfingin sýni áfram ábyrgð. Umræðu um gjaldmiðil í stað krónunnar segja þeir eðlilega í ljósi mikilla sveiflna hennar. Takist ekki að hemja þær segir Illugi ljóst að skoða verði aðrar leiðir. Bjarni segir að viðurkenna verði hvað óstöðugleiki krónunnar valdi mikl- um vandkvæðum. Hann segir vafa- samt eins og málum sé komið að kostir sjálfstæðrar myntar vegi upp ókostina af sveiflum hennar. - óká/bih / Sjá Markaðinn Vítahring krónu- bréfa þarf að rjúfa Hjálpa þarf Seðlabankanum að búa til aðstæður þar sem hægt er að lækka vexti, segja tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks. Nýtingu náttúruauðlinda segja þeir geta orðið til að skapa traust á hagkerfinu. Krónan ónýt verði hún ekki hamin. LÍTIL VÆTA Í dag verður suðaustan 3-8 m/s en stífari SV- og V-til. Bjart NA- og A-til og þurrt að mestu. Dá- lítil rigning eða súld SV- og V-lands. Hiti á bilinu 12-20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. VEÐUR 4 13 16 18 1212 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Toppliðin á sigurbraut Valur og KR þurftu að hafa fyrir þremur stigum í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi en voru sem fyrr á sigurbraut. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.