Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 4
4 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR GENGIÐ 25.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 163,6289 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,96 81,34 161,68 162,46 127,44 128,16 17,077 17,177 15,755 15,847 13,465 13,543 0,7545 0,7589 131,85 132,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Framlengir leyfið Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, hefur óskað eftir framlengingu á leyfi frá störfum til 1. október 2008 vegna veikinda. Setning Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu ráðu- neytisins, í embætti ráðuneytisstjóra hefur verið framlengd til þess tíma. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Í uppskrift að skúffuköku sem birtist í Allt-blaðinu í gær féllu niður tveir bollar af hveiti. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING MÓTMÆLI Liðsmenn samtakanna Saving Iceland afhentu Friðriki Sophussyni, forstjóra Lands virkj- un ar, bréf á heimili hans við Bjark- argötu snemma í gær morgun. Í bréfinu var honum tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa húsið. Á lóðinni skyldi reisa virkjun. Bréfið frá samtökunum var skrifað í nafni Þorsteins Hilmars sonar, upp- lýs ingafulltrúa Lands virkjunar. Skömmu síðar fór fólkið í höfuð- stöðvar Landsvirkjunar, hélt til í anddyrinu um stund, hafði hávaða og truflaði vinnu. Þaðan fóru þau síðdegis. Miriam Rose, talsmaður hóps- ins, segir að með aðgerðunum hafi þau viljað mótmæla fyrirhuguð- um virkjunum í Þjórsá og yfir- gangi gagnvart bændum á svæð- inu. Þeim hafi verið vel tekið í höfuðstöðvunum. Lögreglan var kölluð til þegar hópurinn mætti í höfuðstöðvarnar en hvarf fljótlega frá án þess að aðhafast nokkuð. Miriam var ánægð með viðbrögð lögreglunn- ar. „Við erum þakklát fyrir sam- starfsvilja þeirra,“ segir hún. Þorsteinn tók ágætlega í aðgerð- irnar. Þó sagði hann það lýsa þankagangi mótmælendanna vel að um leið og farið hefði verið með þau upp um hæð til fundar við Friðrik, hafi þau hringt bruna- bjöllu. Þau hefðu augljóslega ekki áhuga á að ræða málin. - sh Liðsmenn Saving Iceland mótmæltu heima hjá forstjóra Landsvirkjunar: Vísuðu Friðriki úr eigin húsi HOPP OG SKOPP Mótmælendurnir létu á köflum afar ófriðlega í anddyri höfuð- stöðvanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÓLAMÁL Kostnaður við bygg- ingu nýs menntaskóla í Borgar- firði hefur farið langt fram úr áætlunum. Frá þessu var greint í Skessuhorni. Bygginganefnd lagði á dögun- um fram framkvæmdaskýrslu sem sýnir að byggingakostnaður verði í heild einn milljarður og 43 milljónir. Eftir að bygging hófst árið 2006 var ákveðið að hafa kjallara undir húsinu og hækkaði þá kostnaður um 140 milljónir. Endurmetin kostnaðaráætlun frá í fyrra gerði ráð fyrir að kostnað- ur yrði 881 milljón. Kostnaður hefur því farið um 160 milljónir fram úr síðustu áætlun. - þeb Menntaskóli Borgarfjarðar: Kostnaður fram úr áætlunum KYNNINGAR VERÐ Í JÚLÍ 10 ltr. 4.590 BANDARÍKIN, AP Meðan Barack Obama hefur baðað sig í kastljósi fjölmiðla á ferðum sínum um heiminn nú í vikunni hefur keppi- nautur hans, John McCain, átt erf- iðara með að vekja athygli á sér. „Aðdáendur bíða Obama í röðum í París,“ sagði McCain í gær. „Og þá er ég bara að tala um banda- ríska fjölmiðlamenn,“ bætti hann við, greinilega vel meðvitaður um erfiðleika sína við að vekja athygli fjölmiðla. Ýmislegt hefur auk þess farið úrskeiðis hjá McCain. Á miðviku- dag hugðist hann halda mikla ræðu á olíuborpalli en varð að hætta við vegna veðurs. McCain hefur þó ferðast víða um Bandaríkin síðustu daga, hald- ið ræður og gefið í skyn að stutt sé í að hann velji sér varaforsetaefni fyrir kosningarnar, sem haldnar verða í nóvember. Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post fullyrti í gær að McCain ætli að tilkynna um val sitt á vara- forsetaefni áður en Ólympíuleik- arnir í Kína hefjast, en það verður 8. ágúst næstkomandi. Á sjónvarpsstöðinni CNN var hins vegar haft eftir nánum sam- starfsmanni McCains, ónefndum þó, að ekkert hafi verið ákveðið, hvorki um varaforsetaefnið né tímasetningu tilkynningar um það hver verði fyrir valinu. Meðal þeirra sem taldir hafa verið líklegir er Rob Portman, fyrrverandi þingmaður frá Ohio, sem um tíma starfaði fyrir ríkis- stjórn George W. Bush. Í síðasta mánuði sagðist hann þó ekki hafa áhuga á varaforsetaembættinu. Nú í vikunni sagði síðan annar, sem nú í sumar hefur þótt líklegur í slaginn, hinn ungi ríkisstjóri í Louisiana, Bob Jindal, útilokað að hann sætti sig við hlutverk vara- forseta. Hann tók þó fram að hann ætli sér að hjálpa McCain sem rík- isstjóri í Louisiana. Tveir aðrir ríkisstjórar hafa lengi þótt líklegir til að verða fyrir valinu. Annar er Mitt Romney, sem hefur stutt McCain af alefli síðan hann sjálfur hætti að sækj- ast eftir að verða forsetaefni Rep- úblikanaflokksins, en hinn er Charlie Christ, ríkisstjóri í Flórída og náinn vinur McCains. gudsteinn@frettabladid.is McCain kemst varla að í fjölmiðlum Vangaveltur um hugsanlegt varaforsetaefni Johns McCain hafa einna helst komið honum í fjölmiðla nú í vikunni. Ferðalög demókratans Baracks Obama um heiminn hafa náð allri athygli fjölmiðla og aðdáendur hans bíða í röðum. HLÁTURMILDUR Á FUNDI Í OHIO Bandarískir fjölmiðlar telja sumir stutt í að John McCain skýri frá vali sínu á varaforsetaefni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 27° 30° 26° 26° 26° 29° 29° 26° 31° 28° 25° 28° 26° 28° 32° 28° 21° 14 15 17 20 Á MORGUN 8-13 m/s allra syðst ann- ars hægari. Fer að rigna sunnan til um kvöldið. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 20 15 18 20 20 20 16 14 17 4 5 3 3 3 2 6 6 6 8 10 16 15 18 15 20 20 22 16 20 20 15 20 20 22 HITI 25 STIG Í gær fór hitinn í 25 stig á Þingvöllum og víða í 24 stig, þar á meðal í Reykjavík. Sé horft til næstu daga eru horfur á að framhald verði á þessum hlýindum, einkum þó til lands- ins á norðanverðu landinu en einnig er að sjá að hitinn nái upp undir 20 stig sunnan til og vestan. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur KÝPUR, AP Leiðtogar Grikkja og Tyrkja á Kýpur hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu 3. september næstkomandi. Dimitris Christofias forseti, sem er grískur, og Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, tóku þessa ákvörðun í gær. Friðarviðræður hafa legið niðri í fjögur ár, eða allt síðan Kýpur- Grikkir höfnuðu sameiningartil- lögu frá Sameinuðu þjóðunum, sem Kýpur-Tyrkir féllust þó á. Kýpur hefur verið klofin í tvo hluta síðan 1974, þegar Tyrkir á norðurhluta eyjunnar sögðu skilið við gríska hlutann eftir að Grikkir höfðu reynt að knýja fram sameiningu við Grikkland. - gb Grikkir og Tyrkir á Kýpur: Kýpurviðræður hefjast í haust LEIÐTOGAR SPJALLA Dimitris Christofias og Mehmet Ali Talat. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Breskur dómstóll dæmdi í gær dagblaðið News of the World til að greiða Max Mosley, forseta Alþjóðabif- reiðasambands- ins, sem sér um Formúlu 1 keppnina, tæpar tíu milljónir króna í skaðabætur og rúmlega hundrað og fimmtíu milljóna króna lögfræðikostnað. Blaðið birti frásagnir og myndir af „sadó-masókískum“ kynlífsathöfnum Mosleys með fimm vændiskonum. Dómarinn taldi frásögnina ekki eiga erindi til almennings og brjóta á friðhelgi einkalífs Mosleys. - gh News of the World dæmt: Mosley bætt kynlífsfrásögn MAX MOSLEY ÍSRAEL, AP Skipulagsnefnd í Ísrael hefur samþykkt að reist verði ný byggð handa landtökumönnum á Vesturbakkanum. Enn þarf þó samþykki frá Ehud Barak varnarmálaráðherra og endan- lega staðfestingu frá Ehud Olmert forsætisráðherra. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa áhyggjur af málinu. „Þetta eyðileggur tveggja ríkja lausnina,“ sagði Saeb Erekat, aðalsamningafulltrúi Palestínu- manna, í viðræðum við Ísraela um friðsamlega lausn á sambúð Ísraela og Palestínumanna. „Ég vona að Bandaríkjamenn láti Ísraela ógilda þessa ákvörð- un. Ég held að þeir geti látið Ísraela gera það,“ sagði Erekat. - gb Ísraelsk stjórnvöld: Heimila nýja landtökubyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.