Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 8
8 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR
LEIKSKÓLAMÁL Byggja á tvær fær-
anlegar kennslustofur við Norður-
berg í Hafnarfirði til bráðabirgða í
eitt ár og fjölga þar með leikskóla-
plássum um fjörutíu. Kennslustof-
urnar verða utan lóðarinnar og
verða ekki girtar af. Íbúar hafa
mótmælt framgangi skipulagsyfir-
valda í bænum, því lítið samráð
var haft við þá við undirbúninginn.
„Við erum óhress með þetta,“ segir
Ragnheiður Davíðsdóttir, íbúi við
Heiðvang.
Íbúar í næsta nágrenni við leik-
skólann voru boðaðir á fund. Mætt-
ir voru um 25 íbúar í þeim þremur
götum sem leikskólinn liggur að.
„Hafnarfjörður lagði mikla áherslu,
fyrir síðustu kosningar á íbúalýð-
ræði og hér í bæ er rekin jafnréttis-
og lýðræðisnefnd. Svo þegar kemur
að einhverju svona er ekkert íbúa-
lýðræði,“ segir Ragnheiður.
Ragnheiður býr alveg upp við
leikskólann, í götu sem er botn-
langagata. „Gatan ber ekki þann
umferðarþunga sem augljóslega
verður með tilkomu þessara fram-
kvæmda,“ segir Ragnheiður en
úttekt liggur fyrir frá Línuhönnun
þar sem áætlað er að ferðum, til og
frá leikskólanum, fjölgi um fimm-
tíu á dag.
Almenn samstaða er um málið
meðal íbúa, að sögn Ragnheiðar,
því hagsmunirnir eru þverpólitísk-
ir. „Þetta er rólegt íbúahverfi og
það þarf að taka tillit til íbúanna.
Við viljum ekki stofna öryggi barna
okkar í hættu.“ Hún segir jafn-
framt að stefnt sé að mótmælum
og undirskriftasöfnun.
Almar Grímsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði,
hefur gagnrýnt vinnubrögð Hafn-
arfjarðar í þessu máli og segir
stjórnsýsluna hafa verið „ámælis-
verða“ vegna þess litla samráðs
sem haft var við íbúa og minnihlut-
ann í bæjarstjórn.
Færanlegu kennslustofurnar eru
með tímabundið stöðuleyfi til eins
árs, en með því þarf hvorki að
breyta deiliskipulagi, né aðalskipu-
lagi bæjarins, sem hefði þurft að
gera ef byggt hefði verið varanleg
viðbygging. Greint var frá í Frétta-
blaðinu fyrir nokkru að íbúar við
leikskólann Hvamm voru óánægð-
ir með byggingu færanlegra
kennslustofa. Þau töldu það ekki
löglegt, kærðu málið og fyrirhug-
uðum áformum hefur verið
frestað.
„Við höfum verið í þeirri trú á
síðustu árum að þetta sé rétt gert
samkvæmt reglum,“ segir Gísli
Valdimarsson, formaður skipulags-
og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
vidirp@frettabladid.is
Gatan ber ekki þann um-
ferðarþunga sem augljós-
lega verður með tilkomu þessara
framkvæmda.
RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR
ÍBÚI VIÐ HEIÐVANG
ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld sögðust
í gær ætla að hætta samvinnu við
Alþjóðakjarnorkumálastofnunina
(IAEA).
IAEA hefur
undanfarið ár
haft eftirlit með
kjarnorkuáætl-
un Írana.
Gholam Reza
Aghazadeh,
yfirmaður
kjarnorkuráðs
Írans, segir
hana ætlaða til
friðsamlegrar raforkuframleiðslu.
Vesturlönd óttast að Íranar ætli að
smíða kjarnorkuvopn.
IAEA segir Írana ekki hafa
verið samvinnufúsa undanfarið ár
og ekki hafa svarað spurningum
um ýmis grunsamleg gögn sem
stofnunin hafi fundið. - gh
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin:
Fulltrúi brott-
rækur frá Íran
GHOLAM REZA
AGHAZADEH
MARKAÐURINN
á www.visir
alla daga
1 Barack Obama ávarpaði
tvö hundruð þúsund manns í
fyrradag. Hvar?
2 Silvía, Auður, Lilja og Mar-
grét skipa stúlknasveit. Hvað
heitir hún?
3 Hversu mörg mörk skoraði
Eiður Smári í fyrsta æfingaleik
Barcelona undir stjórn Joseps
Guardiola?
SVÖR Á SÍÐU 34
Mótmæla færanleg-
um kennslustofum
Óánægja er meðal íbúa með byggingu færanlegra kennslustofa við leikskólann
Norðurberg í Hafnarfirði. Svipuðum framkvæmdum við Staðarhvamm var
frestað nýlega vegna kæru íbúa. Formaður skipulagsráðs segir farið að reglum.
RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR Hér sést
Ragnheiður í garðinum sem liggur
nánast upp að leikskólanum. Hún er
óánægð með framgöngu bæjaryfirvalda.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NORÐURBERG Tvær ógirtar, færanlegar kennslustofur verða byggðar utan skólalóðar
Norðurbergs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FILIPPSEYJAR, AP Risaþota frá ástralska flugfélaginu
Qantas nauðlenti á flugvelli á Filippseyjum með 345
farþega um borð. Stórt gat hafði myndast á bol
vélarinnar og gólf í farþegarými rofnaði svo sást
niður í farangursgeymslu.
Farþegar voru margir hverjir skelfingu lostnir
eftir lendinguna, en allir voru ómeiddir. Flugmaður
vélarinnar segir að „skyndileg þrýstingsminnkun“,
sem var sprengingu líkust, hafi orðið.
„Það er stórt gat hægra megin á vélinni rétt hjá
vængnum,“ sagði Octavio Lina, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri á alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni
Maníla. Hann bætti því við að gatið væri 2,5 til 3
metrar að þvermáli.
Flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 747-400, var
á leiðinni frá Bretlandi til Ástralíu og hafði millilent
í Hong Kong skömmu áður en þetta gerðist.
„Eftir klukkustundarflug heyrðist mikil sprenging
og síðan byrjaði vélin að lækka flugið,“ sagði Marina
Scaffidi, 39 ára farþegi frá Ástralíu. „Flugvélin hélt
áfram að lækka flugið, ekki mjög hratt en stöðugt
niður á við.“
Ástralska flugfélagið Qantas stærir sig af því að
vera eitt hið öruggasta í heimi. Vél frá þeim hefur
aldrei farist, og þótt smærri vélar á vegum þess hafi
nauðlent þá gerðist það síðast árið 1951.
- gb
Áströlsk farþegaþota nauðlenti á flugvelli á Filippseyjum:
Stórt gat við væng vélarinnar
GATIÐ BLASIR VIÐ John Francis Bartels flugmaður virðir fyrir
sér gatið á vélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÁTTÚRAN Selasetur Íslands á Hvammstanga
stóð fyrir selatalningu í Vatnsnesi á sunnu-
daginn. Alls tóku 48 manns þátt í talningunni.
Í ár voru 1.125 selir taldir. „Gengnir eru um
sjötíu kílómetrar í göngunni og talið er frá
Miðfjarðarósi að vestan og að Sigríðarstaðar-
vatni að austan,“ segir Hrafnhildur Ýr
Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri Selaset-
ursins.
Talningin er framkvæmd af sjálfboðaliðum
sem aðallega eru heimamenn en að sögn
Hrafnhildar tóku einnig nokkrir erlendir
sjálfboðaliðar þátt. Þetta er í annað skiptið
sem selaskoðunin fer fram og nú töldust um
400 fleiri selir en í fyrra.
„Við erum ekki alveg klár á skýringunum.
Talningin fór fram 25. ágúst í fyrra svo við
sjáum ekki hvort selnum er að fjölga fyrr en
á næsta ári því við teljum bara annað hvert
ár í ágúst,“ segir Hrafnhildur.
Talningin er nokkuð vísindaleg að sögn
Hrafnhildar því sérfræðingar vinna í
samvinnu við Selasetrið. Þá er fólki úthlutað
svæði og allir telja á sama tíma, svo litlir
möguleikar eru á því að fólk tvítelji. „Við
gefum fólkinu fjóra tíma til að telja og það
verður að telja fyrir og eftir háfjöru.“
- vsp
Selasetur Íslands á Hvammstanga stóð fyrir selatalningu á dögunum:
Selirnir fjögur hundruð fleiri en í fyrra
SELIR Selatalningin fór fram í annað
skiptið á dögunum og tókst vel til.
Alls voru 1.125 selir taldir. Alls tóku 48
manns þátt í talningunni og voru gengn-
ir sjötíu kílómetrar í það heila.
MYND/JÓN PÁLL
VEIÐI „Ég var á leið heim í gær
þegar ég rakst á strák sem var að
veiða við brúna yfir Elliðavatn,
hann var búinn að landa einum
laxi og var að landa öðrum,“ sagði
Sigurður Sigfússon, veiðivörður í
Elliðavatni, í samtali í gær.
Í Elliðavatni veiðist mest af
bleikju og urriða en greinilegt er
að laxinn er að gera sig heimkom-
inn í vatninu.
„Það hefur veiðst lax áður í
Elliðavatni en það er ekki algengt.
Mest er um að fólk veiði urriða og
bleikju. Þessi strákur var búinn
að veiða fjóra laxa í þessari viku,
þar af tvo í gærkvöldi,“ segir
Sigurður. - stp
Fín veiði í Elliðavatni:
Fjórir laxar á
land í vikunni
ELLIÐAVATN Ekki er algengt að menn
veiði lax í vatninu. Mest veiðist af bleikju
og urriða.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan tók
ölvaðan ökumann í Árbænum í
fyrrinótt. Að sögn varðstjóra
lögreglunnar vakti aksturslag
mannsins athygli lögregluþjóna
sem voru við umferðareftirlit.
Maðurinn ók alltof hratt miðað
við aðstæður.
Maðurinn mun að sögn hafa
viðurkennt að aksturslag sitt
hefði verið óábyrgt en hann kvað
bíl sinn bremsulausan. Kom í ljós
að sú var raunin. - stp
Lögregla stöðvaði ökumann:
Ölvaður með
engar bremsur
BRETLAND, AP
Breski Verka-
mannaflokkur-
inn tapaði í gær
þingsæti Austur-
Glasgowborgar í
Skotlandi í gær
fyrir Þjóðar-
flokki Skota.
Kosningin fór
fram því
sitjandi
þingmaður Verkamannaflokksins
þurfti að segja af sér vegna
veikinda. Tapið þykir enn eitt
áfallið fyrir Gordon Brown
forsætisráðherra. Verkamanna-
flokkurinn hafði haldið sætinu í
meira en 50 ár.
Fylgi Verkamannaflokksins
hefur ekki mælst lægra en nú í
langan tíma. Er efnahagsþrenging-
um, Íraksstríðinu og persónu
Browns kennt um. - gh
Enn eitt áfallið fyrir Brown:
Verkamanna-
flokkur tapar
JOHN MASON
VEISTU SVARIÐ?