Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 11

Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 11
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 11 Bandaríski álframleiðandinn Century Aluminium tapaði 2,3 milljónum dollara á öðrum árs- fjórðungi eða sem svarar 187 milljónum íslenskra króna. Það er töluvert betri afkoma í saman- burði við annan ársfjórðung árið 2007 þegar félagið tapaði 60,7 milljónum dollara. Tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 235 milljónir dollara. Tekjur annars ársfjórðungs voru 545,2 milljónir dollara en í fyrra voru tekjur sama ársfjórð- ungs 464 milljónir dollara. Tekj- ur félagsins jukust um 16 pró- sent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Félagið framleiddi 198 þúsund tonn af áli á fjórðungnum en á sama fjórðungi í fyrra fram- leiddi Century 189 þúsund tonn. Segir félagið í tilkynningu að þessi aukning skýrist af því að álverið á Grundartanga jók fram- leiðslugetu sína í 260 þúsund tonn á fjórða fjórðungi ársins 2007. Century losaði sig undan fram- virkum samningum við Green- core, stærsta hluthafa félagsins, í byrjun mánaðarins. Samning- arnir voru frá árunum 2004 og 2005 og hefur álverð hækkað gíf- urlega síðan þá. Félagið telur sig betur sett að njóta álverðsins sem nú er í methæðum. Cenury þurfti vegna þessa að afskrifa 16 milljarða dollara á öðrum árs- fjórðungi sem skýrir að hluta tap félagsins. Century Aluminium á og rekur álver í Bandaríkjunum auk álversins á Grundartanga. Félag- ið kemur einnig að verkefnum tengdum áli og báxít í Bandaríkj- unum og á Jamaíku. - as TAP CENTURY ALUMINIUM 2. ársfj. 2008 2,3 millj. dollara 1. ársfj. 2008 235 millj. dollara 2. ársfj. 2007 61 millj. dollara VEFUR CENTURY ALUMINUM Tekjur álframleiðandans sem rekur álverið á Grundartanga jukust um 16 prósent milli ársfjórðunga. Century Aluminum tapar 187 milljónum Kostnaður við riftingu framvirkra samninga við stærsta hluthafa félagsins hafa áhrif á fjórðungsuppgjörið. Krónan kemur til með að eiga undir högg að sækja út þetta ár en verðgildi hennar hefur rýrnað um nær fjórðung frá áramótum, að því er fram kemur í nýrri spá Greiningar Glitnis. Gengi krónunnar mun enn markast af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum láns- og lausafjár- mörkuðum samkvæmt greining- ardeild Glitnis. Aðgengi íslenskra fjármálastofnana að erlendu láns- fé hafi gert það að verkum að vaxtamunur á gjaldmiðlaskipta- markaði hefur verið skertur og gert fjárfestum erfiðara fyrir að nýta sér hátt vaxtastig hér á landi. Auk þess hefur hátt skuldatrygg- ingarálag íslensku viðskiptabank- anna og lítil áhættulyst fjárfesta sett þrýsting á gengi krónu. Stórir krónubréfagjalddagar spila einn- ig stóra rullu en 106,5 milljarðar að nafnvirði falla á gjalddaga á síðustu fimm mánuðum ársins að áföllnum vöxtum viðbættum. Á móti kemur hins vegar að útflæði vegna halla á vöru- og þjónustu- viðskiptum mun væntanlega verða minna en undanfarið. Þá spáir greiningin að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla verði í kring- um 158 stig um áramótin. Gengi krónu muni hækka um 12 prósent á fyrri hluta næsta árs og 8 pró- sent á síðari hluta ársins. Grein- ingin gerir ráð fyrir að Seðlabank- inn sjái svigrúm til vaxtalækkunar og hefji lækkunarferli stýrivaxta sinna í nóvember og fyrsta lækk- un verði 0,5 prósentustig. Spáð er 9 prósenta stýrivöxtum í lok árs 2009. - ghh Krónan áfram veik út árið Slúður og baknag kostar meðal iðnfyrirtæki í Svíþjóð um 230 milljónir á ári. Þetta er niður- staða rannsókna sem mannauðs- stjórnunarfyrirtækið Befor hefur gert og kynntar eru í Dagens Nyheder. Samkvæmt rannsókn- inni, sem er unnin af hagfræð- ingnum Anders Larson, segir að yfirmenn taki vandamálið ekki nógu alvarlega. Í fyrirtækjunum sem voru til rannsóknar tekur slúður og annað snakk upp 8 til 12 prósent vinnutímans, en þá eru samræður á kaffistofum um daginn og veginn, eða fjölskylduhagi, ekki taldar með. Larson segir slíkar samræður oft jákvæðar fyrir framleiðni fyrirtækja, en slúður og baktal, sérstaklega um yfirmenn, hafi hins vegar slæm áhrif á framleiðni og andrúms- loft. Larson tekur fram að sumir yfirmenn eigi illt umtal skilið vegna vanhæfni og því sé mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja hafi skýra sýn og viti hvað þeir eru að gera. Larson segir að fyrirtæki eigi að stefna að því að slúður og baktal um yfirmenn taki ekki nema eitt til þrjú prósent vinnutímans. Góð leið til að ná því marki, segir Larson vera að láta starfsfólk taka þátt í stefnumörk- un fyrirtækisins. - msh BAKTAL Starfsmenn ættu ekki að eyða meira en 3 prósentum af vinnutíman- um í baktal og slúður. NORDIC PHOTOS/GETTY Slúður kostar peninga Í INNKAUPAFERÐ Veiking krónunnar hefur haft gríðarleg áhrif á heimilin í landinu, gengisbundin lán hafa hækkað og vöruverð einnig. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 13,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hækkun nemur 0,94 prósentum milli mán- aða. Greiningardeildir spáðu hækk- un frá 0,5 til 1,1 prósents á milli mánaða og niðurstaðan því í sam- ræmi við væntingar. Ef húsnæðis- liður vísitölunnar er tekinn út kemur í ljós að hækkunin nemur 13,2 prósentum á tólf mánuðum. Áhrif útsala er farið að koma fram. Lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6 prósent á milli mán- aða. Mest hækkun var á nýjum bílum um 5,3 prósent og húsgögn- um og heimilisbúnaði um 6,4 pró- sent. - bþa Verðbólgan er í 13,6 prósentum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.