Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 12

Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 12
12 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Sigmar Eðvarðsson svarar frjálslyndum Í Fréttablaðinu fimmtudaginn 24. júlí beina Guðmundur Guðmundsson og Ólafur R. Sigurðsson nokkrum spurningum til mín fyrir hönd Frjálslynda flokksins í Grindavík. Sjálfsagt er að svara þeim. Kostnaður af bæjarstjóraskiptum er hvergi kominn í ljós og verður miklu meiri heldur en hefur verið sagt þegar öll kurl koma til grafar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur gerðu ráðningarsamning við Ólaf Örn Ólafsson. Samningurinn var eins og samningur sem Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur gerðu 1998 við forvera Ólafs, Einar Njálsson. Sams konar samning- ur, sama krónutala. Þegar samningurinn við Ólaf var gerður voru áform flokkanna að starfa saman út kjörtímabilið. En vegna eiginhagsmunasemi Jónu Kristínar og valdagræðgi hrifsaði hún til sín sætið og gerði þar með bæjarstjórastólinn að pólitísku bitbeini. Það er eitt að gera samning annað að rifta. Þegar samningi er rift þá kostar það peninga og sú ábyrgð mun alltaf hvíla á herðum þeirra sem það gerðu. Framsóknarflokkur og Samfylking gerðu starfs- lokasamninginn við Ólaf Örn og enginn annar. Þess vegna er hann á þeirra ábyrgð núna. Útreiknaður launasamningur við nýjan bæjarstjóra, sem nýr meirihluti hefur sagt að sé sá kostnaður sem bæjarbúar muni bera, er 985.000 kr. á mánuði, auk aksturs- kostnaðar upp á 120.000 kr. og vaxtatap að jafnaði 243.000 kr. á mánuði. Samtals hljóðar þetta upp á heilar 40.296.144 kr. að núvirði. Í Grindavík búa 2.720 íbúar og þýðir þetta 14.815 kr. skatt á hvern íbúa. Ég gat ekki greitt atkvæði mitt með nýjum ráðningarsamningi við Jónu Kristínu, þó svo að hann væri sagður 20% lægri en það eru ósannindi því bílastyrkurinn var hækkaður um 25%. Mér finnst í lagi að greitt sé vel fyrir reynslumikinn og vel menntaðan mann með rekstrar- og stjórnunarhæfi- leika eins og bæjarstjóri þarf að vera. Í þessu tilfelli finnst mér mikið vanta upp á. Að lokum vil ég benda á að Ólafur og Guðmundur ættu að snúa sér með allar þessar spurningar til Björns Haraldssonar, bæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins í Grindavík. Hann studdi þessi bæjarstjóra- skipti með því að greiða því atkvæði á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hann hlýtur að vita hvað hann var að styðja. Höfundur er fulltrúi D-lista í Grindavík. Að gefnu tilefni SIGMAR EÐVARÐSSON Einhugur Viðtal Markaðarins við Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson á miðvikudag hleypti af stað dálitlum farsa. Í viðtalinu sögðu þingmennirnir það mistök að hætta við Bitruvirkjun og það ætti að setja hana aftur á dag- skrá. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi svaraði því til að það væri ekkert búið að hætta við Bitruvirkjun, heldur undirbúningi frestað á meðan málið væri skoðað betur. Sá þá Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sig knúinn til að senda frá sér áréttingu um að víst hefði Bitru virkjun verið slegin af. Við það drógu sjálfstæð- ismenn í land, sögðu það vissulega rétt að ekkert yrði aðhafst á þessu kjörtíma- bili, en ekki sé ólíklegt að þessi mál verði skoðuð síðar. Í ljósi þessa má gera því skóna að áhugi sjálfstæðismanna á að endurnýja meirihlutasamstarfið við F-lista eftir næstu kosningar sé lítill. Nú já „Flestar vísbendingar benda nú í þá átt að veruleg kólnun hafi átt sér stað á innlendum fasteignamarkaði.“ Þetta kom fram í morgunkorni greiningar- deildar Glitnis á fimmtudag. Þar segir enn fremur: „Að öllum líkindum mun fasteignamarkaður kólna enn frekar með haustinu og vel fram á næsta ár.“ Er greiningardeild Glitnis að átta sig á þessari staðreynd fyrst núna? Forsetarnir og Kína Sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímsson- ar að vera viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna í Peking sætir mikilli gagnrýni. Sjálfur segist Ólafur Ragnar hins vegar trúa að það sé betur fallið til að styrkja mannréttindi í Kína að sýna yfirvöldum þar í landi vináttu og virðingu, frekar en fjandskap. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ástand mannréttinda í Kína eru forseta Íslands fjötur um fót. Vigdís Finn- bogadóttir lá líka undir ámæli eftir Kínaheimsókn á sínum tíma, fyrir ummæli í þá átt að mannréttindi væru afstæð. bergsteinn@frettabladid.is Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennara- húsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta báru- járnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti held- ur byggðu það smiðir, „eftir auganu“. Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuver- sjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greini- lega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýl- inu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergám- ur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglu- strikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsára- arkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálgler- jaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við aðalbygg- ingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbism- ans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunar- gleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust hágler- jað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjar- götu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listahá- skóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir stein- dauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu. Kubbisminn HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | skipulagsmál A thyglisverð staða er komin upp í tengslum við bygg- ingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólaf- ur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillög- una í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsem- ina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstil- lögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingar- list“. Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í mál- inu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólan- um, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, mennta- málaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virð- ingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillög- unni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Borgarstjóri veit betur um byggingarlist. 19. öldin fremur en framtíðin JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.