Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 20
[ ]
Bílastæðasjóður vinnur nú að
því að kortavæða bílastæði
borgarinnar. Hægt að borga
fyrir stæði í gegnum farsíma.
Bílastæðasjóður er ekki vinsælust
opnberra stofnana og margir sem
bölva starfsmönnum hans í sand
og ösku þegar litlum bláum og
hvítum miða hefur verið laumað
undir rúðuþurrkuna. En þvert á
það sem margir halda fram þá er
starfsfólk sjóðsins að tryggja að
farið sé eftir settum reglum og
vinna að því að gera borgina að
betri stað. En hvað hefur sjóður-
inn gert upp á síðkastið til að að
bæta þjónustu sína?
„Við höfum aðallega verið að
fjárfesta í nýjum tækjum. Búið er
að taka gamlar vélar í bílastæða-
húsum og nýjar vélar sem tekið
geta við debet- og kreditkortum,
auk klinks og seðla, hafa tekið
við,“ segir Kolbrún Jónatansdótt-
ir, framkvæmdastjóri Bílastæða-
sjóðs. „Við höfum einnig verið að
endurnýja miðamæla og alls stað-
ar þar sem traffík er mest eru nú
komnir nýir mælar sem taka
kort.“
Kolbrún og starfsfólk hennar
stefna á að allir gömlu klink- og
miðamælarnir verði horfnir með
haustinu, svo þeir heyra brátt sög-
unni til. „Stakir stöðumælar verða
þó eftir á minni svæðum, þar sem
eru bara tvö, þrjú stæði en það er
aldrei langt í næsta miðamæli ef
fólk er ekki með klink,“ segir Kol-
brún. „Svo er einnig hægt að borga
fyrir stæði gegnum GSM en það
er hægt að skoða betur hjá sam-
starfsaðilum okkar á vefsíðunum
www.leggja.is og www.simasta-
edi.is.“
Gömlu mælunum verður einnig
haldið eftir á nokkrum stöðum til
þess að halda í gamla götumynd,
svo sem á Skólavörðustíg. „Það
eru fimmtíu og eitt ár síðan fyrsti
stöðumælirinn kom á götuna í
Reykjavík svo við getum ekki og
viljum ekki láta þá alla hverfa í
einni svipan,“ segir Kolbrún.
Lengi hefur verið rætt um bíla-
stæðavanda miðborgarinnar og
skoðanir og tillögur að lausnum
eru eins margar og gestir og íbúar
í miðbænum. En með aukinni upp-
byggingu í 101 hefur stæðum
óneitanlega fækkað. „Við misstum
út Alþingisreitinn og Grófartorgið
og þar fóru mörg stæði,“ segir
Kolbrún. „Við fáum aftur á móti
stæði með tónlistar- og ráðstefnu-
húsinu í staðinn, en það er alveg
rétt að stæðum hefur fækkað.“
Íbúar í nýrri húsum miðbæjarins
hafa hins vegar margir aðgang að
bílakjöllurum og bætir það ástand-
ið eitthvað fyrir íbúa svæðisins að
hennar sögn. En þeim sem sækja
miðborgina heim og vilja skreppa í
búð eða kíkja á kaffihús, verður
einungis erfiðara að finna stæði í
framtíðinni. tryggvi@frettabladid.is
Kort taka við af klinki
Kolbrún Jónatansdóttir er þeirrar skoðunar að of ódýrt sé í bílastæðahús en Íslend-
ingar séu einfaldlega ekki tilbúnir til að greiða meira fyrir bílastæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrsta gerð Bjöllunnar, sem framleidd var á árunum
1938 til 2003, kallaðist Type 1 en fljótlega festist Bjöllu-heitið
við hana. Framleiðandinn sjálfur tók heitið þó ekki upp fyrr
en árið 1967.
HPI Savage X 4,6
öfl ugur fjarstýrður
bensín torfærutrukkur.
Eigum til bíla á gamla verðinu
Málningarvörur ehf. | Lágmúla 9 | Sími: 581 4200 | malning@malningarvorur.is | www.malningarvorur.is
Hjá Málningarvörum ehf – áður Gísli Jónsson ehf –
færðu heimsþekktar bón- og hreinsivörur frá
Concept og Meguiar’s. Komdu og fáðu réttu efnin
og ráðgjöf frá fagmönnum um hvernig þú getur
gert bílinn hreint og beint skínandi fallegan!
Meistarabón
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!