Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 22

Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 22
[ ] Með veislu í farangrinum er uppskriftakver fyrir ferða- glaða sælkera sem vilja nýta það sem hendi er næst, bæði úr ísskápnum heima og úti í náttúrunni. Með veislu í farangrinum er full af einföldum en frumlegum upp- skriftum þar sem hráefni að heim- an og efniviður úr náttúrunni eru notuð í matargerð, sem hentar bæði í sumarbústaðinn og tjaldúti- leguna. Í bókinni er að finna uppskriftir að fjallabrauði, fíflavíni og ýsu með hundasúrum svo fátt eitt sé nefnt. Í henni eru einnig skemmti- legar sögur og fróðleiksmolar á hverri síðu um hvernig megi gera útleguna betri og skemmtilegri. Kverið er eftir þaulvanar fjalla- konur, þær Ingibjörgu Guðrúnu Guðjónsdóttur og Ragnheiði Ing- unni Ágústsdóttur, sem hafa eldað utandyra við ævintýraleg skilyrði og veðráttu í fimmtán ár. - mmr Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur og masters- nemi í ferðamálafræði, undirbýr nú lokaverkefni um samspil náttúruverndar og ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði. En er mögulegt að sam- ræma þetta tvennt? „Ég tel hægt að skapa skilyrði fyrir ferðamenn við íslenskar náttúruperlur þannig að þær bíði ekki tjón. Þar þarf ríkið að koma myndarlega að. Það hefur lítinn tilgang að moka inn sífellt fleiri ferðamönnum ef náttúra landsins þolir ekki álagið. Þá einfaldlega spilla ferðamennirnir þeim gæðum sem þeir eru að sækjast eftir. Þannig er ákveðinn eyðileggingarmátt- ur falinn í þessari atvinnugrein eins og við rekum hana í dag,“ segir Arnþór og telur Íslendinga hafa sofið á verðinum. Arnþór er nýkominn ofan úr Laka þar sem mikil umferð er á þessum árstíma og náttúran viðkvæm. Hann byrjar á góðu fréttinni. „Gönguleiðin upp á Laka er dæmi um það sem vel hefur verið gert. Hún er nánast ósýnileg í fjallinu þrátt fyrir að mörg hundruð manns fari þar um á hverjum degi yfir sumarið. Þarna hafa verið gerð þrep úr steinum og þannig frá gengið að stígurinn annar umferðinni,“ segir hann en snýr sér svo að því sem er ábótavant. „Á bílastæðinu við Laka er ekki nema eitt salerni og átakanlegt að sjá langa röð ferðamanna bíða þar utan við tímunum saman. Svona á ekki að bjóða gestum upp á. Það leiðir til óþrifnaðar kringum bílastæðið. Þarna vantar líka fleira starfsfólk. Einn landvörður kemst ekki yfir að leysa úr spurningum allra og hafa um leið hemil á umferðinni þannig að fólk haldi sig á stígum.“ Arnþór nefnir að við Tjarnargíg séu fleiri og betri salerni en við Laka og þau séu í húsum sem falli vel að umhverfinu. „Þar eru líka bekkir og pallur þar sem fólk getur borðað nestið sitt,“ segir hann og bætir við. „En fólk stoppar fyrst við Laka og ég held að þar væri einnnig hægt að fela þjónustuhús þannig að ekki yrði sjónmengun að.“ Arnþór segir veginn upp að Laka afleitan lengstan hluta leiðarinnar. „Bara í þessari einu ferð varð ég vitni að jákvæðum hlutum en því miður líka neikvæð- um en tel þó alls ekki við starfsfólk þjóðgarðsins að sakast. Það reynir að gera sitt besta en er fáliðað og hefur úr alltof litlum fjármunum að moða,“ segir hann og minnir í lokin á að í nóvember síðastliðnum hafi forsætisráðherra skipað nefnd um hvernig styrkja megi ímynd Íslands. „Eitt er víst,“ segir Arnþór, „ónýtir vegir og ófullkomin hreinlætisaðstaða skapa ekki góða ímynd.“ gun@frettabladid.is Ferðamennskan byggist á gæðum náttúrunnar Arnþór staddur á Sveinstindi 18. júlí sl. MYND/ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR Með veislu í farangrinum inniheldur einfaldar en frumlegar uppskriftir. Á þriðjudag verður hægt að ganga að Þúfubjargi með landvörðum í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli eru landverðir duglegir að bjóða gest- um og gangandi í styttri og lengri göngur. Á þriðjudag fer ein slík fram og ber hún yfirskriftina „Lífið í bjarginu.“ Landverðir taka á móti gestum á bílstæðinu við Svalþúfu. Þaðan er gengið að Þúfubjargi þar sem fuglalíf er einkar fjölskrúðugt og tófan á það til að skjóta upp kollin- um. Undir bjarginu ku Kolbeinn einnig hafa kveðist á við Kölska samkvæmt þjóðsögunni. Að endingu er gengið að Lón- dröngum en þar má sjá minjar um vermennsku fyrri tíma. Gangan tekur um eina klukku- stund og lagt er að stað klukkan 14.00. - tg Snæfellsþjóðgarður er fullur af skemmtilegum gönguferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífið í bjarginu Fyrir sælkerana Reiðhjólaferðir geta verið hin skemmtilegasta íþrótt, sérstaklega þegar veður er gott. Íslenski fjallahjólaklúbburinn býður upp á lengri og styttri hjólaferðir sem sérhver hjólandi maður ætti að taka þátt í. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Súpersól til Búlgaríu 18. til 31. ágúst 59.990 Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í hótel- herbergi / stúdíó / íbúð í 13 nætur, 18. - 31. ágúst. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.