Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 29

Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 29
margir ferðamenn og Parísarbú- ar heimsækja í þeim eina tilgangi að berja bókasafnið augum, held- ur kvað þar við nýjan tón í sam- spili byggingarlistar samtímans og umhverfisins. Safnið er byggt í kringum lítinn skóg, sem gefur háum glerturnunum sem ramma það inn ævintýranlegan blæ og vísar til þess skógar sem skýja- kljúfar hafa víða myndað. Módel af bókasafninu er það fyrsta sem mætir sýningargest- um í stórum sal þar sem um fimmtíu verk Perraults eru kynnt. Flest eru þau sýnd sem módel en af sumum þeirra eru ljósmyndir. Útveggir sýningarsalarins eru úr gleri og birtunni stýrt á þann veg að hægt er að standa fyrir utan og sjá inn með því að leggja andlitið að rúðunni. Sýningar- gestum gefst kostur á að kynnast hug- myndavinn- unni og ferlinu bak við hvert verk og má jafn- vel sjá hvernig hugmynd að skýja- kljúfum fékkst með því að stilla upp bútum af eggjabakkadýnum. Sýningin í Pompidou stendur til 22.september. - keþ Lichtblick kaffihúsið er staðsett á turni í Austurríki, með útsýni yfir alla borgina. MYND/DOMINIQUE PERRAULTT Mariinsky-leik- húsið í Sankti Pétursborg í Rússlandi . Enn er verið að byggja þetta glæsilega húsnæði en fjölmargar byggingar eftir DominiqueP- errault eru í smíðum víða um Evrópu og eins í Bandaríkjunum. Dominque Perrault hannaði þennan sérkenni- lega þægindastól sem er sveipaður brúnu neti úr leðri. E f eitthvað er gott að gera við matargerð eða aðra vinnu í eldhúsi þá er það að hlusta á útvarp, hvort sem hlýtt er á fréttir eða tón- list. Galdurinn við að finna gott útvarpstæki í eldhús er að vilja eitt- hvað sem er með góðan hljóm og tekur ekki of mikið pláss. Svo skemmir ekki fyrir ef það er flott. Tivoli-útvarpstækin falla í þann flokk en þau eru hönnuð af Henry Closs, sem kunni ekki að sitja auðum höndum eftir að hann settist í helgan stein og hannaði þá tvær tegundir tækja. Fyrirtækið Tivoli Audio var síðan stofnað til að framleiða þau, en hljómgæði þessara litlu tækja þykja með eindæmum góð. Tilvoli-tækin fást meðal annars í versluninni Kokku á Laugavegi. - stp Ljúfir tónar í eldhúsinu Tivoli-útvörpin eru vinsæl í eldhús. LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.