Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 30

Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 30
● heimili&hönnun Hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson hafa rekið arkitektastofuna Minarc í Los Ang- eles við góðan orðstír síðustu tíu ár. Þau eru nú að kynna nýja fram- sækna tækni í byggingaframleiðslu og ætla að setja fyrstu húsin, sem kallast M3house, á markað næsta haust. Þau hafa nú þegar hlotið um- hverfisverðlaun viðskiptadeild- ar Santa Monicu fyrir M3house og Residential Architect Design Award, ein virtustu verðlaun íbúð- arhúsaarkitekta í Bandaríkjunum. „Okkar hugmynd gengur út á að skapa hús úr endurunnu efni, sem jafnframt er endurnýtanlegt eða lífrænt svo það brotni niður að loknum líftíma húsanna. Við vilj- um nýta það sem okkur er næst, meðal annars með því að breyta og nota þekkta hluti á nýjan hátt. Hug- vitið byggist á gömlum íslenskum hugsunarhætti sem er hverfandi. Bandaríkjamenn eru löngu búnir að gleyma honum. Hann gleymdist með velmeguninni, svo nú er öllu hent og rusl staflast upp,“ segir Tryggvi. „Við vorum akkúrat út af þessu á Discovery Channel í júní,“ segir Erla en hús þeirra hjóna var sýnt í þættinum Renovation Na- tion sem dæmi um umhverfisvæna húsagerðarlist. Markmiðið er að húsin verði orkulega sjálfbær. „Hvert hús er sérhannað eftir aðstæðum þannig að öll orka sem fellur til, svo sem jarðhiti, sólar- og vindorka, er nýtt. Við erum búin að gera orkupróf á einu húsanna og 85 prósent af orku þess var sjálfbær,“ segir Tryggvi. Fleira býr þó á bak við þessa nýjung. „Það var tími til kominn að gera stórvægilegar breyting- ar á byggingaraðferðunum. Kröf- urnar aukast stöðugt en iðnaður- inn notast alltaf við sömu tækn- ina. Því er stöðugt meiri hætta á mistökum og kostnaðurinn við húsin er orðinn gríðarlegur,“ segir Tryggvi og bætir við að M3house séu byggð á annan og mun kostn- aðarminni máta. „Þetta eru hálf- gerð „kit homes“ úr vönduðum panel-einingum, sem eru samsettar eins og legókubbar. Bæði er hægt að setja húsin saman í verksmiðju eða á staðnum svo ekki þarf að ótt- ast veðurfar og auðvelt að fylgjast vandlega með framleiðslunni. Þá er líka hægt að taka húsin í sundur eins auðveldlega og þau voru sett saman,“ segir Erla. Hjónunum hefur gengið vonum framar frá því Minarc var stofnað. Þau hafa hannað hús fyrir fjölda fólks, meðal annars þekktar Holly- wood-stjörnur en vilja ekki nafn- greina viðskiptavini sína. „Við vilj- um að fólk lesi um okkur til að það átti sig betur á því hvað það geti gert til að vera umhverfisvænt, því almenningurinn er sterkasti hlekkurinn í þessum málum,“ segir Tryggvi en almenningur virðist ekki skorta áhugann þar sem Min- arc hafa borist fyrirspurnir eftir M3house frá Kaliforníu, Suður-Am- eríku, Mexíkó og Spáni, svo fátt eitt sé nefnt. - mþþ Orkulega sjálfbær og endurvinnanleg ● Hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, sem reka arkitektastofuna Minarc í Los Angeles, eru að setja byltingarkennd hús á markað næsta haust. Húsið þeirra Erlu og Tryggva. Þau eru með borðstofu með arineldi úti á verönd. MYNDIR/ÚR SAFNI MINARC Erla og Tryggvi hafa rekið arkitektastof- una Minarc í tíu ár. „Hugmynd okkar er að húsið sé eins og lifandi tré. Það er á staðnum í ákveðinn tíma og nýtir þá orku sem þar er til stað- ar og þegar það deyr þá skilur það eftir sig fóður fyrir framtíðina,“ segir Tryggvi. Teikning af M3house. Húsin eru gerð úr vönduðum panel-einingum sem auðvelt er að setja saman og taka sundur aftur. V erk og vinnustofa listamannsins Ólafs Elíassonar er í brennidepli í bókinni Studio Olafur Eliasson, An Encyclopedia, sem bókafor- lagið Taschen gaf nýverið út. Vinnustofa Ólafs, sem er í Berlín, þykir ekki síður athyglisverð en verkin, fyrir þær sakir að vera meira í ætt við tilraunastofu sem stýrt er af listamanninum sjálfum. Bókin gerir lesendum kleift að skoða verkin á vinnustofunni frá öllum sjón- arhornum. Þá er helstu hugmyndum á bak við verkin raðað niður eftir stafrófs- röð þar sem Ólafur lýsir þeim í stuttu máli. Studio Olafur Eliasson, An Encyclop- edia er fáanleg í öllum helstu bóka- verslunum hérlendis. - mmf Tilraunastofa í brennidepli Verk eftir Ólaf Elíasson voru til sýnis í MoMa í New York í sumar. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag. 26. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.