Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 32

Fréttablaðið - 26.07.2008, Side 32
● heimili&hönnun FEGURÐ OG KYRRÐ Í FYRIRRÚMI Gott úrval af garðskrauti er að finna á vefsíðunni www.gardendecorgalore.com, sem er haldið út af fyrirtækinu Garden Decor Galore. Forsvars- menn þess líta á garðinn sem griðastað, þar sem fegurð, kyrrð og næði eiga að ríkja. En með því að skreyta garðinn og ljá honum persónulegan blæ með fylgihlutum eru þeir þess fullvissir að eigendunum líði betur í honum og nýti í auknum mæli. Til dæmis með því að koma fyrir skemmtilegum styttum við gönguleiðir, stinga plastfuglum inn á milli blóma eða hengja luktir á pallinn. Garden Decor Galore sendir vörur sínar eingöngu innan Bandaríkjana og því geta þeir, sem eiga vini eða vandamenn vestanhafs, látið þá panta þær og áframsenda svo heim til Íslands. Jean-Marc Caracci hefur myndað víða í Evrópu. Hann var nýverið staddur hérlendis en hefur sett stefnuna á Ósló, Stokkhólm, Prag, Istanbúl, Búdapest og Vín. F ranski ljósmyndarinn Jean-Marc Caracci, sem var á dögunum staddur við tökur í Reykjavík, hefur nú afhjúpað afraksturinn á heima- síðu sinni homo.urbanus.free.fr. Myndirnar eru hluti af verkefninu Homo Urbanus Europeanum, HUE, sem Caracci hefur unnið að síðustu ár og gengur út á að sýna sameigin- leg einkenni íbúa borga Evrópu og ýta undir samkennd meðal þeirra. HUE hefur hlotið nokkra athygli hjá fjölmiðlum ytra en á síðunni er að hægt að lesa nokkrar blaðagreinar um verkefnið. - hs Reykvíkingar á netinu ON/OFF kaffibollinn er sérstakur fyrir þær sakir að á meðan hann er tómur er hann svartur, en verður svo hvítur þegar kaffi eða öðrum heitum vökva er hellt í hann. Við það skiptir hann líka um letur, úr OFF í ON. Þegar drukkið er úr bollan- um dvínar sá hvíti og verður smám saman aftur svartur. ON/OFF bollinn þolir allar uppþvottavélar. Allar nánari upplýsingar um hann er að finna á www.iw- antoneofthose. com. Bollinn breytist þegar hellt er í hann. Bolli sem breytist 26. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.