Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 40
20 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR C hay Lemoine hékk á bókasafni í Illinois eitt eftirmiðdegi árið 1984 og nennti ekki að læra heima. Fyrir rælni kíkti hann í hillu bóka og tók út ferðaskruddu um Iceland. Þar var vísað til Hall- dórs Laxness og nóbelsverðlauna hans. Bókmenntafræðineminn hafði aldrei heyrt um þennan Íslend- ing, en eitthvað kveikti áhuga hans. Chay leitaði því uppi Sölku Völku á safninu og tók hana með sér heim. Síðan hefur Chay haft brenn- andi áhuga á verkum Halldórs Laxness og Íslandi. Hann flutti hingað ári seinna, til að kynnast þjóðinni betur. Hann var hér í eitt ár og starfaði sem leikfimi- kennari. Rannsóknir Lemoines á sögu Laxness hófust á því að hann vildi vita hvers vegna Halldór Laxness hefði ekki verið gefinn út um áratugaskeið í Bandaríkj- unum. Hann komst að því að J. Edgar Hoover, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar, hefði leyft að fylgst væri með Hall- dóri, með þeim afleiðingum að hann var settur á svartan lista, svo bækur hans fengust ekki gefnar út vestra. Áður hafði Halldór Guðmunds- son einnig sýnt fram á samstarf íslenskra ráðamanna og banda- rískra erindreka við að koma höggi á Laxness og gefið út í bók sinni um Laxness. Hann rakti þar hvernig Bjarni Benedikts- son, þáverandi utanríkisráð- herra, hefði haft frumkvæði að því á fundum með forstöðumanni bandaríska sendiráðsins að rann- sókn yrði gerð á tekjum Laxness ytra. Obama skerst í leikinn Chay herjaði áfram á skjalasöfn leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA og FBI. Þar liggja enn skjöl um Halldór Laxness, sem enginn má sjá. Þau eru sögð ógna þjóð- aröryggi Bandaríkjanna og Chay segir að slík leynd sé í anda núverandi stjórnvalda. „En ég bind vonir við að þing- maðurinn minn, hann Obama, nái kjöri og verði forseti,“ segir Chay og brosir. Hann sendi skrif- stofu forsetaframbjóðandans beiðni í vetur, um að hann gerði sitt til að leyndinni yrði létt af skjölum FBI. „Það kom mér verulega á óvart þegar skrifstofan hans svaraði mér innan tveggja vikna. FBI hafði ekki gefið sig fyrir þing- manninum,“ segir Chay. Hann ætlar að skrifa skrifstofu Obama annað bréf, verði hann forseti. Lemoine hefur áður lýst furðu sinni í Fréttablaðinu á því að gömul skjöl um látinn íslenskan rithöfund geti verið talin ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann vinnur nú að ritgerð um hvað kunni að leynast í skjölun- um. Hann er frekar á því að skjölin geymi ógnir við þjóðar- öryggi Íslands, því þau komi upp um nána samvinnu íslenskra yfirvalda og Bandaríkjamanna í kalda stríðinu. „Ég hélt fyrirlestur um þetta [9. júlí] við Háskólann í Skot- landi. Þar vatt sér að mér kona, sem hafði búið undir einræðis- stjórn í Chíle. Hún var með þá kenningu að FBI vildi halda leynd yfir ákveðinni aðferð eða vinnureglu, frekar en fólki. Að þetta gæti útskýrt áratuga leynd,“ segir Chay, sem útilokar þetta ekki. „En þeir hafa létt leyndinni af öllu mögulegu kaldastríðsdóti. Þeir gefa hins vegar ekki upp nöfn á félögum sínum og sam- herjum, eða þeim stofnunum sem veittu þeim aðstoð. Ég held að þetta snúist um stærra mál en Laxness einan. Þetta snýst um herstöðina og samningaviðræð- ur Bandaríkjamanna við íslensku ríkisstjórnina. Það er verið að hlífa þeim sem hjálpuðu Banda- ríkjamönnum að koma upp her- stöð hér og þeim sem aðstoðuðu þá við að koma Halldóri á svart- an lista í Bandaríkjunum. Það er verið að hlífa þeim sem njósn- uðu um hann,“ segir Chay. Gott fyrir Tarantino Bókmenntafræðingurinn virðist líta á það sem sitt hlutverk að endurreisa nafn Halldórs Lax- ness í Bandaríkjunum og rifjar upp að bækur hans hafi legið í þagnargildi þar til New York Times fjallaði um Laxness 1995. En honum leiðast alþjóðlegar ráðstefnur um bókmenntir. Seg- ist líta á sig sem ævintýramann, frekar en fræðimann. „Og ég skil ekki af hverju íslenskir háskólamenn eru ekki að breiða bækur Halldórs út um lönd. Halldór Guðmundsson hefur auðvitað unnið frábært verk og nú er búið að þýða bók- ina hans, en hann hefur í mörg horn að líta. Á skosku ráðstefn- unni hitti ég fullt af bókmennta- fólki sem vissi lítið sem ekkert um Halldór Laxness,“ segir Chay. Eins sér hann möguleika á að koma verkum Laxness í banda- rískar kvikmyndir, sem var gam- all draumur skáldsins. „Gerpla er ekta Quentin Tar- antino. Þótt enska þýðingin sé ekki fullkomin er þetta dýpri bók en virðist við fyrsta lestur. Og þarna er mikið ofbeldi og meira að segja kynlífssena með gamalli konu! Samband þeirra Þorgeirs og Þormóðs gefur líka tilefni til ýmissa hugleiðinga, sem væru kjörnar fyrir slíka kvikmynd.“ Þjóðverndarstefna Halldórs Allt of mikið hefur verið gert úr því að Halldór Laxness hafi verið kommúnisti, segir Lem- oine. „Hann var frekar þjóðernis- sinni. Hann lifði svo sannarlega ekki eins og kommúnisti og ef þetta væri bara kommúnista- þvaður þá væri hann varla les- inn svona mikið enn í dag,“ segir Chay. „En Halldór var að segja að íslenska þjóðin væri mjög sérstök og þyrfti að varast að fara í eina átt, halla sér upp að einu ríki. Það voru þessar hugmyndir um þjóðina í verkum Laxness sem drógu mig til Íslands fyrst. Ég vissi að það var eitthvað sem ég skildi ekki í fari Íslendinga. Ég hef í það minnsta lært þetta: Íslenskt frelsi er allt annað frelsi en þetta bandaríska. Við lítum á okkur sem frjálsa þjóð, þið lítið á ykkur sem frjálsa einstaklinga. Íslendingar elska ekki endilega land sitt minna en Bandaríkjamenn sitt, en ég held að hugmyndin um að deyja fyrir land sitt sé ansi fram- andi hér. Einstaklingurinn skiptir miklu meira máli á Íslandi en í Bandaríkjunum. Og þetta fær maður frá Halldóri Laxness. Áhrif hans eru meiri en fólk heldur. Þau breyta huga manns um alla tíð.“ Hylmt yfir íslenskum njósnum Chay Lemoine getur ekki beðið eftir því að Barack Obama komist til valda og létti leyndinni af skjölum um Halldór Laxness. Hann hélt fyrirlestur fyrr í mánuðinum á alþjóðlegri bókmenntahátíð í Skotlandi um hvernig bækur Halldórs hurfu af markaði í Bandaríkjunum. Hann hitti Klemens Ólaf Þrastarson að máli á Austurvelli og ræddi þar kenningar sínar og grunsemdir. KYNNTIST VERKUM LAXNESS FYRIR RÆLNI Chay Lemoine flutti til landsins til að kynnast Íslendingum betur en býr nú í Illinois. Hann hefur rannsakað leyniskjöl um nóbelsverðlaunahöfundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þjóðskjalasafnið vinnur nú að því að gera aðgengileg svokölluð kalda- stríðsskjöl, skjöl utanríkisráðuneyt- isins um öryggis- og varnarmál, frá árunum 1945 til 1991. Utanríkisráðuneytið ákvað snemma árs 2007 að gera þau aðgengileg nefnd, sem ákveður svo með aðgang fræðimanna og almennings að þeim. Safnið mun vera um 800 hillu- metrar að stærð og er áætlað að flokkun þess taki um þrjú ársverk. Í þeim ætti að standa sitthvað um samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga á þessum árum. ÍSLENSKA SAFNIÐ Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkisráð- herra fór þess á leit í janúar við banda- ríska utanrík- isráðuneytið að það beitti sér í að nán- asta fjölskylda Laxness fengi aðgang að þeim leyniskjölum sem eftir standa hjá FBI. Formlegt svar hefur ekki borist, en þess er að vænta á næstunni. Þó munu Bandaríkjamenn hafa gefið til kynna að dræmlega yrði tekið í þessa fyrirspurn. RÁÐHERRA SPURÐI INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Íslenskt frelsi er allt annað frelsi en þetta bandaríska. Við lítum á okkur sem frjálsa þjóð, þið lítið á ykkur sem frjálsa einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.