Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 49

Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 49
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 - lífið er leikur Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Starcraft 2407 12 feta vagn með útdreginni hlið. Truma 4000 miðstöð, ísskápur, rafmagns- lyftibúnaður. Verð áður: 1.929.000- Tilboðsverð: 1.629.000- Starcraft R10 10 feta vagn á jeppa- undirvagni og 15” dekkjum. Truma 2400 miðstöð, ísskápur, rafmagns lyfti- búnaður. Verð áður: 1.849.000- Tilboðsverð: 1.549.000- 5 fyrs tu fá fortja ld að v erð - mæti a llt að 2 00.000 kr. í ka upbæ ti! Þú sparar 300.000! Þú sparar 306.000! Þú sparar 300.000! Hagstæðustu verðin á fellihýsum hjá Mótormax Starcraft 1707 8 feta vagn með geymslukassa að framan Truma 2400 miðstöð og ísskápur. Verð áður: 1.505.000- Tilboðsverð: 1.199.000- Hagstæð uppítaka og góð fjármögnun* Komdu með vagninn þinn og sölumenn í sumarskapi gefa þér gott uppí tökutilboð. *70% fjármögnun til 5 ára í boði 15 ár á Íslandi Góður útbúnaður, vandaðar innréttingar og gott fyrirkomulag eru þættir sem ánægðir Starcraft eigendur hafa tekið eftir og notið í þau 15 ár sem Starcraft hefur skapað sér gott orð á landinu. S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA Leikkonan Sienna Miller hefur ákveðið að kæra tímaritið News of the World vegna blaðagreina og ljósmynda sem tíma- ritið birti. Myndirnar sýna Siennu í áköfum faðmlögum og kossaflensi við hinn gifta kærasta sinn Balthazar Getty. Sienna sagði að mynd- irnar væru brot á einkalífi hennar, en ritstjóri tíma- ritsins sagðist ekki vilja ræða málin að svo stöddu. Myndirnar voru tekn- ar á almenningströnd á Ítalíu þar sem Miller og Getty eyddu nokkrum dögum saman, fjarri konu hans og fjórum börn- um. Þó að það sé liðinn rúmur ára- tugur frá því að eina plata kúb- versku hljómsveitarinnar Buena Vista Social Club kom út þá virð- ist áhugi fyrir henni ekkert vera að dvína. Það var boðað til tón- leika hennar í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda með litlum fyrir- vara og þeir haldnir á tíma sem margir hafa þegar ráðstafað til sumarleyfa, en samt var Vals- húsið vel stappað af fólki á fimmtudagskvöldið. Það vakti líka athygli að áheyrendur voru á öllum aldri og mjög mikið af ungu fólki. Buena Vista Social Club kvik- myndin sló í gegn úti um allan heim og endurlífgaði kúbönsku tónlistarsenuna og platan er enn mest selda heimstónlistarplata sögunnar. Nú, tólf árum eftir að platan var tekin upp, eru fimm af meðlimum hljómsveitarinnar fallnir frá, þ.á.m. söngvarinn Ibrahim Ferrer, píanóleikarinn Ruben Gonzalez og gítarleikar- inn Compay Segundo. Söngkon- an Omara Portuondo hefur líka snúið sér að mestu að sólóferli sínum og var ekki með á tónleik- unum á fimmtudagskvöldið. Þrátt fyrir brotthvarf þessara máttarstólpa sveitarinnar þá virkaði þessi þrettán manna útgáfa bandsins sem við fengum að njóta mjög vel. Í stað Rubens var kominn ungur djasspíanó- snillingur, Roland Luna, og yngri söngvarar höfðu tekið við af Ibrahim og Omöru, en allir hinir hljóðfæraleikararnir voru af gömlu Buena Vista senunni, þ. á.m. kontrabassaleikarinn frá- bæri Cachaito Lopez, trompet- leikarinn Guajiro Mirabal, lútu- leikarinn Barbarito Torrez og hljómsveitarstjórinn og básúnu- leikarinn Aguave Ramos sem einnig stjórnaði sveitinni á tón- leikunum í Laugardalshöllinni fyrir sjö árum. Tónlist Buena Vista Social Club er djassskotin blanda af suður-amerískri tónlist. Það sem gerir hana ómótstæðilega er spilamennskan. Þessir gömlu jálkar leggja sig alla fram, en setja líka skemmtilegt „attitúd“ í þetta. Trommusólóið sem við fengum að upplifa á fimmtu- dagskvöldið var t.d. kostulegt og oft var stemningin tekin fram yfir nákvæma og gallalausa spilamennsku. Sveitin spilaði í tæpa tvo tíma án hlés, en Cachaito Lopez og Roland Lupa héldu tveir uppi fjörinu á meðan aðrir meðlimir tóku stutta pásu. Mér fannst tónleikarnir reyndar aðeins missa flugið undir lokin þegar bandið datt út í slagara eins og Quantanamera og ungi söngvarinn fékk áhorf- endur til að svara sér úr salnum. Á heildina voru þetta samt fínir tónleikar og á köflum alveg frá- bærir. Margir hljóðfæraleikar- anna sýndi stjörnutakta og þó ekki hefði verið annað þá hefði það verið þess virði að mæta bara til að fylgjast með tilþrif- um Cachaito Lopez á kontra- bassann. Trausti Júlíusson Gamla gengið stóðst væntingar TÓNLEIKAR Buena Vista Social Club Vodafonehöllin 24. júlí ★★★ Þrátt fyrir að stærstu stjörnur Buena Vista Social Club séu fallnar frá stóð þessi kúbverska stórsveit undir væntingum á vel sóttum tónleikum í Vodafonehöllinni á fimmtudags- kvöldið. Chris Brown er sagður vera að undirbúa eigin dansþætti. Söngv- arinn, sem sýnir fótafimi sína reglulega í tónlistarmyndböndum og á sviði, vill nú gefa ungum dönsurum tækifæri til að spreyta sig í raunveruleikaþætti. Í þættinum verður aðaláherslan lög á hipphopp og götudans. Kepp- endur munu etja kappi hvor við annan og mun Brown velja sigur- vegara eftir hverja lotu, en hann er þeirrar skoðunar að dans sé meira en bara viss tegund hreyf- inga og sé í raun annað tjáningar- form á tónlist. Dansþátturinn hefur ekki hlotið nafn að svo stöddu, en undirbún- ingur fyrir sjónvarpsútsendingu mun vera á lokastigi. Chris Brown með eigin dansþátt NÝR DANSÞÁTTUR Fótafimi söngvarinn Chris Brown mun vera dómari í eigin dansþætti sem nú er í undirbúningi vestanhafs. Sienna kærir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.