Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR SUMAR GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnhildur Þórðardóttir, starfsm ðRann ók Æfir tvisvar á dag Ragnhildur sleppur aldrei úr æfingu því hún segir daginn annars ónýtan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FIMIR FÆTUR Stuðnings- og flugsokkar hindra bjúgmyndun og önnur óþægindi í fótum.HEILSA 2 NÝSTÁRLEG NÁLGUNÓhefðbundin leiðsögn verður viðhöfð í Viðeyjargöngu í kvöld. SUMAR 3 vinnuvélarÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 Alls kyns tæki og tóltil sýnis á Landbúnaðar- sýningunni á Hellu SÍÐA 4 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2008 — 205. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG RAGNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR Fer í líkamsrækt yfirleitt tvisvar á dag • heilsa • sumar Í MIÐJU BLAÐSINS VINNUVÉLAR Margt í boði á Hellu fyrir vélaáhugamenn Sérblað um vinnuvélar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Goðsagnir Þótt margir Íslendingar séu duglegir og einhverjir eflaust stoltir líka hvíla alhæfingar um 300.000 manns ekki á vísindalegum grunni, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 TJALDIÐ FELLUR Þessir erlendu ferðamenn tóku niður tjald sitt í rigningarsudda í Laugardalnum í gær. Þeir njóta vafalaust sólar í dag enda veðurspáin með afbrigðum góð um land allt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐUR Útlit er fyrir mikla veður- blíðu víðast hvar á landinu um verslunarmannahelgina sam- kvæmt veðurspám. Í fréttatil- kynningu frá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við hægum vindi og bjartviðri frá laugardegi til mánudags. Hlýjast verður vestan til á landinu en hitinn verð- ur á bilinu 13 til 22 stig. Menn ættu því ekki að láta letjast til útivistaferða þó að vart verði strekkings og einhverjir þokubakkar blasi við um landið austanvert og með suðurströnd- inni á föstudag. Á veðurfréttavefnum belging- ur.is, sem Reiknistofa í veður- fræði stendur fyrir, er varla nokk- ur úrkoma í kortunum á laugardag og sunnudag en hins vegar gert ráð fyrir hægum vindi og hlýind- um sérstaklega á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og innsveitum suðvestanlands. En kálið er ekki sopið þótt í aus- una sé komið og Veðurstofan tekur það fram í tilkynningunni að spáin verði nákvæmari eftir því sem á líður. Þessi spá verður endurskoðuð í dag þótt flestir gætu unað vel við hana óbreytta. - jse Veðurspár fyrir verslunarmannahelgina eru víðast hvar góðar: Allt útlit fyrir bongóblíðu JÓN GNARR Með einkaþjálfara í ræktinni Forðast að fá bakverk, brjóst og bumbu FÓLK 30 Tölvunni stolið í innbroti Bassaleikarinn Ragnar Páll Steinsson varð fyrir tilfinningalegu tjóni þegar brotist var inn til hans. FÓLK 24 Leikur hrokafull- an fréttastjóra Þórhallur Gunnarsson rifjar upp gamla takta í Útvarpsleikhúsinu. FÓLK 30 2,25% HITINN Í 25 STIG Í dag verður hæg norðaustlæg átt. Bjart með köflum víða um land þegar kemur fram á daginn. Hætt við þoku með norður- og austurströndinni. Hiti 14-25 stig, hlýjast til landsins SV-til. VEÐUR 4 20 18 21 19 19 24 25 22 20 SKIPULAGSMÁL Stækkun borgaryfirvalda á losunarsvæði fyrir jarðefni á Hólmsheiði hefur verið felld úr gildi því hún samrýmist ekki landnotkun samkvæmt aðalskipulagi. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í nóvember 2007 að stækka tuttugu hektara losunarsvæði fyrir jarðveg á Hólmsheiði um þrettán hektara þannig að þar yrði heimilt að koma fyrir 2,5 milljónum rúmmetra af efni til viðbótar við þá 1,5 milljónir rúmmetra sem heimilað var að losa árið 2001. Þegar heimildin var samþykkt fyrir sjö árum var skilyrði að aðeins yrði urðaður þar jarðveg- ur sem væri ómengaður af mannavöldum. Síðastliðinn vetur var þúsundum rúmmetra af olíumenguðum jarðvegi af framkvæmda- svæði Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð ekið á Hólmsheiði. Eigandi landspildu við Reynisvatn kærði breytingu Reykjavíkurborgar á deiliskipulagi Hólmsheiðar frá í nóvember og kærði sömu- leiðis framkvæmdaleyfi sem skipulagsráð borgarinnar veitti til jarðvegslosunar á svæðinu í apríl á þessu ári. Í úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála kemur fram að kærandinn telji losunina yfirgengilega og ólöglega. Mörg sumarhús séu illa eða ekki nothæf vegna þessa. „Jarðvegi og úrgangi hafi verið mokað og ýtt í margra metra hæð rétt við lóðarmörkin þannig að útsýni sé skert og landslagi spillt,“ rekur úrskurðarnefndin sjónarmið landeigandans. Reykjavíkurborg telur deiliskipulagið lögmætt og segist ekki hafa raskað hagsmun- um landeigandans þannig að ólögmætt væri. „Umrædd losun hafi gert það að verkum að meira skjól hafi myndast við fasteign kæranda og þar með aukið verðmæti hennar,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um málsrök Reykjavíkurborgar. Úrskurðarnefndin segir að umrætt svæði, sem er kallað Græni trefillinn, sé í aðalskipu- lagi og svæðisskipulagi skilgreint sem svæði til skógræktar og útivistar og að jarðvegs- losun þar samrýmist ekki þeirri skilgrein- ingu. Bæði deiliskipulagið og framkvæmda- leyfið fyrir losuninni voru því felld úr gildi. - gar Losun á Hólmsheiði ólögleg Ákvarðanir borgaryfirvalda um að breyta deiliskipulagi og leyfa jarðvegslosun á Hólmsheiði hafa verið felldar úr gildi. Úrskurðarnefnd segir losunina ekki samrýmast svæðis- og aðalskipulagi um landnotkun. FRAKKLAND, AP Borgarstjórinn í París ætlar að útvega fjögur þúsund rafbíla sem hafðir verða til reiðu á 700 stöðum í borginni. Þar getur fólk leigt sér bíl gegn vægu gjaldi og skilið hann eftir þegar erindi er lokið á ein- hverjum þessara sjö hundruð staða. Hugmyndin er komin frá sams konar tilraun með reiðhjól, sem borgar- stjórinn hratt af stað fyrir ári og hefur gengið svo glimrandi vel. Reyndar hafa einhverjir áhyggjur af því að allt muni fyllast af bílum í borginni, sem varla ræður þó við núverandi bílaflota. Borgarstjórinn er hins vegar bjartsýnn og ætlar að hafa rafbílana klára í lok árs 2009 eða byrjun árs 2010. - gb Nýstárleg tilraun í París: Rafbílar handa öllum í snattið BERTRAND DELANOE Borgarstjóri Parísar stoltur á reiðhjóli. Sama sagan hjá HK Það stendur ekki steinn yfir steini hjá HK sem tapaði enn einum leiknum, nú fyrir Fram. Þrír leikir voru í Landsbankadeild karla í gær. ÍÞRÓTTIR 26 & 27

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.