Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 16
16 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleik- anum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Mörk goðsagna og vísinda eru ekki alltaf skýr þótt við aðgreinum þessi fyrirbæri með ólíkum hugtökum. Og þótt samfélag okkar sé stundum sagt stjórnast af vísindahyggju eru margir sem taka goðsagnirnar fram yfir hvort sem það er leynt eða ljóst. Nú á dögunum ályktaði stjórn Sagnfræðingafélagsins gegn sögu- skoðun ríkisskipaðrar nefndar sem hafði fengið það verkefni að skilgreina þjóðareðli Íslendinga og taldi Sagnfræðingafélagið hana hvíla á goðsögnum. Ályktunin hefur þó vakið blendin viðbrögð, enda vilja sumir meina að margt geti verið til í þessum tilteknu goðsögnum en aðrir sjá ekkert athugavert við að taka goðsagnir fram yfir vísindi. Frelsisgoðsögnin Sumar af goðsögnunum sem ríkisstyrkta nefndin náði að koma á framfæri í stuttum og hnitmið- uðum texta kalla raunar ekki á sérstök viðbrögð sagnfræðinga af þeirri einföldu ástæðu að hver maður getur séð að þær eru bull. Þar kemur m.a. fram að Íslend- ingar séu „dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi“. Vissulega eru margir landar mjög duglegir og einhver okkar eflaust mjög stolt líka, en svona alhæfingar um 300.000 manns geta aldrei hvílt á vísinda- legum grunni. Ísland var vissu- lega harðbýlt hér á árum áður, en fæst okkar búa við þann veru- leika nú á dögum, a.m.k. ekki umfram aðrar þjóðir. Hérna ræður orðræða túristabæklings- ins ríkjum með því málskrúði sem þar er iðulega blandað saman við hagnýtar upplýsingar. Á hinn bóginn er augljóslega verið að vísa til sameiginlegs minnisleysis Íslendinga þegar því er haldið fram að fyrstu Íslend- ingarnir hafi komið hingað „í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum“. Ef litið er framhjá þeim almennu sannindum að fólk sem flytur á milli landa hlýtur að vilja að búa við sömu eða betri lífsskilyrði og áður þá er margt í þessum knappa texta sem er hæpið. Og þó er frelsi lykilhugtak þegar við tökum til athugunar hóp sem er eins og fyrstu Íslendingarnir; hóp þar sem sumir eru frjálsir en aðrir ófrjálsir þrælar. Auðvelt er að ímynda sér að þrælarnir hafi þráð frelsi en varla rak sú frelsisþrá þá til Íslands. Hús- bændur þeirra voru eflaust stoltir af því að vera frjálsir menn en í skýrslunni er gefið í skyn að þeim hafi fundist þeir vera frjálsari á Íslandi en annars staðar. Um það vitum við ekki nokkurn skapaðan hlut því að hér er goðsögn á ferð; goðsögn sem er upprunnin í heimildum 12. og 13. aldar, en hefur síðan verið viðhaldið af bæði Íslendingum og Norðmönn- um. Þannig gátu Íslendingar litið á aristókratíska forfeður sína sem stolta uppreisnarmenn gegn norska ríkinu, en Norðmenn gátu notað sögurnar því til sönnunar að til hefði verið norskt ríki á 9. öld. Sjálfstæðisgoðsögnin Í skýrslu ímyndarnefndarinnar er því haldið fram að þegar þjóðin „fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld“. Aftur er frelsistrénu veifað, en núna vísar það ekki lengur til frjálsra þrælahaldara landnámsaldar heldur til pólitísks frelsis sem fylgt hafi sjálfstæðinu. Þetta finnst mörgum Íslendingum ekki vera nein goðsögn heldur staðreynd. Enda er varla hægt að mæla á móti því að Ísland var eitt af fátækustu og einangruðustu löndum veraldar á 19. öld, en er það ekki lengur. Það er samt frekar augljóst að þessi söguskoðun er ekki frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar heldur úr okkar eigin samtíma. Þetta má á sjá á hugtökunum „þróunarland“ og „ríkasta þjóð í heimi“. Við Íslendingar vorum einu sinni ein af þjóðum þriðja heimsins en við tilheyrum þeim ekki lengur. Í skýrslunni kemur fram að til þess að breyta þessu höfum við einfaldlega „tekið stökk“ af eigin rammleik án nokkurrar þróunar- aðstoðar. Þannig reynist frelsi okkar vera annars eðlis en pólitískt frelsi nýlenduríkja annars staðar á hnettinum. Okkar frelsi færir okkur úr hópi þróunarlanda í hóp hinna ríku. Þar sem við eigum svo sannar- lega heima líkt og landnáms- mennirnir forfeður okkar. Goðsagnir SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Söguskoðun UMRÆÐAN Fanný Gunnarsdóttir skrifar um umgengni í höfuðborginni Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli borgarbúa og annarra á umgengni í borginni. Nú í sumar hef ég sérstaklega tekið eftir rusli og drasli meðfram götum borgarinnar, á umferðar- eyjum og við gatnamót. Það er alls ekki óeðlilegt að rusl komi undan snjó og klaka snemma á vorin en þegar komið er vel fram á vor og sumar á borgin að vera vel þrifin og hrein. Því miður hef ég upplifað það að sjá bílstjóra og farþega í bílum henda út um gluggana matarleifum og umbúðum af ýmsu tagi. Jafnframt hef ég séð gangandi veg- farendur henda frá sér drykkjarumbúðum og öðru er til fellur. Það er eins og fólki finnist allt í lagi að kasta frá sér umbúðum á götur, gangstéttir eða inn í nærliggjandi garða. Það er alls ekki okkur sæmandi né bjóðandi að horfa upp á gosdósir, sígarettupakka, hálfétnar samlokur, sælgætisbréf og umbúðir utan af ýmsum matvælum liggja út um alla borg. Einnig er ástandið víða bágbrotið á bílastæðum við versl- anir og sjoppur – glerbrot og rusl er allt of oft það sem tekur á móti viðskiptavinum. Er ástandið verra núna vegna þess að umgengni hefur almennt versnað eða er hefðbundinni hreinsun borgarinnar ábótavant? Hafa hverfamiðstöðvar og starfsmenn borgar- innar ekki undan að sjá um að halda borg- inni hreinni? Ég hef vakið athygli borgaryfirvalda á þessari slæmu umgengni og vona að eitt- hvað verði gert til að vekja börn, ung linga og fullorðið fólk til umhugsunar. Ég átti von á öflugra og víðtækara átaki borgar- yfirvalda hvað varðar almenna umgengni í hverfum borgarinnar m.a. í ljósi þess að borgarstjóri hefur marg ítrekað áhuga sinn á umhverfismálum. Fyrst og fremst hefur áherslan í vor verið lögð á hreinsun lóða og garða, að uppræta veggjakrot og ásýnd miðborgarinnar. Ég vil alls ekki kasta rýrð á þessi verkefni en meira þarf að koma til, vitundarvakning borgar- anna og aukið aðhald frá borgaryfirvöldum. Að lokum vil ég árétta að það er skylda okkar sem foreldra, uppalenda og ábyrgra borgara að sýna gott fordæmi og sætta okkur ekki við sóða- skap og hirðuleysi sem þetta. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík. Erum við sóðar? FANNÝ GUNNARSDÓTTIR Galin hugmynd? Sagt var frá því um helgina að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði tekið þátt í að hrekkja Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann, þegar félagar hans steggjuðu hann fyrir brúðkaup hans á dögunum. Davíð hringdi í Sigurð Kára og boðaði hann á leynifund á heimili sínu í Skerjafirði. Þegar Sigurður Kári mætti á fund- inn hafi Davíð tjáð honum að nú væri svo komið að þeir tveir yrðu að taka málin í sínar hendur og stofna nýjan flokk. Eftir að hafa setið drykklanga stund undir fyrirlestri Davíðs um stefnumál hins nýja flokks hafi vinir hans, sem lágu á hleri, hrundið upp hurðinni skellihlæjandi. Skemmtilegt uppátæki hjá vinum Sigurðar Kára. En miðað við aðgerða- leysi Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri er þetta kannski ekki svo hlægileg hug- mynd, þegar allt kemur til alls. Úreltur sáttmáli Ellert B. Schram, þing- maður Samfylkingarinn- ar, ritar grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hann segir að svo margt hafi breyst frá því að stjórnarsáttmálinn var undir- ritaður í maí í fyrra að ríkisstjórnin verði að semja sér nýjan. Þetta eru svosem ekki ný sjónarmið en Ellert er líklega fyrsti stjórnarliðinn sem segir þetta berum orðum. Ellert hefur væntanlega tiltölulega greiðan aðgang að eyrum formanns síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, og ætti að gera það að sínu næsta verki að vekja athygli hennar á málinu, því fátt bendir til að oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi áttað sig á að plagg- ið sem þeir styðjast við er úrelt. Annars væri löngu búið að uppfæra það. bergsteinn@frettabladid.is Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur G rundvallarregla réttarríkisins er að maður sé sak- laus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta á við um kyn- ferðisbrot gagnvart börnum eins og aðra glæpi. Samt sem áður er íhugunarefni að þeir sem grun- aðir eru um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum geti, með því að flytjast milli sveitarfélaga áður en til ákæru kemur, hreinlega flúið barnaverndaryfirvöld og þannig haldið athæfi sínu áfram í öðru sveitarfélagi þar sem barna verndar - yfir völd hafa einskis orðið áskynja. Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður bendir í frétt í blaðinu í gær á að henni finnist fyrirkomulag á geymslu gagna barnaverndarnefnda ófullnægjandi og vill að þessi gögn verði aðgengilegri en nú er. Að mati Steinunnar veitir núverandi fyrir- komulag gerendum tækifæri til að haldi uppi athæfi sínu lengur en þeir kæmust upp með væru gögnin geymd í miðlægum grunni. Í dag eru gögn barnaverndarnefnda eingöngu geymd hjá barnaverndarnefnd þess sveitarfélags sem mál kemur upp í. Upplýsingaöflun og skráning persónulegra upplýsinga eru vissulega viðkvæmt mál og gæta ber allrar varúðar í þeim efnum. Óhætt er þó að taka undir það sjónarmið Steinunnar að óásættanlegt sé að persónuverndarsjónarmið nýtist gerendum en ekki þolendum kynferðisbrota gegn börnum. Steinunn bendir á að til hagsbóta væri að gögn barnaverndar- nefnda yrðu aðgengileg í gagnagrunni sem ákveðinn hópur hefði aðgang að. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir að þeir sem grunsemdir hafa risið um að hefðu í frammi brot gagnvart börnum geti einfaldlega flust í annað sveitarfélag til að komast undan eftirgrennslan barnaverndaryfirvalda. Það er afar brýnt að leita leiða til að draga úr kyn ferðis glæpum gegn börnum. Miðlæg skráning gagna barnaverndarnefnda gæti augljóslega komið í veg fyrir að slík níðingsverk yrðu framin og þannig fækkað fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis. Það er þekkt staðreynd að barnaníðingar sækjast eftir störf- um þar sem þeir eru í návígi við börn. Tækifæri þeirra til að halda áfram iðju sinni í öðru sveitarfélagi um leið og þeir verða þess áskynja að barnaverndaryfirvöld séu komin í mál þeirra eru augljós. Með miðlægum gagnagrunni barnaverndarmála gætu þeir sem ábyrgð bera á ráðningum í störf sem tengjast börnum og unglingum varist slíkum mönnum. Brýnt er að Barnaverndarstofa leiði vinnu að því að koma upp miðlægum gagnagrunni um kynferðisbrot gegn börnum og fái sveitarfélögin til samstarfs um verkefnið. Jafnbrýnt er að farið sé gætilega með þessar upplýsingar, eins og aðrar persónuupp- lýsingar, og að grundvallarsjónarmið réttarríkisins séu höfð í heiðri. Hvert tilvik um kynferðisbrot gegn barni er mikill harmleikur. Að verða fyrir slíku ofbeldi hefur áhrif á alla framtíð fórnar- lambsins. Þess vegna er brýnt að minnka svigrúm þeirra sem brjóta gegn börnum með þessum svívirðilega hætti. Leita ber leiða til að minnka svigrúm þeirra sem níðast á börnum: Barnaverndarmál í gagnagrunni STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.