Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 19
[ ] Nýstárleg og óhefðbundin leiðsögn verður viðhöfð í göngu sem farin verður um Viðey í kvöld. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verk- efnastjóri Viðeyjar, og vinur henn- ar Hjálmar Hjálmarsson, leikari og fjölmiðlamaður, munu leiða gesti um Viðey í kvöld og segja frá alveg nýjum uppgötvunum sem gerðar hafa verið í sögu eyjarinnar. Gangan verður í anda lygasögu- göngunnar sem farin var á Viðeyjar- hátíð fyrir skemmstu og sló ræki- lega í gegn. Hjálmar leiddi þá göngu líka og var að sögn afar þakklátur fyrir að fá að leiðrétta mikinn og sagnfræðilegan mis- skilning sem orðið hefur til um Viðey. Frásagnir hans vöktu gríðar- lega kátínu meðal þeirra sem á hlýddu og vegna fjölda áskorana verður gangan því endurtekin í kvöld. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15 og er miðað við að ferðin taki um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Gjald í ferjuna er 800 krónur fyrir fullorðna, 400 fyrir sex til átján ára og frítt fyrir yngri börn. Þátttaka í göngunni er ókeypis og öllum heimil og fá allir gestir gef- ins Kristal frá Ölgerðinni. gun@frettabladid.is Lygasögur í Viðey Frásagnir Hjálmars í síðustu lygasögugöngu vöktu kæti og hlátur meðal þeirra sem á hlýddu. MYND/BERGLIND ÓLAFSDÓTTIR Næstu tvær vikur ætla valin Edduhótel að bjóða upp á sumarafslátt á gistingu. Eitt Edduhótel í hverjum lands- hluta ætlar að bjóða fimmtán til þrjátíu prósenta afslátt af gistingu nokkra daga vikunnar fram til 6. ágúst næstkomandi. Edduhótelið Laugarbakki fyrir norðan, sem stendur skammt ofan við Miðfjarðará, er eitt þeirra. Margar skemmtilegar og áhuga- verðar dagsferðir eru í nágrenni þess. Fyrir sunnan býður Eddu- hótelið við Laugarvatn þennan afslátt en þar eru möguleikar á fjölbreyttri útiveru. Fyrir austan veitir Edduhótelið Eiðar afslátt en margar náttúruperlur eru stutt frá því og fyrir vestan veitir Eddu- hótelið Laugar í Sælingsdal afslátt, þar sem mikið er um sögulegar slóðir. Nú er um að gera að finna hvar sólin er, bóka herbergi og stefna á sólríkustu svæði landsins næstu tvær vikurnar. Nánari upplýsing- ar á www.hoteledda.is. - kka Sótt í sólina Edduhótelið við Laugarvatn býður upp á afslátt af gistingu, en þar eru ýmsir möguleikar á útiveru. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍTK býður upp á fjögur sumarnámskeið fyrir börn. Leikja- og reiðnámskeið fyrir sex til níu ára, sköpunarnámskeið fyrir tíu til tólf ára, smíðanámskeið fyrir tíu til tólf ára og tómstunda- námskeið fyrir tíu til fimmtán ára börn með sérþarfir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.