Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 2
2 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Þetta er verulega sárt því við höfum lagt okkur mikið fram um að gera Efra- Breiðholtið fallegt,“ segir Ólöf Anna Ólafsdóttir, hverfisstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar, sem í gær kallaði til lög- reglu vegna skemmda á gróðri við Æsufell. Íbúi sem rætt var við í Æsufelli en vildi ekki láta nafns getið seg- ist hafa skilning á því að einhver hafi tekið sig til og klippt niður runna á borgarlandi sem skilur að bílastæðin við Æsufell og umferðargötuna. Runnarnir hafi ógnað umferðaröryggi því þeir hafi byrgt þeim sem aki út af bílastæðinu sýn. Fulltrúi í stjórn húsfélagsins sem vildi ekki heldur að nafn hans kæmi fram segir hins vegar að garðyrkjudeild borgarinnar hafi í fyrravetur brugðist við ábendingum um að runnarnir væru of háir og lækkað þá þannig að flestir íbúanna hafi verið sátt- ir. Það hafi því alls ekki verið að undirlagi húsfélagsins að ráðist var til atlögu við runnagróðurinn síðla á laugardagskvðld. Atgang- ur hafi staðið fram yfir mið- nætti. Sá íbúi í Æsufelli sem vitni hafa bent á sem klipparann seg- ist í samtali við Fréttablaðið hvergi hafa komið nærri enda hafi hann verið á Laugarvatni um liðna helgi. „Það er algerlega óásættanlegt fyrir okkur, sem erum nánast af hugsjón að fegra þetta hverfi, að fólk taki upp hjá sjálfu sér að uppræta gróður sem við höfum lagt vinnu í að koma upp. Hvern- ig þætti fólki ef einhver kæmi inn í garðinn hjá því og eyðilegði þar blóm bara vegna þess að þau færu í taugarnar á honum?“ spyr Ólöf og segir að sem betur fer sé ekki mikið um að skemmdir séu unnar á gróðri í eigu borgarinn- ar. „Það er stundum að krakkar eða eitthvert bilað fólk eyðilegg- ur eitthvað en það er sjaldgæft að það sé eins skipulagt og hérna þar sem greinilega hefur verið farið með vélsög á runnana,“ segir Ólöf sem kveðst telja að tjónið í Æsufelli hlaupi á hundr- uðum þúsunda króna mælt í nýjum plöntum og vinnu. „Við höfum grun um að ákveðinn maður hafi staðið fyrir þessu og gerum ráð fyrir að lögreglan ræði við hann.“ gar@frettabladid.is Ósáttur íbúi sagaði runna í borgarlandi Ólöf Anna Ólafsdóttir hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur segir grátlegt að fólk eyðileggi gróður í borgarlandi. Runnar í Æsufelli voru skipulega klipptir niður á laugardagskvöldið. Hundruð þúsunda króna tjón. Lögregla rannsakar málið. ÓLÖF ANNA ÓLAFSDÓTTIR Hverfisstjóri garðyrkjudeildar í Efra-Breiðholti og Mjódd segir vakningu hafa orðið þar og að bæði borgin og íbúar keppist við að gera hverfið fallegt og hlýlegt. Skemmdarverk eins og þau sem unnin voru við Æsufell um helg- ina verði ekki liðin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hvernig þætti fólki af ein- hver kæmi inn í garðinn hjá því og eyðilegði þar blóm bara vegna þess að þau færu í taugarn- ar á honum? ÓLÖF ANNA ÓLAFSDÓTTIR HVERFISSTJÓRI Fjóla, er þetta ekki brothættur bransi? „Jú, og kostar miklar bollaleggingar.“ Fjóla Guðmundsdóttir hefur rekið Antik- húsið við Skólavörðustíg í 20 ár. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) STJÓRNMÁL „Stjórnarsáttmálinn er lifandi plagg og þar kemur ekkert fram sem fer gegn ríkjandi ástandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um grein Ellerts B. Schram í Morgunblaðinu í gær. Í greininni leggur Ellert það til að gerður verði nýr stjórnar- sáttmáli vegna breyttra aðstæðna í efnahagsmál- um. „Það hefur enga þýðingu að breyta sáttmálanum. Ef það er nægilega mikið traust milli flokka þá þarf ekki nýjan stjórnarsáttmála. Ýmislegt hefur gerst þrátt fyrir að það standi ekki í sáttmálan- um,“ segir Þorgerður. - vsp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Sáttmálinn er lifandi plagg ÞORGERÐUR KATRÍN DÓMSMÁL „Þetta er sú niðurstaða sem ég bjóst við og er sáttur við hana,“ segir Þórhallur Gunnars- son, ritstjóri Kastljóssins. Kastljóssstjórnendur og útvarps- stjóri voru sýknuð af kröfu Luciu Sierra og Birnis Orra Péturssonar. Stjórnendur Kastljóssins voru kærðir fyrir meiðyrði vegna fréttaflutnings Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til Luciu. Krafist var 3,5 milljóna samtals í skaðabætur. Dögg Pálsdóttir, lögmaður Luciu og Birnis, segir að líklegt sé að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. - vsp Kastljósið sýknað: Málinu verður líklega áfrýjað KASTLJÓSIÐ Frægt er viðtal Helga Seljan við Jónínu Bjartmarz í Kastljósinu um málið. TYRKLAND, AP Stjórnlagadómstóll Tyrklands er þessa dagana að kanna hvort banna skuli stjórnarflokk landsins, Réttlætis- og þróunarflokkinn, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta á þingi og hefur stjórnað landinu síðan 2002. Í mars síðastliðnum ákærði aðalsaksóknari landsins Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og sjötíu aðra félaga í flokknum, og fór fram á að þeim yrði bannað að ganga í stjórnmálaflokk næstu fimm árin. Abdullah Gül forseti er meðal hinna ákærðu. Þeir eru sakaðir um að ætla að brjóta gegn hinni veraldlegu stjórnskipan landsins, með því að koma á fót trúarlegri stjórnskipan að íslömskum sið. Meðal rökstuðnings saksóknara fyrir sekt stjórnar- flokksins er að stjórnin hafi fyrir stuttu reynt að afnema bann við því að konur noti höfuðslæður innan dyra í æðri menntastofnunum landsins. Verði flokkurinn bannaður þyrfti að efna til kosninga hið fyrsta. Áform stjórnarinnar um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið gætu runnið út í sandinn. Hætta er á að harka færist í átök milli þeirra sem vilja halda hinni veraldlegu stjórnskipan og hinna sem vilja veg trúarinnar meiri. Hófsamir múslimar gætu jafnvel hrakist í lið með þeim sem lengst vilja ganga. Stjórnlagadómstóll Tyrklands var stofnaður árið 1963. Síðan þá hefur hann bannað á þriðja tug stjórnmálaflokka. - gb FORSÆTISRÁÐHERRA TYRKLANDS Recep Tayyip Erdogan í fylgd lífvarða á flugvellinum í Istanbúl. NORDICPHOTOS/AFP Óvenjulegt mál fyrir stjórnlagadómstóli Tyrklands gæti haft afdrifaríkar afleiðingar: Stjórn Erdogans yrði bönnuð LÖGREGLUMÁL Handrukkara sem gengu í skrokk á rúmlega þrítugum manni í Heiðmörk aðfaranótt sunnudags var enn leitað síðdegis í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, býst við að hafa hendur í hári mannanna fljótlega þar sem talið sé vitað hverjir þar voru á ferð. Maðurinn sem ráðist var á komst alblóðugur og skorinn í andliti að verslun Bónuss við Kauptún í Garðabæ eftir árásina. Setti hann þar öryggiskerfi í gang og honum var í kjölfarið komið til hjálpar. - ht Ráðist á mann í Heiðmörk: Handrukkara enn leitað í gær HAMFARIR Jarðskjálftahrina hófst á ný í Grímsey í fyrrinótt. Nokkuð harður jarðskjálfti varð laust fyrir klukkan fimm um morguninn og reyndist um 4 á Richter. Rúmum þremur klukkustundum síðar varð annar öflugri skjálfti og mældist 4,5 á Richter. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Nær þrjú hundruð skjálftar höfðu mælst frá miðnætti þar til síðdegis í gær þegar virknin var tekin að minnka. Upptök skjálftanna voru á svipuðum slóðum og jarðskjálftahrinurnar við eyna í síðustu viku að sögn Matthews Roberts, eftirlitsmanns á Veðurstofu Íslands. Hann segir að engin merki sjáist um eldvirkni á þessum slóðum. „Ég var vöknuð um klukkan hálffimm og heyrði drunur vegna jarðskjálfta skömmu síðar,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey. Hún kveðst þó að öðru leyti lítið hafa orðið vör við jarðskjálftana í gærmorgun. Anna María neitar að Grímseyingar séu orðnir áhyggjufullir vegna jarðhræringanna nú og í síðustu viku enda hafi flestir íbúa lítið fundið fyrir skjálftun- um. - ht Ný jarðskjálftahrina hófst austan við Grímsey á fimmta tímanum í fyrrinótt: Þrjú hundruð skjálftar í gær JARÐSKJÁLFTAR VIÐ GRÍMSEY Að minnsta kosti átján jarð- skjálftanna þrjú hundruð mældust yfir 3 á Richter síðdegis í gær. Þeir sjást stjörnumerktir á myndinni. MYND/VEÐURSTOFA ÍSLANDS SERBÍA, AP Harðir þjóðernissinnar í Serbíu hafa boðað til útifundar í Belgrad í kvöld. Óttast er að óeirðir brjótist út og reynt verði að koma í veg fyrir framsal Radovans Karadzic til Haag. Lögmaður Karadzic telur að stjórnvöld muni hraða framsali hans til stríðsglæpadómstólsins áður en mótmælin hefjast. Dómstóll í Belgrad getur ekki úrskurðað um framsal hans fyrr en borist hefur áfrýjun, sem lögmaður Karadzic segist hafa sett í póst seint á föstudaginn. „Karadzic er Bosníu-Serbi, svo það væri rökrétt að áfrýjunin yrði póstlögð í Bosníu,“ sagði lögmaðurinn. „Ég myndi ekki útiloka það að áfrýjuninni vaxi bæði yfirskegg og alskegg áður en hún berst hingað.“ - gb Stuðningsmenn Karadzic: Sagðir ætla að hindra framsal Barn brenndist á Akureyri Barn brenndist í gærkvöldi á Akureyri þegar heitt vatn skvettist á handlegg þess. Flytja þurfti barnið á sjúkrahús til aðhlynningar. Tekinn fyrir fíkniefnaakstur Karlmaður á tvítugsaldri var tekinn grunaður um fíkniefnaakstur í Reykja- nesbæ í gær. Málið er í rannsókn. Tíu teknir á Blönduósi Tíu voru teknir fyrir of hraðan akstur á Blönduósi í gær. Sá hraðasti keyrði á 115 kílómetra hraða á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.