Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 18
[ ]Jóga er lífsspeki sem á rætur sínar að rekja til Indlands. Jóga-iðkun felur í sér leikfimis-, öndunar og slökunaræfingar sem efla heilbrigði og stuðla að jafnvægi líkama og sálar. Til eru ýmis ráð til að koma í veg fyrir bjúgmyndun í fótum. Eitt þeirra er að klæðast svokölluðum stuðnings- eða flugsokkum. Ein ástæða bjúgs er takmarkað blóðstreymi til fóta. Bjúgur og óþægindi í fótum fylgja þannig oft löngum kyrrsetum, eins og þegar setið er allan daginn í vinnu, flugvélum eða öðrum farartækj- um eða þegar staðið er lengi í einu. Einnig getur þröngur fatn- aður, mikil saltneysla, blæðingar og æðarhnútar orsakað bjúg. „Á meðan við sitjum eða stönd- um eru vöðvarnir ekkert að vinna,“ útskýrir Júlíus R. Arin- bjarnarson, annar eigandi skó- verslunarinnar Iljaskinns, sem selur stuðningssokka sem geta komið í veg fyrir óþægindi af þessu tagi. „Sokkarnar gera það fyrir okkur með því að þrýsta á vöðvana,“ útskýrir hann, en sokk- arnir eru teygjanlegir og þrýsta á vöðvana, sem þrýsta svo aftur á bláæðarnar. Stuðningurinn er mestur í kringum ökklana, að sögn Júlíus- ar, en minni yfir kálfana. Sokk- arnir þrýsta blóðinu úr fótunum og aftur til hjartans. Þeir hjálpa þannig til við að hindra bjúg- myndun og önnur óþægindi. Notk- un þeirra dregur einnig úr hættu á blóðtappa í fótum. Ýmsar tegundir eru til af þessum sokkum. Hægt er að fá ökkla- og hnéháa sokka, sokka sem ná alveg upp í nára og sokka- buxur gæddar sama eiginleika. Vörurnar fást í mismunandi litum og þykkt og líta út eins og hefð- bundnir sokkar. Iljaskinn selur Gilofa-stuðn- ingssokka bæði fyrir dömur, herra og íþróttaiðkendur. Lyfja selur aftur á móti svokallaða flugsokka sem henta vel á löng- um flugferðum. - kka Burt með bjúginn Bjúgur myndast þegar bláæðar halda ekki sama rennslishraða og slagæðar svo að blóðrennsli að líkamshluta er meira en blóðflæði frá honum, eins og frá er greint á heilsa.is. Hann fylgir því löngum kyrrsetum til dæmis eins og að vera um borð í flugvél. NORDICPHOTOS/GETTY Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir Mæðrafimi® ágúst tilboð er 7.900 kr fyrir 4 vikur 3x í viku! Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni okkar: WWW.HREYFILAND.IS Skráning er hafin í síma 577 2555 og í gegnum netfang: mottaka@hreyfiland.is Munið merkin og nöfnin og varist eftirlíkingar! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.